8.2.2009
Nostalgía
Ég var að lesa gamalt blað með morgunkaffinu..... Matur og Vín heitir það. Þar eru oft góðar uppskriftir og viðtöl við hina og þessa. Ég staldraði við viðtal við (takið eftir öllum viðunum.... mætti halda að ég væri úr iðnaðarmannahéraði ) Tomma í Tommaborgurum og þá fór ég að hugsa.......
Ég renndi mér allt til árs fyrsta alvöruhamborgarans sem ég smakkaði. Hann var vitaskuld keyptur í útlöndum því hér fengust engir almennilega sveittir borgarar í þá gömlu góðu........ á Strikinu nánar tiltekið - ég hef snemma byrjað að njóta lífsins lystisemda í Danmörku en þetta er ekki saga um það..... Mig minnir samt endilega að minn fyrsti borgari hafi heitað Whopper Burger frekar en Burger King. Ég man ég fylltist valkvíða miklum yfir öllu því úrvali af hamborgurum og meðlæti sem þar gat að líta..... Ég man líka að mér fannst hann ekkert spes...
Fyrir nokkrum árum vaknaði ég óvenjuþunn og skundaði um miðjan dag í næstu sjoppu og verslaði einn sveittan borgara alltaf gott að borða bras í því ástandi. Síðan hef ég ekki borðað hamborgara! - Nú hélduð þið að ég ætlaði að segja: Síðan hef ég ekki vaknað þunn
Lifið í lukku
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Ég man ennþá fyrsta Tommaborgarann minn þegar Tommi opnaði á Laugaveginum rétt við Hlemm. VÁ, algert æði og ég var ekki þunn
Auður Proppé, 8.2.2009 kl. 14:10
Abbababb.
Matur og vín ? Ég sé í gegnum þetta. Þú varst að lesa um vínin.
Anna Einarsdóttir, 8.2.2009 kl. 14:33
Já og sleiktir út um ! Hamborgari hvað !
Hey, ég verð heima á morgun...flensan leyfir enn ekki vinnudaga
Ragnheiður , 8.2.2009 kl. 15:31
ok Ragga! Ég rata þangað núna..... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 15:33
Mér finnst mynd af sveittum borgara fylla mig af hálfgerðu ógeði örugglega hægt að fá fullt af svoleiðis á borgarafundum eller hur!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2009 kl. 16:06
mmmm, hamborgari er nú eiginlega svona matur sem klikkar ekki og nauðsynlegur á þynnkudögum! Algjörlega!
Vilma Kristín , 8.2.2009 kl. 16:57
Ég get rétt ímyndað mér hvar þessi "þynnkuborgari" endaði....nánast ómeltur
Sigrún Jónsdóttir, 8.2.2009 kl. 19:31
Um tvítugsaldurinn var ég að vinna á kvöldin í Barón á Laugaveginum og þar kynntist ég almennilegum hamborgurum og slefa við minninguna
Dísa Dóra, 8.2.2009 kl. 21:09
Ég man eftir Barón sem Dísa Dóra talar um.
Ég man líka hvað mér þóttu Tommaborgarar góðir. Ég hef ekki smakkað þá nýju. Þ.e. af hamborgarabúllunni.
Ég trúi því ekki að þú hafir ekki étið hamborgara i nokkur ár!! En franskar?
Jóna Á. Gísladóttir, 9.2.2009 kl. 11:19
Jú ég hef úðað í mig frönskum!
Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 11:53
Þá er nú kominn tími á að fá sér "búllu-borgara" hjá Tomma! NAMMI GOTT!
Einar Indriðason, 9.2.2009 kl. 12:44
Þynnkuborgariég á sögu um þynnku svið.Hafið þið verið ógeslega þunn og borðað heit svið?Það er eitthvað sem maður gerir bara einu sinni
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 13:37
Hmm... Á ég að bæta í? Sviðasulta, út í búð... hlaupkennd. Sett á disk. Diskurinn settur í örbylgjuofninn... svona til að taka mesta frostið úr sviðasultunni. Hlaupið breyttist í vatnskennda efnablöndu....
Og sviðabitarnir út um allt. Smakkaðist ágætlega, en það kom grænn svipur á borðfélagana.
(Og þetta hef ég gert amk 3svar... alltaf grænn svipur á borðfélagana....)
Einar Indriðason, 9.2.2009 kl. 13:59
Ó, þúúúúú, enginn minnist eins og þúúúú, enginn minnst hamborgara í þynnnnnnnku, nneeeeeeeemmmma þúúúú.
Þetta var lélegur texti við frábært lag, en saminn um frábæra konu. (Sko, þarna reddaði ég mér fallega....)
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2009 kl. 18:12
Eg mun dæna með þér sveittan borgara hvar sem er í heiminum .... Eða bara eitthvað annað ....
www.zordis.com, 9.2.2009 kl. 19:48
Oj Einar.....
Guðný Anna! Þarna reddaðirðu þér fyrir horn.
Zordis! <3
Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 20:05
Ha ha ha...
Bergljót Hreinsdóttir, 9.2.2009 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.