Hugleiðingar miðaldra húsmóður....

...utan af landi.

Í ágúst sl. var ég á Spáni í hálfan mánuð. Sleikti sólskinið, drakk cervesa og vino tinto út í eitt og eina markmið dagsins var að gera allt á eins löngum tíma og hægt væri að komast upp með.

Í september var ég komin heim aftur og hversdagsleikinn tók við með öllu sínu amstri. Vinna, borða sofa. Ég fór helst ekki til Reykjavíkur nema erindið væri brýnt. Það var einna helst að ég rölti niður Laugarveginn, tæki út hversu mörg kaffihús væru komin í eyði og kíkti í búðir í góðum félagsskap.

Svo breyttist allt eins og hendi væri veifað.

Mér var sagt upp annarri vinnunni. Hélt þó ró minni sem og 50% starfi og var þess fullviss að ríkisstjórnin kæmi okkur út úr þessu fári, þau myndu leysa þetta farsællega, að ætla annað væri óþarfa upphlaup...... hversu rangt hafði ég fyrir mér þar......? 

Í nóvember fór að renna upp fyrir mér ljós! Ég gerði eins og maðurinn í búðinni hér um árið - fór að hugsa.....

Í þessari viku hef ég farið þrisvar til Reykjavíkur. Fjórum sinnum ef ég tel sl. laugardag með. Ég hef staðið fyrir utan alþingi og stjórnarráðið með pottlok og sleif og látið í mér heyra. Ég hef ekki svo mikið sem gjóað auga á útsölur - enda útsölur ábyggilega fundnar upp af þeim svarta sjálfum - les. kapítalismanum..... til að villa um fyrir fólki og halda því frá því sem máli skiptir, þ.e. mótmælum!

Í dag er staðan þannig að báðir formenn stjórnarflokkanna eru veikir. Svo veikir að þau þurfa að fara utan til að leita sér læknishjálpar. Vitskuld óska ég þeim báðum sem og fjölskyldum þeirra alls hins besta í þeirri baráttu sem framundan er í þeirra einkalífi. En það er akkúrat málið. Þetta er þeirra einkalíf og þar sem ég þekki þau ekki persónulega get ég aðeins haft samúð með þeim upp að vissu marki.

Það er enn bjargföst sannfæring mín að breytinga sé þörf á alþingi. Ég er enn þeirrar skoðunar að það þurfi að taka til í seðlabankanum og fme.

Mitt kalda mat er að ríkisstjórnin hafi jafnvel verið enn vanhæfari en mig nokkurn tíma óraði fyrir. Vitaskuld skunda ég á Austurvöll að mótmæla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert frábær og ég elska þig.  Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2009 kl. 12:39

2 Smámynd: Einar Indriðason

Heyr! Heyr!

Spurning um að fara að hrópa:  Hrönn á Þing!

Einar Indriðason, 24.1.2009 kl. 12:42

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sí jú ðer.

Anna Einarsdóttir, 24.1.2009 kl. 12:54

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta gengur ekki, það verður að finnast vinna handa þér svo þú sért ekki að þvælast þetta svona yfir heiðar.    

Ég dáist af þér hvað þú ert klár að pikka á lyklaborðið,    þú segir allt sem ég hefði viljað segja um þessa óstjórn í landinu.  Að vísu hræddur við kosningar ef þær eru of snemma því þá finnum við ekki gott fólk í þetta allt.   

ps. Ertu  ekki orðin pottalaus á heimilinu eftir allt þetta brambolt með þá vestur á Austurvöll?  Mamma mín var nú aldrei ánægð ef ég nappaði pottum úr eldhúsinu til að búa til trommusett þegar ég var pottormur.   (Pottur er fyndið orð í íslensku).  

Marinó Már Marinósson, 24.1.2009 kl. 13:01

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

alveg eins og talað ú mínum munni..... dáist af þér í dag sem endra nær........og ég er búin að henda appelsínugula actavis buffinu mínu.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 24.1.2009 kl. 13:06

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heil og sæl Hrönn

Ljótt að heyra með að hafa ekki vinnu. Ég er á vernduðum vinnustað, þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því í bili. Það eru ákveðin vatnaskil í þessu öllu saman. Búið að ákveða kosningar. Við eigum tvo möguleika í landstjórninni að mynduð verði þjóðstjórn allra flokka eða einhvers konar nyðarstjórn hinna hæfustu manna sem skipuð er af Alþingi fram að kosningum.

Eins og þú veist þá er ég ofurviðkvæm sál sem má ekki neitt aumt sjá og vil nú beina athygli að hreinsunarstarfi og þjóðarhag. Finnst þér lausnin felast í því að Steini J verði æðsti prestur? Nú þurfum við að finna leið inn í samstöðu um breytingar. Ég hef trú á Nýju Lýðveldi Njarðar P sem rétta millistefinu fram að kosningum.

Það þarf að kalla saman stjórnlagaþing til að móta nýjar leikreglur lýðræðis áður en raðað er á básana að nýju. Tryggjum að mótmælin hafi inntak æskilegra breytinga en vekji ekki glundroða eða meinsemdir.

             Bestu óskir og hrós fryrir dugnaðinn,

                                              G

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.1.2009 kl. 14:53

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég get nú ekki sagt að ég elski þig, en helvíti ertu dugleg kona.

Þröstur Unnar, 24.1.2009 kl. 15:30

8 Smámynd: www.zordis.com

Ég er að skrifa grein um þig í fjarnáminu mínu þú elskulega kona! Bara yndisleg hnitmiðuð og hnyttin. Allt sem kona þarf að bera til að lifa hinu fullkomna lífi!

knús og kossar ... Ég ætla að ath. hvort ég finni ekki gott orange litað nærhald handa þér á næsta útimarkaði. Lövjú görl!

www.zordis.com, 24.1.2009 kl. 20:06

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Grein um mig?? En gaman!

Ég þarf eiginlega að fá svona preshow á appelsínugula rómantík.... Lovjútú!

Þröstur! Þeinkjú! Þetta er allt spurning um sannfæringu.

Gulli! Ég veit þú ert ofurviðkvæmt strá ;) Búin að skoða Njörð og líst býsnavel á hann. Hugsanlega er neyðarstjórnin bara tilbúin? Hefurðu spáð í það?

Fanney! Hefði ekki verið hægt að snúa buffinu við? Þú veist að nú, sem aldrei fyrr,þarf að nýta og endurnýta ;)

Marinó! Spurning um að láta það berast...... :) ....og takk!

Anna! Það var meira en lítið gaman að hitta ykkur! Loksins!! Næst verður það lengra hjá okkur. 

Einar! Ég saknaði þess að fá ekkert knús frá þér í dag! Það er fátt sem heldur manni jafn gangandi út í vikuna eins og þín feimos lopapeysuknús.

Jenný! Elska þig líka!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 20:25

10 identicon

Þú ert náttúrlega þessi perla sem teygir sig að hjartastað.  Sorglegt með vinnuna, en það er nú kannski bara meiri þörf fyrir pottaslagara þessa daga en eitthvað annað, og ég veit að þú slærð alltaf nýja takta og kemur nýrri hreyfingu á tónana sem fljúga þarna um loftið.

Knús á þig og þakka þér fyrir heimsóknirnar alltaf.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:32

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er sammála þínu kalda mati.

Solla Guðjóns, 24.1.2009 kl. 23:07

12 Smámynd: www.zordis.com

Ég skal taka eina mynd fyrir þig orange litaða kona!

www.zordis.com, 24.1.2009 kl. 23:43

13 Smámynd: www.zordis.com

/Users/zordisoskbrynjolfsdottir/Pictures/iPhoto Library/Modified/2009/25:01:2009/DSC05131.JPG

Veit ekkert hvort þetta virkar, ef ekki þá getum við bara hlegið saman, e haggi ?

www.zordis.com, 25.1.2009 kl. 00:05

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

nebbs! Virkar ekki - þannig að við verðum líklega bara að flissa.........

Prófaðu að meila hana á mig.

Hrönn Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 00:08

15 Smámynd: Rebbý

haltu bara áfram að koma yfir heiðina ... kannski sé ég þig þá bráðum

Rebbý, 25.1.2009 kl. 00:29

16 Smámynd: www.zordis.com

Ég er tilbúin með sendingu til þín ... sendu mér meilið þitt (ný talva) á zordis@zordis.com ...

www.zordis.com, 25.1.2009 kl. 01:10

17 Smámynd: Einar Indriðason

Hrönn... við þurfum að finna okkur nákvæmari staðsetningu heldur en "vestan við Jón".  Ég fann þarna eitt stykki Jón.... og stóð samviskusamlega fyrir vestan hann.  Well... þar til ég uppgötvaði að þú varst að tala um Jón Sig, styttuna.  Ég var að miða við hann Jón bónda......

Einar Indriðason, 25.1.2009 kl. 02:10

18 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Tek undir með þeim sem vilja Njörð og neyðarstjórn hans. Þetta er langskynsamlegasti kosturinn sem er í boði og sá eini sem í raun er fær. Allir okkar þingmenn og starfandi stjórnmálamenn eru vanhæfir vegna þess að þeir ýmist áttu sök á hruninu eða sátu hjá meðan byggðar voru fúnar stoðirnar sem hrundu við minnstu ágjöf. Við verðum að fá nýtt fólk, ábyrgt fólk og gott fólk, ekki gamla spillingartröllið Framsókn með einn nýjan haus.

Steingerður Steinarsdóttir, 25.1.2009 kl. 09:33

19 Smámynd: Vilma Kristín

Nákvæmlega, við þurfum ekki veikt fólk að stjórna núna. Ég er hlynnt hugmyndum Njarðar, nýtt lýðveldi... við þurfum að endurstilla okkur.

Nú hlýtur að fara að koma að því að við hittumst á einhverjum mótmælum...

Vilma Kristín , 25.1.2009 kl. 10:25

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mjög gaman að sjá þig líka ! 

Við, þriðjungarnir, ættum kannski að fá okkur bústað einhvern tíma í vor til að stilla saman sellur okkar ?

Anna Einarsdóttir, 25.1.2009 kl. 11:53

21 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gárungarnir segja að karlpeningurinn gæti leikið sjálfstæðismenn og grillað. 

Anna Einarsdóttir, 25.1.2009 kl. 11:55

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ferlega gæti það orðið gaman Anna!

Vilma og Steingerður! Tek undir með ykkur.

Einar..... ég held þú hlustir ekki nógu vel... Eru margir Jónar á Austurvelli?

Zordis! Takk.

Rebbý! Vonandi.

Hrönn Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 12:02

23 Smámynd: Einar Indriðason

Tja... ég get grillað... en, ég get ekki hermt eftir sjálfstæðismönnum.  T.d. hálsbindi?  Ekki til í dæminu að ég noti slíkt.  Jakkaföt?  Tala um alls konar vístölur og hlutabréf og gengistölur og hagtölur?  Ekki að ræða það.

Snúa kjötsneiðum á grilli?  Já, það get ég gert.

Sumarbústaður gæti alveg verið hugmynd :-)

...

Hrönn... margir Jónar?  Kannski ég fái að fara á pallinn hjá Herði næsta laugardag og spyrja:  "HÉRNA! ... KÆRA FÓLK!  HÉR ER SKOÐANAKÖNNUN!  VILJUM VIÐ STJÓRN SEÐLABANKANS BURT!  Hvað heita margir JÓN hérna?  Má ég sjá handaupplyftingu?  Hrönn!  HVar ert þú?  Vill fólk benda mér á þessar örfáu Hrönnslur sem hafa mætt á svæðið!  AH... ÞARNA ERTU ÞÁ!  ÞETTA ER JÓN FISKSALI, EN EKKI JÓN SIGURÐSSON!"

Einar Indriðason, 25.1.2009 kl. 12:41

24 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Leidinlegt med vinnuna .En af illri naudsyn er meyri eda allavega mikil  törf núna ad mæta á völlinn.Takk fyrir ad mótmæla.

Knús til tín dugnadar kona

Gudrún Hauksdótttir, 25.1.2009 kl. 12:46

25 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaha Einar!

Hrönn Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 13:04

26 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Guðrún ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 13:09

27 Smámynd: Tína

Langaði bara rétt sem snöggvast að senda knús og orku í þitt hjarta elsku vinkona mín. Kem svo í kaffi og muffins þegar ég er búin í húsmæðraorlofinu.

Gleymdu svo aldrei að ég dýrka þig tjelling

Tína, 25.1.2009 kl. 16:51

28 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er, Tína mín, algjörlega gagnkvæmt!

Hrönn Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 16:53

29 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.1.2009 kl. 17:12

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við sitjum öll saman í þessari súpu, eins og bloggstafir í heita pottinum.  En við stöndum þó saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2009 kl. 17:40

31 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Það eru breyttir tímar Baktus bróðir...áður skunduðu menn á Þingvöll og treystu sín heit...núna storma menn á Austurvöll með eldhúsáhöldin sín og treysta engum...

En...þú ert bara sú alflottasta og ég eeeelska að lesa bloggið þitt!!!!!

...og áfram yfir heiðina uns afsagnir allra ráðamanna eru í höfn!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 26.1.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband