Snúðagræja

Ég var að baka snúða.

Fór nefnilega í ódýru hverfisverslunina - nei, ekki kennda við bleikan grís.... heldur europrís - ég er talandi skáld Happy ég ætla að gefa út ljóðabók fyrir páska... en það er nú önnur saga. Þar sem ég vafraði á milli hillna í europris rakst ég á mottu gerða úr siliconi, sem ég breitt úr á eldhúsborðinu, flatt út snúðana og skorið og græjað. Algjör snilldargræja! Svo þurrka ég bara af henni og eldhúsborðið er hreint.

Silicon er töfraefni sem kemur víða við. Nú skil ég af hverju iðnaðarmenn eru svona hugfangnir af siliconi og ég skal segja þér, ef þú lætur það ekki fara lengra, að þeim er slétt sama hvort það er í vörum, brjóstum eða annarsstaðar!

Ég vil að lokum taka fram að á engan hátt tengist ég hvorki þessari vöru, né eigendum verslunarinnar Tounge

Lifðu í Lukku Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kaupi svona.  Hvað heitir græjan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2009 kl. 18:05

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Silicon bakmatte.........

Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 18:38

3 Smámynd: www.zordis.com

Ég kaupi sílíkon stauta ... notað sem varalitur til að fá feitar varir! Hrönn 100 flettingar frá þér ... ðeinkjú!

www.zordis.com, 15.1.2009 kl. 19:08

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta heitir að vera aðdáandi....

Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 19:15

5 Smámynd: www.zordis.com

Ég er líka aðdánandi, bara þinn! Thi hi hi! Snúðagræja, gvöð hvað ég hlakka til að heimsækja þig með allar þessar græjur. Kanski virkar þetta sem snúningslak líka????

www.zordis.com, 15.1.2009 kl. 19:17

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Ætli þetta sé góð græja fyrir óþolinmóða

Solla Guðjóns, 15.1.2009 kl. 19:45

7 Smámynd: Gulli litli

Thú ert mikil síli kona....

Gulli litli, 15.1.2009 kl. 19:58

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Heitir Síliconsnúðar og No-way langlokur.  Þetta er allt að koma. 

Marinó Már Marinósson, 15.1.2009 kl. 20:08

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Jebb, til hamingju. Hef heyrt að þær eigi ekki afturkvæmt sem kynnast sílíkoninu.

Þröstur Unnar, 15.1.2009 kl. 20:37

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sílikon er til margra hluta nýtanlegt.

Helga Magnúsdóttir, 15.1.2009 kl. 22:00

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... krakkar mínir. Það eru ekki bara iðnaðarmenn sem geta haft gaman af siliconi

Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 22:42

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta bloggerí er óforzkammað í boði júrógríz....

Steingrímur Helgason, 15.1.2009 kl. 23:01

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Krosseignatengslaskortsala?

Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 23:11

14 Smámynd: Brynja skordal

þú ert nú meira sílið en mig langar í snúða takk

Brynja skordal, 15.1.2009 kl. 23:27

15 Smámynd: Rebbý

ef ég bakaði þá myndi ég kaupa svona ... óska eftir manni sem bakar og eldar og þrífur og bónar bílinn

Rebbý, 15.1.2009 kl. 23:55

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hvað með að fletja út fjandans snúðana a eldhúsborðinu og þurrka svo af því?

Jóna Á. Gísladóttir, 16.1.2009 kl. 00:38

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha ertu ekki að grínast með nafnið? ha?

Jóna Á. Gísladóttir, 16.1.2009 kl. 00:38

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Silicon bakmatte

Jóna Á. Gísladóttir, 16.1.2009 kl. 00:39

19 Smámynd: Vilma Kristín

Voða sniðug græja... er ekki hægt að nota hana í eitthvað annað ef maður er glataður bakari?

Vilma Kristín , 16.1.2009 kl. 03:09

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er nú meira siliconið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2009 kl. 22:01

21 Smámynd: Einar Indriðason

"Heyrðu, þessi er ekki blaut eftir rigninguna?"

"Nei, hún var með silicon bakmate.  Þúst... græjuna til að búa til snúða"

"Já... ég séð það núna... Hún var að setja upp snúð"

"Já, úr silicone"

"Allt er nú hægt að nota silicon í!"

Einar Indriðason, 17.1.2009 kl. 00:26

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehe Einar! Ég er að verða aðdáandi þinn númer unó. Þú slærð mig alveg út í bullinu.......

Nei Jóna! Án gríns. Græjan heitir þetta ;)

Vilma! Einar og Svandís eru með uppástungu fyrir silicon bakmattesem hentar ekkibökurum :)

Silicon.... lagar allt! 

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 00:31

23 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Silicon...... Jamm hlakka til  að lesa ljóðabókina þegar hún kemur út.

Kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2009 kl. 11:47

24 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ég á bara svona Tupperwarw mottu til að búa til snúða á...og hún er ekki úr silikoni....en  núna laaaangar mig bara í sonna sillikon....

Bergljót Hreinsdóttir, 17.1.2009 kl. 12:59

25 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Fórstu ekki með snúða á fundinn ykkar austan heiðar í dag?

Sigrún Jónsdóttir, 17.1.2009 kl. 15:51

26 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 17:05

27 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mig langar í svona silicon mottu, kannski ég nenni þá að fara að baka

Huld S. Ringsted, 17.1.2009 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband