Úlpa!

Ég gleymdi að fá afnot af vatnssalerni hjá "Litla" bró áður en ég tók strætó heim aftur eftir mótmælin á Austurvelli þar sem ég hitti hann og fleiri ;)

Við Rauðavatn var ég í spreng og í Hveragerði íhugaði ég að kannski væri ekki svo slæmt að búa þar..... en náði áttum aftur Tounge

Fundurinn á Austurvelli var góður. Það gefur manni eitthvað að mæta þangað og bara standa með öðrum sem eru í sömu eða svipuðum sporum og maður sjálfur. Ekki spillti heldur fyrir að fá knús frá Einari ;)

Mikið lifandi skelfingar ósköp er mér nákvæmlega sama hvort mótmælendur eru með grímu, trefla eða bert feisið. Ég vil bara að fólk taki þátt! Það skiptir máli að koma þessu liði frá völdum. Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli og sem betur fer eru fleiri og fleiri að átta sig á því.

Það var mótmælt á Selfossi líka í dag en mér leið bara svo vel eftir fundinn á Austurvelli á laugardaginn var að ég ákvað að skunda þangað í dag líka.

Enda er ég engin úlpa - ég er yfirhöfn Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það endar sjálfsagt með því að þegar ég kemst loksins út úr húsi, þá dríf ég mig austur fyrir fjall til að standa vaktina fyrir þig meðan þú stendur vaktina fyrir mig á Austurvelli.....kannski Bjarni Harðar bjóði mér í kakó  Ég er hrikalega stolt af þér

Sigrún Jónsdóttir, 17.1.2009 kl. 19:39

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk ;) Ef þú hittir Bjarna þá verðurðu að muna eftir að fá koss á kinn frá honum.

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 19:42

3 Smámynd: Vilma Kristín

Enn og aftur mætti ég... og enn og aftur hitti ég engann sem ég þekki. Mjög skrítið því ég veit yfirleitt af fullt af fólki sem ætlar en svo virðist það bara týnast í mannhafinu... En nú ætla ég og kennarinn að hafa föndurkvöld og mæta með skilti næst.. þá kannski sér einhver okkur þó við sjáum engann...

Vilma Kristín , 17.1.2009 kl. 20:26

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvað á að standa á ykkar skiltum?

Mig vantar nefnilega skilti - enda tómt vesen að burðast með skilti í strætó. Ég gæti þó hugsanlega beðið dyravörðinn í Alþingishúsinu að geyma það fyrir mig á milli mótmæla?

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 20:36

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krúttið þitt, fórstu í strætó alla þessa leið?

Arg, ég fyrirgef þér úlpuna, ég meina yfirhöfnina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.1.2009 kl. 20:41

6 Smámynd: Vilma Kristín

Ég var að spá í að láta standa á mínu: "Sjaldan launar kálfurinn ofeldið" ... annars leggjumst við í rannsóknarvinnu í vikunni til að finna akkúrat það rétta! Við stefnum líka á að mæta með pottana okkar á þriðjudaginn og syngja skemmtileg lög!

Vilma Kristín , 17.1.2009 kl. 20:47

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vilma! Þegar ég læt verða af því að búa til spjald þá mun standa þar: Mundu mig - Ég man þig!

Krútt sjálf Jenný! 

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 21:03

8 Smámynd: Ragnheiður

Var hvergi neitt ílát í sjónmáli ? engin fata eða neitt ?

Hvurslags...

Ég bjó einusinni í Hveragerði, ég var þá bara þriggja ára. Það var ágætt.

Það fer að koma hjólfar í heiðina ef þú ætlar að þvælast svona ört yfir..

En veistu hvern ég hitti í morgunkaffinu ?

Brúna mús sem þrammaði áleiðis inn í eldhúsið, reif upp nýsofnaðan kall og eldhúsið var víggirt ...nú er að sjá hvort veiðar bera árangur..

Tek enga ábyrgð á prentvillum, er sjónlaus í augnabliki vegna ofnæmis í augunum..

Ragnheiður , 17.1.2009 kl. 21:09

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Brrrrrr Ragga! Eins gott að hún lét ekki sjá sig í gær! - Þá hefði sko önnur hvor okkar orðið að vikja :)

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 21:12

10 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já ég mætti því miður ekki en ég hugsaði með mér að Hrönn myndi bara mæta fyrir mig líka, enda fyrirmyndar borgari.  

En þetta með Hveragerði og í spreng.     Hversu mega Hvergerðingar gjalda?   Ekki einu sinni kona í spreng vogar sér út úr bíl þarna. 

Marinó Már Marinósson, 17.1.2009 kl. 21:15

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Marinó! Ég var fulltrúi þinn þarna ;) Hveragerði? Vera Hvergi........

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 21:45

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

VIÐ BÍÐUM SPENNTAR EFTIR hVERAGERÐISSTRÆTÓ Á ÞRIÐJUDAGINN OG ÖLLUM YFIRHÖFNUNUM SEM ÆTLA AÐ TAKA ÞÁTT Í PARTÝINU....æ afsakaðu stóru stafina. Nenni ekki að pikka aftur með litlum. Mundu að láta vita af þér!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.1.2009 kl. 22:37

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

JÁ!! .....en hveragerðisstrætó.....?

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 22:47

14 Smámynd: Einar Indriðason

Framtíðar fyrirsögn í DV:  "Rúta stöðvuð á leið milli Húrígúri og Selfoss, eftir að rúðan hafði verið skrúfuð niður, og allt látið gossa".

Talað við ungan námsmann, nýkominn með bílprófið.... "Ég var að taka fram úr rútunni, búinn að koma LÖDU druslunni minni upp í 97.... þegar rúðan á rútunni er skrúfuð niður, út kemur þessi líka svaðalega gusa..... rúðuþurrkurnar höfðu ekki undan.... Það var ekki falleg sjón, skal ég segja þér.  Nýbónaða LADA-n mín... orðin skítug aftur."

Einar Indriðason, 17.1.2009 kl. 22:48

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Einar! Þú gengur frá mér!! Heldurðu virkilega að við kunnum okkur ekki hérna í sveitinni?!?

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 22:55

16 Smámynd: Einar Indriðason

Óh!  Til að fyrirbyggja allan misskilning... Þá var Lödu druslan á leið NIÐUR kambana... enda er það eina leiðin til að ná Lödu druslum upp í 97.

Einar Indriðason, 18.1.2009 kl. 00:13

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég mæli með anórakk að ofan & stuttpilzi að neðan við þezzar aðztæður.

Steingrímur Helgason, 18.1.2009 kl. 00:41

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...það er hvort eð er aldrei að marka DV.......

Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2009 kl. 13:23

19 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála, oft var þörf en nú er nauðsyn. Við verðum öll að láta í okkur heyra og taka þátt í mótmælum af fullum krafti.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.1.2009 kl. 13:25

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nákvæmlega Steingerður! Það skiptir máli!!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2009 kl. 13:25

21 identicon

Nú bara mæti ég næsta laugardag.  Þetta gengur ekki lengur.  Ætla í það minnsta á fundinn í Háskólabíói núna á eftir.  Þú ert örugglega heilgalli, loðfóðraður og vatnsheldur.  Rauður og fallegur líka.

Njóttu dagsins.

Kærustu kveðjur 

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 13:39

22 identicon

Sæl Hrönn.

Ég er ekki bloggari en les stundum blogg, þitt eiginlega alltaf mér til skemmtunar og fróðleiks. Ég er þér þakklát fyrir að hafa farið í ,,lágverðsverslunina" því ekki hafði mér hugkvæmst að kaupa silikon fyrr en eftir lestur bloggsins og er skemmst frá því að segja að nú á ég bakmatte. Takk fyrir.

Ég er konan sem er í baksýn á myndinni sem prýðir bloggið þitt.

Góðar kveðjur

Guðrún

Guðrún (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 17:25

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sæl Guðrún og takk fyrir að lesa bloggið mitt. Ef þú ert á myndinn minni þá ertu líklega líka ein af mínum sundsystrum...... :) Gott þú græddir á því að lesa. Bakmatte er einskær snilld!

Sólrún! Við hittumst þá kannski næst? 

Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2009 kl. 17:41

24 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vér mótmælum allir - líka fyrir austan fjall. Mikil hetja ertu að leggja þetta ferðalag á þig til að mótmæla. Húrra fyrir þér.

Helga Magnúsdóttir, 18.1.2009 kl. 18:00

25 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skolli ert dugleg að fara þetta mér er líka sama hvort fólk er með grímur eða ekki. ALLIR HAFA RÉTT TIL AÐ MÓTMÆLA.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.1.2009 kl. 18:16

26 Smámynd: Solla Guðjóns

FRUSS

Solla Guðjóns, 19.1.2009 kl. 00:10

27 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

**fliss**

var fyrst núna að skoða höfundarmyndina þína **meira fliss**

Jóna Á. Gísladóttir, 19.1.2009 kl. 11:43

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr heyr!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2009 kl. 13:55

29 Smámynd: www.zordis.com

Ég er lifandi samt ekki eins og þú !!! Ég myndi mæta í bikiní með einni doppu, anorak (líst vel á það) og rakvél .... (ef ég þarf að kantskera .. djók) ...

Ég er búin að vera lasin, tók grimmt á því um helgina með stúlkunum í hverfinu .....

www.zordis.com, 19.1.2009 kl. 21:21

30 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

brrrr...... hér er of kalt.....

Gott þú ert komin í leitirnar stúlka!! 

Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 22:03

31 Smámynd: Einar Indriðason

Ekkert sem gott lopagarn, helst prjónað í gaddavír, getur ekki lagað!

Einar Indriðason, 19.1.2009 kl. 23:42

32 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Húrra fyrir þér! Það mega margir taka þig til fyrirmyndar! Þetta kalla ég rétta andann, baráttuandann.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.1.2009 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.