17.3.2009
Æfingaþerapía
Ég er að hlusta á rás eitt - ég er svo þroskuð Ég er að bíða eftir morgunleikfiminni. Ég hef áttað mig á því að æfing hefur ómælt gildi, einkum og sér í lagi í morgunleikfiminni. Ég kem til með að vinna ykkur öll á elliheimilinu þegar við stöndum á einari og sveiflum okkur á tá og hæl og höndum í takt við tónlistina. Þá - krakkar mínir - mun sá tími sem ég hef stundað æfingarnar verða jafn ómetanlegur og það að vera skuldlaus við eurocard og visa....
...það verður heldur ekkert ungmennafélagskjaftæði þar! Það skiptir máli að vinna - ekki að taka þátt!!
En það sem ég ætlaði að segja ykkur var að það rann upp fyrir mér ljós í vatnsfiminni í morgun, þar sem ég barðist við það, blá í framan, að halda bæði floti og takti með naflann austur við hrygg, að endurnýjun skammstafana hefur litið dagsins ljós...
Voruð þið búin að átta ykkur á því að f.k. sem hefur hingað til staðið fyrir skammstöfunina fyrir Krist getur núna staðið fyrir - fyrir kreppu? Og á frummálinu bc - before crisis?
Var ekki löngu tímabært að endurskrifa biblíuna?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2009 kl. 09:38
Aumingja Einar !
Hlakkar í Jennýu að geta loksins staðið á Einari á elló.
Djö á eftir að vera gaman á Elló!
Komstu inn á mitt blogg vesenislaust ?
Ragnheiður , 17.3.2009 kl. 09:58
Góð ertu í morgunsárið, eru þeir ennþá með morgunleikfimi? Ég er svo óþroskuð að ég hlusta aldrei á RÚV. Er þá skammstöfunin RÚV búin að breytast í Ráfa Úr Vonleysinu?
Auður Proppé, 17.3.2009 kl. 10:01
Hey! Nú ætla ég að fara að æfa mig... klukkan hvað er þessi morgunleikfimi? Ég tek sko ekki þátt í neinum nema til að vinna... Svo nú verður bara æft stíft...
Vilma Kristín , 17.3.2009 kl. 10:20
Já Nenna litla....
Ragga! Komst inn algjörlega vesenisfrítt! Ætli við verðum ekki að fara panta pláss á elló svo við getum örugglega öll verið á sama............?
Auður! Ég held að þetta séu sviðsett atriði hjá þeim á RÚV - ég hef þá grunaða um að spila gamla þætti! En þeir eru góðir líka Já.... ráfa úr vonleysinu góð! Og GB er þá alls ekki Great Britain lengur heldur Guðnabakarí
Vilma! 09:45 að staðartíma!
Hrönn Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 10:49
Pant vera á sama gangi og þú...en ég mun sennilega ekki keppa við þig í leikfiminni, því "kúturinn" mun verða mér til trafala....ég skal vera í klappliðinu og halda utan um "vinningsstigin"
Sigrún Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 10:55
Biblían eftir Hrönn Sigurðardóttur, metsölubók !
Anna Einarsdóttir, 17.3.2009 kl. 12:17
Einar minn?Issssss ég fer líka í sund en hef ekki jafnvægi í neinu mæli
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 13:03
Spurning að hvetja dömurnar í hópefli og keppa í búnkum .... Hrönn mín eina kæra þú rúllar upp gangakeppninni á Foss!
Ég ætla að hlæja smá og koma svo aftur!
www.zordis.com, 17.3.2009 kl. 14:03
Heyrðu Hrönnslan mín... viltu hringja í mig! 615 2336
Heiða B. Heiðars, 17.3.2009 kl. 14:34
þroskuð = gömul
M, 17.3.2009 kl. 15:10
(memo to self: Vera í öryggisskóm með stáltá!)
Einar Indriðason, 17.3.2009 kl. 16:52
þú ert snilli
SigrúnSveitó, 17.3.2009 kl. 20:42
Hrönn Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 21:27
Solla Guðjóns, 17.3.2009 kl. 22:15
...og ég sem hélt að skamstöfunin F.K. stæði fyrir Fanney Karls......
Fanney Björg Karlsdóttir, 17.3.2009 kl. 22:38
...og svona þér að segja Hrönnslan mín... þá hefur nútíminn náð inn á elliheimilin líka.... í dag eru sko ekki stundaðar neinar " hæl og tá "... leikfimi.... nei nei.... nú hristast eldri borgarar í takt við geggjaða músík og þá er það sko "hæll og hnakki" sem blívur.........
Fanney Björg Karlsdóttir, 17.3.2009 kl. 22:40
Svo værukær sem ég er vildi ég ekki lenda með þér á elliheimili.
Þórbergur Torfason, 17.3.2009 kl. 23:21
Frábær.
Kristín Katla Árnadóttir, 18.3.2009 kl. 20:12
Hæll og hnakki, ég dey.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2009 kl. 20:49
Já Jenný! ég er búin að æfa mig í allan dag og ég get sagt þér svona í trúnaði að það er laaaaangt þar til ég næ þessu!
Sjúkkett að ég hef góðan tíma til að æfa
Hrönn Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 21:17
Þú ert frábær Hrönn mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2009 kl. 22:07
Takk Cesil! *sagði konan hógvær* Þú ert ekki sem verst sjálf
Hrönn Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.