28.1.2009
Björn Bjarnason
Ég er að verða eins og gamla fólkið! Ekki að það sé neitt slæmt sko - sumt af mínu bezta gamla fólki eru vinir.......
Klukkan er rétt að slá í þrjú og i dag hef ég; unnið, farið út með hundana í laaaaangan göngutúr, hvar ég talaði við allt gamalt fólk sem ég hitti, tekið til, farið í búðina og bakað snúða og muffins!
Ég á bara eftir að baka brauð og elda kvöldmat - þá get ég farið að sofa um sexleytið og byrjað all over á morgun! Nema kannski ívið fyrr. Svo endar þetta með því að ég verð farin að vinna á nóttunni, á náttúrulega næturvinnutaxta og stórgræði
Ég hef líka lesið blogg og þar sem ég hef skilið eftir athugasemdir hef ég vandað mig óskaplega að setja greinarskil og kommur á rétta staði......
Svo datt mér þessi stórgóða hugmynd í hug..... Allir þeir sem í gegnum tíðina hafa lofað að gera eitthvað fyrir mig, hvort sem það er að staga í sokka eða senda mér myndir verða böggaðir þar til þeir hafa skilað sínu
Smátt og smátt færi ég mig svo í aukana og nafngreini þá sem mér verður náttúrulega farið að mislíka alveg hrikalega við. Ég meina, fólki er ekki stætt á því að standa ekki við það sem það segir...
Hugsanlega þjáist ég líka af fráhvarfseinkennum og þyrfti bara að standa fyrir sýsló með pottlokið og sleifina og berja taktinn...... Vanhæfur sýslumaður - óli út!!
Svo kæmi óli út og færi með mér heim og borðaði snúðana mína
Lifið í lukku
Athugasemdir
Martröð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 16:14
Getur þú ekki prófað að heimta nýja brú yfir Ölfusá og svo mótmæla slöppu liði í spurningakeppninni í ár?
Marinó Már Marinósson, 28.1.2009 kl. 16:23
...hugsanlega yrði ég þá send næst..... Tek ekki sjensinn á því ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 28.1.2009 kl. 18:30
... Hrönn opnaðu bakarí... þú ert að baka snúða, muffins og brauð alla daga... bakaðu á nóttunni á dýrasta taxanum... þú verður moldrík fyrr en varir...
Brattur, 28.1.2009 kl. 19:18
Það væri nú samt gaman að sjá þig í tvíinu.
Marinó Már Marinósson, 28.1.2009 kl. 21:04
Treystu mér Marinó! Ég mundi fokka því öllu upp í fíflagang..... ;)
Brattur! Ekki alla daga - en oft......... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 28.1.2009 kl. 21:09
Hvað gerðir þú við Björn Bjarnason?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:29
Senda þér myndir ? Hahhhh..... þú ert pottþétt ekki að tala til mín. Ég skulda þér bara eina mynd.
Ekki mynd-IR.
Anna Einarsdóttir, 28.1.2009 kl. 22:15
Ætla að senda þér hana snöggvast....... af mér og Jóni Kristjánssyni fisksala.
Anna Einarsdóttir, 28.1.2009 kl. 22:17
Hvernig væri að senda mér eitthvað af öllu þessu bakkelsi? ha? ha?
Jóna Á. Gísladóttir, 29.1.2009 kl. 00:01
Hrönn í Útsvarið....BÚM, BÚM....búm,búm, búm
Sigrún Jónsdóttir, 29.1.2009 kl. 00:20
Já, og látum Hrönn hlaupa að bjöllunni. Já, og leika líka!
*Það* yrði þáttur sem ég myndi sko *EKKI* missa af!
Einar Indriðason, 29.1.2009 kl. 00:36
Einar .. hvað meinaru með "þáttur"... þetta yrðu þættir.... allavega ein sería....og svo myndi önnur fylgja í kjölfarið.....koma út á DVD... rokseljast ....vá frábært....
Hrönn í Útsvarið... BÚM, BÚM... búm,búm,búm
Fanney Björg Karlsdóttir, 29.1.2009 kl. 00:43
Játs!
Nú er það næsti kafli í búsáhaldabyltingunni... Við mætum fyrir utan Selfoss... og berjum trommur... "Hrönn í Út-svar-ið ... Búmm búmm búmm, Hrönn í Út-svar-ið... Búmm búmm búmm..."
Friðsamleg samkoma, að sjálfsögðu!
Einar Indriðason, 29.1.2009 kl. 00:46
Já þið segið það
Hrönn !!!! ætlar þú að ná Óla út svo inn.....lát'ann éta snúð og hvað svo ????????Ætlar þú að koma honum fyrir kattarnef...og fara svo í útsvarið og svara spurningunni : Hvað varð um þvaglegginn??? og þú myndir svara : það veit ég ekki ....ég gaf honum snúð !!!!!
Ég er í galsa stuði ......ekki nývöknuð.......
lovjú..
Solla Guðjóns, 29.1.2009 kl. 02:21
Hrönn í útsvarid.....Hvad er útsvarid???Fór á stúfanna og fann tá ad tetta er spurningartáttur milli sveitarfélaganna.
Hrönn í útsvarid búm búm ...búm búm búmm.
Hvadan færdu alla tessa orku Hrönn mín.Gætir tú kannski sent mér smá uppskrift og kannski nokkra snúda med.
Knús og kreistur til tín.
Gudrún Hauksdótttir, 29.1.2009 kl. 08:33
Kann ekki að stoppa í sokka og hef aldrei lofað þér mynd. Fjú, rétt slapp fyrir horn.
Helga Magnúsdóttir, 29.1.2009 kl. 13:53
Dúllan mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.1.2009 kl. 14:07
Hey vá ég kem í heimsókn og borða eitthvað af öllu þessu bakkelsi
En skal aveg vera með hinum í "Hrönn í Út-svar-ið ... Búmm búmm búmm, Hrönn í Út-svar-ið... Búmm búmm búmm..."
Dísa Dóra, 29.1.2009 kl. 17:23
Óli út! hahahahaha!!! Settu hann frekar inn. Hann gerir minna af sér það
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2009 kl. 11:43
Hvenær opnar bakaríið???Þá rennir maður nú astur og fyllir bílinn....hendir í kostuna og hugsar um þig í hvert sinn sem maður fær sér bakkelsi...uhmmmm...
Og..já já...endilega...Hrönn í útsvarið...búmm....búmm....búmm....!!!
Vá hvað verður gaman á nýja Íslandi!!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 30.1.2009 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.