Loforð....

Jenný Anna er nokkuð viss um að hún sé með svínaflensu og komi ekki til með að lifa hana af.... Ég var að vorkenna henni og fékk frekar kaldranalegt svar til baka um að hún mundi minnast mín í erfðaskránni! Sem ég er vitaskuld hæstánægð með - ég er alveg viss um að hún á rósótta súkkulaðikönnu sem hún ánafnar mér....

...það hins vegar minnti mig á, þegar ég var lítil, endur fyrir löngu, og var einu sinni sem oftar í heimsókn hjá frænku minni sem bjó í Reykjavík. Hún átti forláta útvarpstæki - þið vitið... svona eldgamalt, stórt með risavöxnum tökkum sem maður snéri fram og til baka til að skipta um stöð. Ég sat í stofunni og dáðist að útvarpstækinu þegar þessi frænka mín kom inn og ég gerði mér lítið fyrir og spurði: "Má ég eiga þetta útvarp þegar þú deyrð?"

Hún kippti sér ekkert upp við þetta - enda eðalfrænka, hló og sagði mér að vitaskuld gæti ég fengið að eiga tækið.

Mér til varnar get ég upplýst það að ég skammast mín ööörlítið núna um leið og ég velti fyrir mér hvar útvarpið sé nú Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég á svona gamalt útvarp með silfurskífu með nafni afa míns á, það virkar ekki en er augnakonfekt.  Ég skal spyrja dætur mínar hvort þú getir fengið það frekjan þín þegar ég er dauð.

Hehe, farin í rúm.  UPP í rúm, en hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu sofum við Í rúmum en ekki undir þeim eins og sveitavargurinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2009 kl. 13:42

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hehehe, alltaf gaman að koma hér, léttist á mér brúninn :o)

laugardagsknús til þín frá mér

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.8.2009 kl. 13:53

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

hahaha  Elsta barnabarnið mitt, bráðum 9 ára stúlkutetur, er búin að vera í einhverjum "má ég eigedda" ham í nokkur misseri.  Samtöl okkar enda æði oft á spurningu hennar "má ég þá eigedda þegar þú ert dáin"?

Sigrún Jónsdóttir, 15.8.2009 kl. 14:30

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sigrún bentu henni á að fá þetta skriflegt! Það er greinilega það eina sem virkar.....

Hrönn Sigurðardóttir, 15.8.2009 kl. 15:30

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh þið eruð óborganlegar!  Og ekki að ræða það að rósótta súkkulaðikannan lendi hjá þér Hrönn eftir daga Jennslunnar þinnar eins og þú kallar hana þegar þú ert í stuði.

 Málið er að hún á enga slíka í fórum sínum þess vegna breytir hún um umræðuefni og  vill  ánafna þér gamla radioið og telur það vera merkilegt stofustáss.  Kerlingin er fárveik, fer ekkert á milli mála.

Ía Jóhannsdóttir, 15.8.2009 kl. 21:03

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehe nei hún er örugglega með svínaflensu.

Hrönn Sigurðardóttir, 15.8.2009 kl. 22:04

7 identicon

Hjá mér?

Sigrún frænka (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 14:17

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hugsanlega Sigrún :)

Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2009 kl. 15:01

9 identicon

 ég spurði mömmu mína árið '75 hvort ég mætti eiga nýju saumavélina hennar þegar hún væri dáinn.Henni var ekki skemmt enda bara 40 ára og fékk vélina í afmælisgjöf á því afmæli .Mér fannst konan óþarflega viðkvæm

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 17:31

10 Smámynd: Dúa

Ég var 3 ára þegar ég hafði augastað á perlufesti sem mamma átti og auðvitað heimtaði ég festina. Fékk það svar að ég fengi hana þegar hún væri dáin. Þegar mann langar mikið  í eitthvað setur maður ekki eitt örlítið andlát eða glæpsamlega hegðun fyrir sig þannig að ég sagði : "Ég skjóta mömmu!" Vopnaeign mín var í lágmarki á þessum aldri þannig að hún lifir enn og seldi festina meðan ég var enn óviti (undir 40 ára aldri).

Dúa, 17.8.2009 kl. 19:11

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahha gott að ég er ekki ein um að vera óforskömmuð.....

Hrönn Sigurðardóttir, 17.8.2009 kl. 21:58

12 Smámynd: www.zordis.com

Allt skriflegt það er málið!

Krútt sem þú ert elsku Hrönnslan min.

www.zordis.com, 19.8.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband