Einn af þeim....

Ég vaknaði snemma, fékk mér banana og morgunsnafsinn, nýkreista sítrónu! Alltaf gott að byrja daginn súr í bragði.....

Fór svo í langan göngutúr með Ljónshjartað. Úti er glampandi sól, snjórinn glitrar og sindrar og hálkan er minni en ég hélt. Ég uppskar svo svakalegan hausverk af allri þessari árans ekkisens útiveru og hreysti að mér finnst eins og hausinn á mér sé að klofna...... Þetta ætti að kenna manni að sofa bara lengur og borða frekar kók og cocopuffs í morgunmat Tounge

Í hverfisversluninni var kortinu mínu hafnað með þeim skilaboðum að innistæða væri ekki næg W00t en ég var svo stálheppin að næsti maður í röðinni var leynilögreglumaðurinn á frívakt og hann lánaði mér aur. Kemur sér stundum vel að þekkja ríkisstarfsmenn Happy

Og úr því að ég er á annað borð örg þá tilkynnist hér með að ég á erfitt með umbera það þegar fólk bloggar og sendir svo bloggið sitt í skilaboðakerfinu til bloggvina sinna. Héðan í frá fá þessir aðilar sömu meðferð og rasistarnir fengu hjá mér hér um árið. Þeir verða lækkaðir í bloggvinaröðinnni og á endanum lenda þeir út af honum!

Ætla að fleygja mér undir rúm og athuga hvort ég lagast ekki - allavega af hausverknum. Á meðan - taktu tvær magnyl Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... ég sem te maður get nú bara upplýst að fátt er óhollara en heilsute... þvílíkur viðbjóður... maður á að vara sig á of mikilli hollustu... en það er nú allt í lagi að vera ergilegur stundum til þess að geta verið skemmtilegur eftirá... eins og rigningin og sólin... skilurðu...

Brattur, 28.2.2009 kl. 14:05

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég verð líka örg þegar fólk sendir "auglýsingu" í skilaboðakerfinu.  Henti einum duglegum auglýsanda út í fyrradag.

Vonandi lagast þú Hrönn. 

Anna Einarsdóttir, 28.2.2009 kl. 14:27

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir að taka upp þetta með bloggskilaboðin.

Þetta er að gera mig brjálaða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.2.2009 kl. 14:53

4 Smámynd: Vilma Kristín

Hollusta er bara góð í hófi... er það ekki?

Vilma Kristín , 28.2.2009 kl. 16:41

5 Smámynd: Dísa Dóra

sammála þér með bloggskilaboðin.  Það er eins og fólk treysti manni ekki til að lesa þá sem eru á vinalistanum manns.

Vonandi heldur sig hausverkurinn fjarri þér það sem eftir lifir helgar allavega

Dísa Dóra, 28.2.2009 kl. 17:17

6 Smámynd: Ragnheiður

Það er nú kannski von að fólk treysti manni ekki til að lesa hehe, ég les bara örfáa orðið. Ég er hinsvegar sammála þér að þetta er hvimleitt og fyllir stjórnborðið ..

Knús á þig súra kona.

Ragnheiður , 28.2.2009 kl. 17:23

7 Smámynd: Ólöf Anna

Sko Laugardagur er alþjóðlegur nammi dagur sá sem borðar hollt á laugardögum er dæmdur til að fá hausverk og linar hægðir!!

Ég hélt að þú vissir þetta Hrönn!!

Ólöf Anna , 28.2.2009 kl. 18:44

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég er svo stálheppin að eiga bara frábæra bloggvini sem senda mér ekki svona skilaboð :) Myndi ekki fíla það neitt sko.

Vonandi er hausverkurinn þinn farinn, mín kæra.

SigrúnSveitó, 28.2.2009 kl. 19:30

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heppin Sigrún!

Mín viðbrögð við svona skilaboðum eru að eyða þeim undireins og lesa ALLS EKKi viðkomandi blogg! En ég er líka þverhaus.......

Jú - ég er á því að hollusta sé bara góð i bland við hitt :)

Hrönn Sigurðardóttir, 28.2.2009 kl. 22:27

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið er ég sammála þér með bloggskilaboðin frá nánast því alltaf sömu manneskjunum, liggur við í hvert skipti sem þau setja inn færslur, þetta er að gera mig gráhærða (var það reyndar fyrir). Ætti kannski að taka upp sama system og þú, lækka þá í "tign"

Huld S. Ringsted, 28.2.2009 kl. 23:13

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Alveg rétt þess háttar skilaboð eru nú bara asnaleg. Ég fæ ávallt frá tveim í hvert sinn er þeir blogga....fyrst hljóp ég eftir því og hélt að þarna væri eitthvað meiriháttar á ferð...NOT... svo fékk ég núna í gær eða nótt heilt blogg....í skilaboðin!!!!  ER FÓLK EKKI AÐ FATTA AÐ VIÐ BLOGGVINIR SJÁUM ALLTAF HVER ER MEÐ NÝTT BLOGG Ég vona að maður verði aldrei svo leiðinlegur bloggari að maður þurfi að fara að senda út tilkynningu í hvert skipti.....

Hahaha mig sár vantaði leynilöggumann á frívakt í dag

Solla Guðjóns, 28.2.2009 kl. 23:59

12 identicon

Ég þoli ekki svona skilaboð.En mikið ertu heppinn að þekkja ríkisstarfsmann sem á peninga í lok mánaðarins.Ég þekki eina leynilöggu á Selfossi,það skyldi þó ekki hafa verið hann?????Jú sennilega.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 14:05

13 Smámynd: www.zordis.com

Ég elska svona áreiti og hef því miður ekki tekið uppá því! Var að hugsa um Suður Jótland og skútur i dag í bland við það að dreypa á kampavíni með tengdó!

Þú hefðir átt að vera þar :-)

Knús og puðr og allt það sætasta sem mér dettur til hugar!

www.zordis.com, 1.3.2009 kl. 19:47

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skemmtilegt Zordis í ljósi þess að ég fékk póst frá Suður Jótlandi í dag ;) Ertu haldin dulrænum hæfileikum? knus og kram yfir hafið.....

Veit ekki Birna Dís! Þurfum við hittast og skiptast á leynilegum upplýsingum - eða eins og það heitir á frummálinu: classified information....... :Þ

Segðu Solla! Ríkisstarfsmenn eru góðir vinir :)

Huld! Þetta svínvirkar!

Hrönn Sigurðardóttir, 1.3.2009 kl. 19:51

15 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Obbobobb...mín bara pínu úfin í dag??? Kannski sítrónan???

Sendi þér bara fallegar hugsanir og vona að morgundagurinn verði miklu betri...

Knús á þig Hrönnslan mín og lítill engill í kaupbæti....

PS: Lofa að senda ALDREI skilaboð þótt ég bloggi...

Sjá mynd í fullri stærð

Bergljót Hreinsdóttir, 1.3.2009 kl. 22:14

16 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég yrði líka fúl og brjál ef ég þyrfti að fara út á nóttunni með hund í hálku og þurfa svo að standa í röð peningalaus og láta lögguna eysa mig út...og fá svo ekkert út úr allri þessari fyrir höfn nema hausverk og endalaus skilaboð um að lesa böggandi blogg.

Hrönn mín..þú þarft að komast á skútu við suður jótland..það segja mér kænar konur!!! Ekki seinna en strax

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.3.2009 kl. 00:57

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þoli það ekki þegar tölvan í bankanum gerir svona "mistök" varðandi inneignina mína...þoli ekki heldur færsluskilaboðin

Ég dýrka bloggin þín

Sigrún Jónsdóttir, 2.3.2009 kl. 01:26

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

sennilega er þetta ekki hollustunni að kenna ef svo er hætti ég við að hætta að drekka kaffi. það er gott að hitta hjálpsama.

KærleiksLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.3.2009 kl. 07:52

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sennilegar var þetta eitthvað tilfallandi. Ég hef allavega haldið áfram að borða banana og sítrónusnafsinn og hausverkurinn fylgir ekki....

Katrín! Þetta er góð hugmynd - láta sig líða bara í seglskútu við suðurströnd Jótlands.

Sigrún

Takk Bergljót - ég skil ekki þessa áráttu......

Hrönn Sigurðardóttir, 2.3.2009 kl. 09:30

20 Smámynd: Tína

Halló tjelling.

Tek undir með þér hvað varðar skilaboðin. En ég er reyndar svo lánsöm að það er bara ein sem gerir þetta. 

Fer svo fljótlega að kíkja í kaffi og muffins a la Hrönn. Knús á þig á meðan

Tína, 2.3.2009 kl. 11:04

21 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

HA !!!! áttu muffins..???

Fanney Björg Karlsdóttir, 2.3.2009 kl. 11:54

22 identicon

Já endilega hittumst.Ég get þá sungið gospell á þig.Ég syng (ásamt KICK kórnum )í Keflavíkurkirkju í kvöld.Ég er ekki aðalatriðið aldrei þessu vant.Ég mæma

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:21

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Slæmt með hausverkinn Hrönn mín, ég er alltaf með hausverk á þessum tíma, það gerir birtan, síðan ég fattaði að ganga með sólgleraugu, jafnvel þó ekki sé sól líður mér strax betur.  Þú ættir að prófa.  Annars knús á þig elskuleg mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2009 kl. 22:05

24 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég iðrast Hrönn og mun aldrei gera þetta aftur   . Var ekki búin að sjá að þú værir svona örg eða reikna það út að þú værir í viðnámi gegn boðskap rómantískra jafnaðarmanna.

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.3.2009 kl. 17:07

25 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj Gulli minn! Þér er fyrirgefið - það var nú að vísu ekki þú sem ég er að vísa til í þessari færslu en gott hún kom að notum

Láttu þetta bara ekki koma fyrir aftur ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 3.3.2009 kl. 18:18

26 Smámynd: www.zordis.com

Fáðu þér annan snafs og Jótland er inn!

www.zordis.com, 3.3.2009 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband