Safnahelgi á Suðurlandi.

Nú stendur yfir safnahelgi í blíðunni og blankalogninu á Suðurlandi.

Margt að ske og mikið að gerast..... Ég hefði verið til í að fara í Vasaljósaheimsókn í Húsið á Eyrabakka - þar sem hugsanlega mætti rekast á forna íbúa. Ég hefði líka verið til í að kíkja á nakta norska konu á Laugarvatni sem ætlaði að kenna Íslendingum að þurrka sér. 

Þess í stað fór ég á myndakvöld hjá kórnum, drakk bjór og koníak til skiptis fram eftir nóttu og söng af hjartans lyst öll lög sem ég kann. Ég veit.... hljómar hrikalega lame en var aftur á móti ferlega skemmtilegt. Við Fröken Fíólín fórum á kostum - að eigin mati allavega. Vorum með allskyns brandara á kostnað annarra kórfélaga, gerðum okkar besta til að stofna til illinda á milli sóprans og alts og enduðum á að færa okkur yfir í tenórinn Tounge Því betri eru tenórar en kynórar...... nema saman fari eins og perralegar konur sem ég þekki bentu á.

Ég fór hinsvegar á markað á Eyrarbakka í dag. Fékk mér kaffi og vöfflu hjá Önnu á Gónhól - ég var búin að útskýra það nafn fyrir ykkur, réttupphendi sem man....?

Eyrarbakkafjara

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Góóóð helgi að baki .... Alltaf gaman að reyna að koma samkvæmi í upplausn með léttu gríni.

Knúz á þig kórkona!

www.zordis.com, 8.11.2009 kl. 20:08

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég réttupphendi.

Helga Magnúsdóttir, 8.11.2009 kl. 21:00

3 Smámynd: Vilma Kristín

Það var geggjað veður á suðurlandi þessa helgi. Heppin ég að fá að upplifa það.

Vilma Kristín , 8.11.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er svo gaman hjá þér alltaf. 

Ég sé fyrir mér framhaldið......sópran og alt bera þess ekki bætur að hafa kynnst þér og arga hver á aðra í tíma og ótíma. 

Og þú syngur bara tenór á meðan.

Anna Einarsdóttir, 9.11.2009 kl. 11:57

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Anna... þ.e. ef ég þori að mæta oftar

Hrönn Sigurðardóttir, 9.11.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.