Haustið nálgast.....

... með allri sinni litadýrð. Ég fór út með á með Ljónshjartað og litirnir úti í eyju lofa góðu fyrir komandi morgna.

Vatnsfimin hefst eftir nokkra daga og rútínan tekur við. Það er alltaf gott - jafn gott og á vorin þegar henni sleppir og maður getur varla beðið með að sukka með tímann þessa sumarmánuði sem í boði eru.

Ég fór um daginn með Einari í fossaferð upp í Þjórsárdal. Það var skemmtilegt ferð. Við fundum Grennd - sem var mikill kostur fyrir Einar. Skoðuðum Hjálparfoss - virkjanir.... hvað voru þær margar Einar? Einar þrjár? - Tókuð þið eftir því hvað ég gat laumað Einari oft inn þarna? Tounge

Háifoss

Fundum líka Háafoss og Granna - Granniþangað hef ég ekki komið áður - allavega ekki svo ég muni.... 

Komumst síðan, talsvert síðar en við ætluðum okkur, upp að Sigöldufossi. Hann var flottur og það var Einar líka Happy

Jafnvel þótt ég hafi áttað mig á því komin langleiðina að Sigöldu að ég væri á ferð langt uppi á fjöllum með manni sem ég þekki aðeins í gegnum netið W00t Er ekki alltaf verið að vara konur við þannig mönnum? Hann hefði getað varpað mér í lónið og hvenær hefðuð þið farið að hafa áhyggjur? Hvað hefðu liðið margar vikur? Kannski hefði ég ekki fundist fyrr en ég stíflaði rafmagnið!!

Einar fær samt mín meðmæli sem fossafélagi - nokkuð þægilegur, fremur skemmtilegur, hreinlegur og auðveldur í umgengni Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef hann Einar er jafn flottur og fossarnir Hrönn mín, þá ættirðu ef til vill að koma honum til en ekki bara sem fossavini

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2009 kl. 09:11

2 Smámynd: Vilma Kristín

Þetta hefur verið gaman hjá ykkur.  Hef sjálf kíkt á nokkra af þessum fossum. Háifoss og Hjálparfoss eru báðir nokkuð cool...

Vilma Kristín , 27.8.2009 kl. 11:18

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Tæp vika..... þá hefði ég tekið eftir því að þig vantaði.  En hvar hefði maður átt að leita ?  Undir rúmi ?  

Anna Einarsdóttir, 27.8.2009 kl. 12:26

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...eða í rafmagnsleiðslunum ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 12:27

5 identicon

Flottar myndir ég bið að heilsa Einari Ég hefði nú talað við leynilögguna vin minn á Selfossi og beðið hann um að leita að þér ef þú hefðir horfið í marga daga

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 18:08

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Var úrkoma í 'Grennd' ?

Steingrímur Helgason, 27.8.2009 kl. 23:46

7 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert rafmögnuð og Einar greinilega stuðstrákur.

Kveðja úr Citýinu :-)

www.zordis.com, 28.8.2009 kl. 08:45

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já það er sko margt hægt að gera með Einari.

Ía Jóhannsdóttir, 28.8.2009 kl. 11:02

9 Smámynd: Einar Indriðason

.... og kassavanur.  Ekki gleyma því.

Einar Indriðason, 28.8.2009 kl. 15:11

10 Smámynd: Einar Indriðason

Heyrðu... þú þekkir mig raunar líka frá Jóni Sig. Manstu?  Nefið, sko?

Einar Indriðason, 28.8.2009 kl. 15:12

11 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég hefði sko fattað það um leið......því Grámann kaktus hefði hringt med det samma......:))

Fallegar myndir.... vantaði bara mynd af Einari.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 28.8.2009 kl. 15:16

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það var úrkoma í Grennd.....

...og kassavanur ;)

Grámann heitir í dag Klói Kattmann ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 28.8.2009 kl. 18:26

13 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Nú ???... hann skiptir bara um nafn eins og nærbuxur.... gerðist hann sekur um eitthvað... af hverju þurfti hann nýtt ædentití ?

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.8.2009 kl. 10:42

14 Smámynd: Ragnheiður

Kötturinn er í vitnavernd, hann ******** hundinum í næsta húsi.

Gott að Einar er kassavanur en voruð þið að druslast með kassann með ykkur upp um fjöll og firnindi?

Ég hefði fattað  hvarf þitt langt á eftir Önnu

Ragnheiður , 29.8.2009 kl. 11:32

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Og það sem meira er.... hann skiptir um nafn án þess að skipta um nærbuxur!

Nei Ragga... við gleymdum kassanum ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 29.8.2009 kl. 21:37

16 identicon

alltaf skemmtilegt þegar haustið skellur á með skítakulda,fossarnir fjúka uppímóti og alles....

zappa (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 15:10

17 Smámynd: Linda litla

Flottar fossamyndir hjá þér.

Bestu kveðjur til þín :o)

Linda litla, 2.9.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband