Skiptir það máli?

Afskaplega leiðinlegt að heyra að Geir sé veikur. Ég óska honum alls hins besta á þeim tíma sem framundan er hjá honum.

Mitt mat er að þegar fólk er að berjast fyrir lífi sínu við svo illvígan sjúkdóm þá eigi það að einbeita sér að því að ná heilsu á ný. Það getur ekki verið gott að þurfa að standa í illvígum deilum á vinnustað þar sem heill allrar þjóðarinnar er í húfi.

Það hlýtur að skipta máli að sá sem gegnir þeirri ábyrgðarstöðu sem það er að vera forsætisráðherra, tala nú ekki um á þeim tímum sem nú eru, sé heill heilsu og geti einbeitt sér að fullu að því að bjarga þjóðinni. Það skiptir mig máli. Allt mitt er í húfi.

Ég hef ekki treyst þessari ríkisstjórn í talsverðan tíma til að bjarga einu né neinu. Í ljósi síðustu frétta tel ég ENN brýnna en áður að þessi ríkisstjórn segi af sér strax og rými til fyrir neyðarstjórn.

Ég hef ekki tíma til að bíða. Þetta skiptir máli!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Algjörlega sammála.

Sigrún Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 14:21

2 Smámynd: Vilma Kristín

Sammála, þau ættu ekki að sitja áfram fram að kosningum

Vilma Kristín , 23.1.2009 kl. 14:25

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Satt svo satt.

Áfram bylting.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 14:50

4 Smámynd: www.zordis.com

Er Geir lasinn??? Ég hélt að I.S. væri á sjúkrahúsi í Stokkhólmi .... Er Geir ekki bara huglasinn þar sem að aðstæður hafa leikið hann ílla.

Baráttuknús!

www.zordis.com, 23.1.2009 kl. 15:47

5 Smámynd: Rebbý

heyr heyr Hrönn .... út með þau núna strax

Rebbý, 23.1.2009 kl. 19:22

6 Smámynd: www.zordis.com

Var að heyra svo fyndið um svo fyndið sem þú sagðir ...... (v)

www.zordis.com, 23.1.2009 kl. 20:24

7 Smámynd: Einar Indriðason

Já, út með þau!  Og aldrei skulu þessir flokkar komast inn aftur:  B, D, og S.

Einar Indriðason, 23.1.2009 kl. 21:27

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 23.1.2009 kl. 21:59

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sammála þessu Hrönnslan.

Marta B Helgadóttir, 23.1.2009 kl. 23:25

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

KærleiksLjós frá konu í Lejrekotinu

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 07:38

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir gódan pistil Hrönn mín.

Hjartanskvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 24.1.2009 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband