Frostrósir

Ég er veik fyrir rósum. Þess vegna fer ég reglulega og kaupi mér rósir hjá stelpunum í Sjafnarblómum. Set þær svo í vasa þegar ég kem heim, rósirnar alltsvo.... ekki stelpurnar í Sjafnarblómum. Þegar rósirnar fara að falla og glata ljómanum tek ég þær og legg út á pall hjá mér.

frostrósirÞar verða þær að frostrósum og gleðja mig áfram. Einkum og sér í lagi þegar snjóar svona fallega yfir þær......

Hér er allt að verða á kafi í snjó. Það stendur kona úti á bónusplani og mokar með skóflu single handed - en þó ekki einhent. Það er líklega eitthvað að harðna í ári hjá þeim bónusfeðgum......

Mömmusinnardúlludúskur setti jólaljósin upp í gær og þau taka sig verulega vel út í snjókomunni. Allavega miklu betur en ef hann væri að setja þau upp núna.....Tounge

Fyrsti sunnudagur í aðventu heilsar með stæl og ég ætla að fara að baka brauð og elda gúllassúpu.....

Þakka þeim er hlýddu InLove

frostr�sir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert bara svo ferlega skemmtileg elsku Hrönn mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2009 kl. 00:52

2 identicon

Besta bloggið á mogganum og þó víðar væri leitað. Þú ert djöfullega skemmtileg með frábæra frásagnargáfu. Ég sit hér og les sögur úr lífi konu sem ég þekki ekki neitt og það er það besta sem ég hef gert í dag, átti ég þó ágætis dag.

Ókunnug (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 02:57

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Cesil mín

Gaman að heyra það Ókunnug Vertu bara velkomin sem oftast.

Hrönn Sigurðardóttir, 30.11.2009 kl. 08:14

4 identicon

Sammála ókunnug.Hrönn er með þeim betri ef ekki best

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 11:29

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála ókunnugri.....einu sinni var ég "ókunnug" Hrönn....varð svo andvaka eina nóttina og byrjaði að lesa......bloggið hennar Hrannar......og síðan finnst mér ekkert erfitt að vera andvaka:)

Þú ert hreint út sagt yndisleg elsku Hrönn

Sigrún Jónsdóttir, 30.11.2009 kl. 13:46

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahha Sigrún!

Takk stelpur mínar. Ég sé að það er kominn tími á að sýna mitt rétta andlit ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 30.11.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband