4.3.2009
Rix
Ég hef tekið upp nýtt göngulag - það kallast rigs og framkallar miklar harðsperrur í magavöðvum kannski mest vegna þess að ég er að reyna að flissa ekki upphátt að sjálfri mér þar sem ég rixa eftir árbakkanum í myrkrinu - ég meina, ekki vil ég byrja daginn á að særa sjálfa mig..........
Rigsið er þannig að naflinn er dreginn inn - alveg austur að hrygg, rassinum er slakað upp um nokkrar tommur, axlirnar eru slakar og hálsinn langur...... og svo sveifla ég höndunum þannig að hermenn austur í Kína yrðu stoltir af að þekkja mig! Ljónshjartað eltir mig lafmóður en nær engum takti - enda stoppar hann við hvern staur til að lyfta fæti............
Ég mæli með því að þið prófið! Það gerir engum illt að flissa aðeins að sjálfum sér þegar enginn sér til
Svo hef ég ákveðið að konan í færslunni hér aðeins neðar - sú sem kom upp þegar ég gúgglaði mig á sjálfshátíðardeginum - hún verður fengin til að leika mig þegar hetjumyndin um mig verður gerð! Það er svo þægilegt - sama nafn..... svipaður vöðvamassi...........
Hver verður fenginn til að leika þig?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Ég segi eins og þú; ekki vil ég byrja daginn á að særa mig !
Því get ég ekki sagt núna hver leikur mig.
Anna Einarsdóttir, 4.3.2009 kl. 08:24
Rigs er spennandi konsept í morgunsárið .... Ekki verra þótt einhver væri á ferli og gæti flissað með mér.
Ég er ekki alveg viss hver myndi fara með mitt hlutverk en það er spurning hvort ég yrði í áhættuatriðum og þ.a.l. alltaf með staðgengil og alnöfnu í öllum atriðum.
www.zordis.com, 4.3.2009 kl. 08:50
Þú ert nú ekkert venjuleg, Hrönn Búinn að frussa kaffinu yfir Fréttablaðið, en Mogginn rétt slapp, enda varla meira en bæklingur orðinn og erfitt að hitta á hann. Það endar með því að Ölfusá breytir um farveg ef "Rixað" verður mikið meira á bökkum hennar. Ekki að undra að hundurinn haldi engum takti lengur.... Það er ekki langt í að hann fari að labba í hina áttina.
Halldór Egill Guðnason, 4.3.2009 kl. 08:54
Ljónshjartað? Nei - hann yfirgefur mig ekki... :)
Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2009 kl. 09:11
Það er nú einfalt að finna einhverja kellingu til að leika mig, hún þarf bara að vera í svipuðum hlutföllum og hundasúruþúfa !
Ragnheiður , 4.3.2009 kl. 11:14
...."Rigsið er þannig að naflinn er dreginn inn - alveg austur að hrygg,..." ...Einn góðan veðurdag ætla ég að vakna í bítið, liggja í leyni og berja þennan atburð augum.......ahahahaahahah.... þú drepur mig kona....
Fanney Björg Karlsdóttir, 4.3.2009 kl. 11:45
Þú ert mögnuð..........
Kristín Katla Árnadóttir, 4.3.2009 kl. 11:48
Ahaahaha Þú mátt til að sýna okkur tæknina ...naflinn austur að hrygg....Þú dásamlega mannvera
Ég veit ekki hvort ég vil láta leika mig ......ég mundi allavega ekki horfa á það.....
Solla Guðjóns, 4.3.2009 kl. 12:37
Þú bregst ekki frekar en fyrri daginn
Sigrún Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 15:27
Ég rigga upp sjálfshátíð. Þér er boðið.
Krútti.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.3.2009 kl. 16:17
Ef þú dregur naflann alveg austur að hrygg... Hvernig er þá ... Lundin í þér?
Góð? Meyr? Marineruð?
Og, nei, ég veit ekki hver ætti að leika mig.
Einar Indriðason, 4.3.2009 kl. 16:53
Hefurðu prófað að strunsa?
Helga Magnúsdóttir, 4.3.2009 kl. 18:06
hahaha ég held ég verði nú bara að liggja í felum með Fanney til að sjá þetta rigs þigg
Dísa Dóra, 4.3.2009 kl. 21:50
Stelpur! Þið komið bara með... það verður sláttur á okkur :)
Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2009 kl. 21:52
ha ha ha
Ég prófaði einu sinni að slugsast áfram en það gekk ekki neitt eða réttara sagt ég.
Marinó Már Marinósson, 4.3.2009 kl. 23:27
Vá, hljómar spennandi... ég er að spá að taka æfingar á göngustígnum bak við hús hjá mér. Reyndar með fullt af áhorfendum úr nærliggjandi húsum, en það er líka gott að geta skemmt öðrum.
Mér dettur hins vegar engin í hug sem er tilvalin í að leika mig. Ef ég mætti velja samt svona bara af handahófi myndi ég segja Meg Ryan, hún er nægilega aulaleg á köflum.
Vilma Kristín , 5.3.2009 kl. 08:30
Hér er ... slegið-um-sig með alls konar orðum... það verður bæði strunsað, rixað, sluxað... naflar verða í allar áttir, en þó aðallega í austurátt.... svo þarf að ganga hinn hringinn til baka, svo hægt sé að draga naflann í vesturátt, og vinda ofan af....
Hvar ætli sé best að setja földu myndavélarnar upp... mig langar til að sjá þegar þið eruð að undirbúa ykkur og teygja á... og mig langar sérstaklega til að sjá hvernig þið í raun og veru ... dragið naflann í austurátt alveg inn að hrygg!
Þetta gæti jafnvel orðið myndband í "fyndnustu heimilismyndböndin"?
Einar Indriðason, 5.3.2009 kl. 08:31
Maður þarf að fara að gera sér ferð þarna út á land, og taka myndir.
Fer þetta Rix fram á kristilegum tíma?
Þröstur Unnar, 5.3.2009 kl. 11:01
Hver leikur ljónshjartað?Lassi? Angelina Jolie leikur mig ekki spurning.Erum eins vaxnar og erum með sama háralit RIX eða RIGS?Naflinn færist óðfluga fjær lundunum eftir að ég hætti að reykja.Ég vissi ekki að nikótínskortur hefði áhrif á lundirnar
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:54
Nei Marinó! Slugs gengur voða sjaldan...
Vilma! Mæli með því!
Einar! ....ogef við förum í vesturátt aftur- þarf að byrja á öllu uppá nýtt því annars endum við bara úti í mýri........
Þröstur! Hvað er kristilegur tími? Og til öryggis nei....
Ljónshjartað verður vitaskuld leikin by him self......
Hrönn Sigurðardóttir, 5.3.2009 kl. 12:39
Veistu.......... meðan ég las þessa færslu þína, þá fór ég ósjálfrátt að gera allar þessar kúnstir (hóst) en varð að hætta þegar koma að því að sveifla handleggjunum. Er nefnilega sitjandi sjáðu til og hefði orðið að standa upp og er það aðeins of mikil fyrirhöfn eins og er.
Varðandi það hver myndi leika mig, þá býst ég við að ég sé aðeins betur sett en margur þar sem ég á mér eineggja tvíbura.
Knús á þig sæta
Tína, 5.3.2009 kl. 14:59
Heyrðu já! Þú ert náttúrulega í góðum málum hvað það varðar. Knús á þig til baka krútt
Hrönn Sigurðardóttir, 5.3.2009 kl. 15:35
Ég veit alveg hver verður látin leika mig; Margrét Ákadóttir, við erum svo likar að barnabörnin mín tóku feil á okkur í myndinni um Duggholufólkið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2009 kl. 17:36
Mikið gasalega held ég að þú sért dásamleg ásýndar í þínu rixi meðfram árbakkanum....
Mér finnst að Britney Spears ætti að leika þig frekar en þessi ímyndbandinu - og Hólí Mólí leika mig. Grace Kelly hefði gert það ef hún hefði enn verið í sínum síðasta jarðarlíkama, en hún er farin á himnesku gresjurnar, því miður.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.3.2009 kl. 18:19
Bergljót Hreinsdóttir, 5.3.2009 kl. 22:17
hahaha já og ef ég bætist í hópinn með rixið þá verður aumingja stubbur minn sennilega illilega sjóveikur í vagninum sínum sem ég yrði jú að hafa með í för
Dísa Dóra, 6.3.2009 kl. 22:56
Þú yrðir að hafa hann í poka á bakinu. Það er ekkert rúm fyrir barnavagn í rixi
Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 23:28
Rix er farið að hljóma eins og viss tegund af breik-dansi...
Einar Indriðason, 8.3.2009 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.