Æfingaþerapía

Ég er að hlusta á rás eitt - ég er svo þroskuð Tounge Ég er að bíða eftir morgunleikfiminni. Ég hef áttað mig á því að æfing hefur ómælt gildi, einkum og sér í lagi í morgunleikfiminni. Ég kem til með að vinna ykkur öll á elliheimilinu þegar við stöndum á einari og sveiflum okkur á tá og hæl og  höndum í takt við tónlistina. Þá - krakkar mínir - mun sá tími sem ég hef stundað æfingarnar verða jafn ómetanlegur og það að vera skuldlaus við eurocard og visa....

...það verður heldur ekkert ungmennafélagskjaftæði þar! Það skiptir máli að vinna - ekki að taka þátt!!

En það sem ég ætlaði að segja ykkur var að það rann upp fyrir mér ljós í vatnsfiminni í morgun, þar sem ég barðist við það, blá í framan, að halda bæði floti og takti með naflann austur við hrygg, að endurnýjun skammstafana hefur litið dagsins ljós... 

Voruð þið búin að átta ykkur á því að f.k. sem hefur hingað til staðið fyrir skammstöfunina fyrir Krist getur núna staðið fyrir - fyrir kreppu? Og á frummálinu bc - before crisis? 

Var ekki löngu tímabært að endurskrifa biblíuna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2009 kl. 09:38

2 Smámynd: Ragnheiður

Aumingja Einar !

Hlakkar í Jennýu að geta loksins staðið á Einari á elló.

Djö á eftir að vera gaman á Elló!

Komstu inn á mitt blogg vesenislaust ?

Ragnheiður , 17.3.2009 kl. 09:58

3 Smámynd: Auður Proppé

Góð ertu í morgunsárið, eru þeir ennþá með morgunleikfimi?  Ég er svo óþroskuð að ég hlusta aldrei á RÚV.   Er þá skammstöfunin RÚV búin að breytast í Ráfa Úr Vonleysinu?

Auður Proppé, 17.3.2009 kl. 10:01

4 Smámynd: Vilma Kristín

Hey!  Nú ætla ég að fara að æfa mig... klukkan hvað er þessi morgunleikfimi?  Ég tek sko ekki þátt í neinum nema til að vinna...  Svo nú verður bara æft stíft...

Vilma Kristín , 17.3.2009 kl. 10:20

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Nenna litla....

Ragga! Komst inn algjörlega vesenisfrítt! Ætli við verðum ekki að fara panta pláss á elló svo við getum örugglega öll verið á sama............?

Auður! Ég held að þetta séu sviðsett atriði hjá þeim á RÚV - ég hef þá grunaða um að spila gamla þætti! En þeir eru góðir líka Já.... ráfa úr vonleysinu góð! Og GB er þá alls ekki Great Britain lengur heldur Guðnabakarí

Vilma! 09:45 að staðartíma!

Hrönn Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 10:49

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Pant vera á sama gangi og þú...en ég mun sennilega ekki keppa við þig í leikfiminni, því "kúturinn" mun verða mér til trafala....ég skal vera í klappliðinu og halda utan um "vinningsstigin"

Sigrún Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 10:55

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Biblían eftir Hrönn Sigurðardóttur, metsölubók ! 

Anna Einarsdóttir, 17.3.2009 kl. 12:17

8 identicon

Einar minn?Issssss ég fer líka í sund en hef ekki jafnvægi í neinu mæli

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 13:03

9 Smámynd: www.zordis.com

Spurning að hvetja dömurnar í hópefli og keppa í búnkum .... Hrönn mín eina kæra þú rúllar upp gangakeppninni á Foss!

Ég ætla að hlæja smá og koma svo aftur!

www.zordis.com, 17.3.2009 kl. 14:03

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Heyrðu Hrönnslan mín... viltu hringja í mig! 615 2336

Heiða B. Heiðars, 17.3.2009 kl. 14:34

11 Smámynd: M

þroskuð = gömul

M, 17.3.2009 kl. 15:10

12 Smámynd: Einar Indriðason

(memo to self:  Vera í öryggisskóm með stáltá!)

Einar Indriðason, 17.3.2009 kl. 16:52

13 Smámynd: SigrúnSveitó

þú ert snilli

SigrúnSveitó, 17.3.2009 kl. 20:42

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 21:27

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 17.3.2009 kl. 22:15

16 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

...og ég sem hélt að skamstöfunin F.K. stæði fyrir Fanney Karls......

Fanney Björg Karlsdóttir, 17.3.2009 kl. 22:38

17 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

...og svona þér að segja Hrönnslan mín... þá hefur nútíminn náð inn á elliheimilin líka.... í dag eru sko ekki stundaðar neinar " hæl og tá "... leikfimi.... nei nei.... nú hristast eldri borgarar í takt við geggjaða músík og þá er það sko "hæll og hnakki" sem blívur.........

Fanney Björg Karlsdóttir, 17.3.2009 kl. 22:40

18 Smámynd: Þórbergur Torfason

Svo værukær sem ég er vildi ég ekki lenda með þér á elliheimili.

Þórbergur Torfason, 17.3.2009 kl. 23:21

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Frábær.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.3.2009 kl. 20:12

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hæll og hnakki, ég dey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2009 kl. 20:49

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Jenný! ég er búin að æfa mig í allan dag og ég get sagt þér svona í trúnaði að það er laaaaangt þar til ég næ þessu!

Sjúkkett að ég hef góðan tíma til að æfa

Hrönn Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 21:17

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert frábær Hrönn mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2009 kl. 22:07

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Cesil! *sagði konan hógvær* Þú ert ekki sem verst sjálf

Hrönn Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.