Það blundar í mér bóndi

Ég er að ná svo miklum tengslum við mína innri kvenveru þessa dagana. Hún heitir Have Fun - er örugglega af erlendu bergi brotin - og hana langar svo margt......

Okkur langar að búa í sveit þar sem við getum horft á fallegan fjallahring, eiga hunda og ketti, rækta kartöflur, gulrætur og hænur. Langar að stússast í hrossum með öllu sem því fylgir. Elta þau um mýrar og móa og fara í útreiðartúra á kvöldin með lóuna kvakandi í bakgrunni...... Koma þreyttar inn og sofna í nýja rúminu - sem við bæ þe vei eeeeeelskum ;) Mundi sossum ekki slá hendinni á móti fallegum manni ef hann biði þar. Sérstaklega ekki ef hann væri iðnaðarmaður! Þeir eru nebblega svo handlagnir Tounge 

Ég ætla að hringja í Gissur hjá Vinnumálastofnun og zékka á því hvort hann er ekki til í að hækka aðeins hjá mér bæturnar svo ég hafi efni á sjálfri mér og okkur báðum. Get ekki ímyndað mér að hann neiti mér um það. Ég meina ég hef aldrei beðið hann um neitt áður........ Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Hljómar vel!  Pínu svona rómantískur blær yfir þessu öllu...

Vilma Kristín , 1.7.2009 kl. 13:29

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

"eiga hunda og ketti, rækta kartöflur, gulrætur og hænur".

Spurning hvort þú flytjir ekki bara til mín til að lifa drauminn ?  Það eina sem þú þarft að hafa með þér eru hænur og iðnaðarmaðurinn. 

Anna Einarsdóttir, 1.7.2009 kl. 16:30

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Czékkaðu á þessu ég sé að þú ert alveg að komast á  yrstu nöf!  Iðnaðarmenn geta verið ágætir til síns brúks en varaðu þig á Úkraínuliðinu ég tala sko af reynslu. Heheh en þetta er ekkert rasistakjaftæði bara fakta.

Ía Jóhannsdóttir, 1.7.2009 kl. 16:43

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Ía... ég þarf nú að geta talað við hann! Hvað hélstu að ég ætlaði að nota hann í?

Anna! Ég kem....

Vilma! Ég er laumurómantíker ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 1.7.2009 kl. 16:47

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Gissur er með spes bætur handa þér, þær eru saumaðar á rassinn...

Margrét Birna Auðunsdóttir, 1.7.2009 kl. 17:28

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rækta hænur?  Sniðugt.

Talaðu við Gissur, sakar ekki, en bótaþegar eru vel haldnir á Íslandi eins og allir vita frekjan þín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2009 kl. 22:11

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er að zkammazt út í fólið í mér zem að er zkemmt yfir því að þú zért að ná tengzlum við þína innri kvenveru...

& er kátr með að zteinþegja yfir því, aggurru...

But, have fun....

Steingrímur Helgason, 2.7.2009 kl. 00:11

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Steingrímur. Enda hef ég grun um að þitt fól sé eitthvað líkt mínu fóli :Þ

Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2009 kl. 00:38

9 Smámynd: www.zordis.com

Tengslin eru svo mikilvæg og nú er bara að láta konuhjartað fljóta og okkur hinum að njóta dásemdar er geislar frá þér.

Love and kisses sæta skvís.

www.zordis.com, 2.7.2009 kl. 12:46

10 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

   Það er svo skemmtilegt.

Sólveig Hannesdóttir, 2.7.2009 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.