27.1.2009
Bæ bæ gamla Ísland....
......sagði Hallgrímur Helgason á borgarfundinum sem ég fór á í gærkvöldi!
Sem ábyrgur mótmælandi mætti ég snemma til að taka frá sæti fyrir síður ábyrga mótmælendur.....
Þangað mættu þingmenn kjördæmisins. Bæði þeir sem hafa sagt af sér sem og aðrir. Sjálfstæðismenn opinberuðu sína andlegu eyðimörk. Þeir eiga ekki sök á einu né neinu. Hinsvegar átti Samfylkingin alveg sinn þátt og Björgvin einna stærstan og óx hans hlutur töluvert eftir að hann yfirgaf samkvæmið. Ég verð að segja, þó það hafi svo sem ekki komið mér á óvart, að það var sorglegt að fylgjast með málflutningi þingmanna sjálfstæðisflokksins á fundinum. Það jaðraði við að ég opinberaði fyrir aðkomumönnunum hvað ég skammaðist mín fyrir þau, en vitaskuld gerir maður það ekki...... ekki opinberlega.......
Ég upplifði fundinn svolítið eins og framboðsfund - sem mér fannst ekki tímabært - en segir mér meira en annað um að nú sem aldrei fyrr er þörf á fólki á þing sem hugsar heildstætt um almannahag og þau vandamál sem blasa við íslenzkum fjölskyldum og fyrirtækjum og ekkert annað! Ég vil líka fá erlenda rannsóknaraðila á staðinn - þeir eru bara one phonecall away eins og einhver sagði.
Ég "saknaði" sýslumannsins á fundinum. Hann mætti ekki - sjálfsagt verið upptekin í æfingum fyrir spurningkeppni eða eitthvað. Fólk þarf nú að forgangsraða.......
Athugasemdir
Alveg merkilegt miðað við hvað stjórnarsamstarfið var alltaf ljúft og gott hvað það er mikið skítkast núna á milli flokkanna. Allt hinum að kenna. Maður gæti haldið að þau hefðu ekki verið að segja satt þegar þau sagði að allt væri í besta lagi...
Vilma Kristín , 27.1.2009 kl. 19:22
Mér líður eins og skilnaðarbarni!
Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 19:28
Sandkassaleikur. (Og þroskastigið eftir því.)
Einar Indriðason, 27.1.2009 kl. 20:21
Hvað ætlaðirðu að gera við sýslann ?
Hann hefur áreiðanlega "bara" verið að taka þvagprufu
Ragnheiður , 27.1.2009 kl. 20:31
Er brjálað að gera hjá þér elsku kjéddlingin mín! Hvar var blessaður hummmm ... ekki gott að segja og vonandi var hann ekki að taka prufur!
Ætla að athuga með appelsínugult nærhald handa þér á morgun, þá er það bara spurning með tanga eða hitt??
www.zordis.com, 27.1.2009 kl. 20:47
Nefnilega Einar.......
Ég þurfti aðeins að spyrja sýslumanninn út í eitt og annað Ragga ;)
Zordis! Kannski bara eitthvað nógu stórt til að ég geti tjaldað því :)
Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 20:58
Var ekki sýslarinn bara að æfa með Rolling Stones?
Kristján Eysteins (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:08
Verst að eiga ekki tjald frá Tal .. Þau voru appelsínugul og mjög áberandi!
MÆtti nota tangað sem teygjubyssu .....
www.zordis.com, 27.1.2009 kl. 22:38
Já við þurfum að senda þessa pólitíkusa í laaangt frí....og kannski sýsla líka ef þess er einhver kostur
Sigrún Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 03:00
Ég hef stundum velt því fyrir mér þegar frasinn "fjöldskyldur og fyrirtæki" dúkkar upp hvað sé þá eftir.
Eru það ekki þá bara dýrirn?
Þröstur Unnar, 28.1.2009 kl. 08:41
Flokkurinn! Þröstur Unnar. Flokkurinn!! Hvar hefur þú verið?
Hrönn Sigurðardóttir, 28.1.2009 kl. 08:56
Verst að það appelsínugula var ekki komið yfir hafið
Það hefði þaggað niður í óhemjum sjálfstæðismanna
og sýsli hefði hvort sem er orðið orðlaus
.
Solla Guðjóns, 28.1.2009 kl. 10:00
Flokkurinn...já ókey.
En eru ekki fjöldskyldur og fyrirtæki í "Flokknum"?
Eða bara dýrin í skóginum?
Asskoti sem ég er ekki að fatta þennan frasa.............
Þröstur Unnar, 28.1.2009 kl. 10:30
Flokkurinn virðist vera sjálfstæð eining! Sem kemur engum við nema sjálfum sér.... ;)
Já Solla! Það appelsínugula hefði hugsanlega slegið í gegn :)
Hrönn Sigurðardóttir, 28.1.2009 kl. 10:32
Sýsli hefur verið að leita að þvagprufu,og einhverjum sem hendir pullum
.Eða handtaka einhvern sem vill ekki pissa
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:13
Það hafa greinilega ekki verið margar kvikmyndavélar á fundinum þeim Hrönn mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2009 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.