1.4.2009
Ég breytti statusinum á feisbúkk!
Ég byrjaði daginn á grænum sjeik frá Himneskri Hollustu - nema í mínum meðförum varð hann aðeins út í súkkulaðilit - ég setti peru í hann og hann breyttist úr grænum sjeik í brúnan sjeik - sem er, ef ég á að vera alveg hreinskilin, öllu girnilegri en grænn.........
Hann var svo góður að ég drakk tvö glös! Setti í hann; vatn, spínat, lime, peru, epli, engifer og bláber. Vann svo af alefli fyrir mína frábæru vinnuveitendur fram að hádegi.... eftir það slæptist ég í pollum eins og hver annar eymingi á bótum frá ríkinu - eða eins og ég kýs að kalla það - átti gæðastund með sjálfri mér úti í ekki svo guðsgrænni náttúru en sæmilega blautri allavega....
Ég endaði daginn hins vegar á súkkulaði sjeik frá Kjörís! Kona getur ekki lifað á hollustunni einni saman
Ég er á leiðinni undir rúm - það er vatnsfimi hjá Betu í fyrramálið og ef ég þekki hana rétt þá vill hún koma okkur í kjólinn fyrir páska....... Eins gott að mæta úthvíld í tíma hjá henni
Fyrirsögnin? Ég er, af mínu alkunna innræti, að gera grín að fólki sem tilkynnir á feisbúkk að það hafi verið að blogga
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Ertu með konu sem klæðir þig í kjólinn ?
Ertu algjör prinsessa kerling !?
Anna Einarsdóttir, 1.4.2009 kl. 22:10
Vonandi kemstu nógu snemma undan rúminu til að fara í vatnsfimina.
Helga Magnúsdóttir, 1.4.2009 kl. 22:21
SKÖMMIN ÞÍN !!
ég er bara búin að tilkynna 2var í kvöld á feisbúkk að ég sé búin að blogga..
djö var þetta gott á mig..farin undir borð
Ragnheiður , 1.4.2009 kl. 22:33
Af alkunnri snilld þá ertu uppáhalds grínarinn minn! Þvílík hollusta kona, ertu með sheikvél?
Hér var grænmetis trubbl, grænt á grænt með lax og tómat tutum með mozzarella osti. Finn að ég grennist og mun komast í brúðarmeyjarkjólinn ... jeddúddamía hvað það er komin mikil tilhlökkun í kroppinn ...
Brúðarmeyjan eina og hreina ... Z (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:00
Ég skil ekki hvað þú ert að fara. Hló bara eins og bjáni. Múha.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2009 kl. 23:14
Þetta lýst mér vel á... byrja á hollustu og skipta svo yfir í hitt...
Vilma Kristín , 1.4.2009 kl. 23:36
Kjóllinn? Ég er með lausn. Body paint! Mætti þess vegna vera Hempels skipamálning, ef þetta þarf að vera vatnshelt dæmi.
Einar Indriðason, 2.4.2009 kl. 07:58
Kvöldsjeikinn hljómar mikið betur, á ekki ísinn frá Kjörís annars ekki að vera svo hollur?
Auður Proppé, 2.4.2009 kl. 08:02
Nú ætla ég að prófa svona sjeik eða hvað.
Kristín Katla Árnadóttir, 2.4.2009 kl. 08:31
haha jú hann er alveg meinhollur! Spurning hvort ég snúi mér frekar að molotovkokteilum seinni partinn?
Einar!!
Vilma! Þetta virkar vel...
Jenný
Zordis! Ég á orginal sjeikvél. Gæti hugsanlega galdrað fram sjeikinn sem keypti dularfulla hlutinn í Kaupþingi og rukkað hann.... Ertu búin að finna brúðarmeyjakjólana? Þú manst allt fjólublátt með púffi virkar vel
Anna! Já ég er prinsessa. Ég hef haldið því fram í mörg ár að ég eigi tilkall til krúnunnar í Danaveldi ;)
Helga! Það slapp...
Ragga! tíhíhíhíhíhí
Hrönn Sigurðardóttir, 2.4.2009 kl. 08:34
Cathy!!!
Einar Indriðason, 2.4.2009 kl. 08:37
Hrönn Sigurðardóttir, 2.4.2009 kl. 08:43
Ummmmmmmmm hollustan kvölds og morgna.Sundkona sem klæðir mann í kjólinn?Getur þú sent mér eina?Minn kjóll þrengdist þegar ég hætti að reykja.Held að það sé bilun í skápunum mínum.Flest föt minnkuðu við að ég hætti að reykja.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 09:22
Katla! Prófaðu! Ferlega góður og ábyggilega meinhollur.... svo máttu ábyggilega prófa kvöldsjeikinn líka :)
Hrönn Sigurðardóttir, 2.4.2009 kl. 18:49
Hahaha vona að leikfimin hafi farið vel fram og kjóllinn hafi ekki minnkað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2009 kl. 21:54
En hvað með sporðinn .... Fjólublár er haustliturinn í ár og EINAR hempels á viðkvæma húð er KILLER. Núna þarf ég að sauma stúdenta gardínudressið og svo helli ég mér í brúðarmeyjarkjólana ..... Vill svo til að ég á fjólubláar Gardínu .....
www.zordis.com, 3.4.2009 kl. 13:40
yndislega apparatið mitt
Solla Guðjóns, 3.4.2009 kl. 23:51
ok, ok... ef Hempels á húðina er killer, þá þarf að nota VitaWrap plastfilmu undir! Það er meira segja hægt að for-mála plastfilmuna áður en henni er vafið utan um sporðinn og aðra ugga....
Einar Indriðason, 4.4.2009 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.