14.1.2009
Bananana
Ég fór í sundleikfimi í gær í fyrsta sinn síðan í byrjun desember. Ekki þó vegna þess að ég hafi ekki nennt og heldur ekki vegna þess að ég eigi við einhverja tilfinngakreppu að stríða í sambandi við vatn heldur einfaldlega vegna þess að innilaugin var lokuð.
Tíminn var strembinn - en góður. Ég held að Beta hafi verið að vinna upp glataðan tíma. Systur mínar í þjáningunni voru að minnsta kosti vissar um það.
Nú get ég mig varla hreyft vegna harðsperra sem ég get náttúrulega eingöngu sjálfri mér kennt um. Ég gleymdi nefnilega að fá mér banana eftir tímann í gær.
Banani er algjör forsenda þess að ég geti hreyft mig daginn eftir leikfimi. Jafnvel þótt einn, sem ég kalla vin minn, segi að þetta sé platleikfimi
Ég auglýsi hér með eftir gerviharðsperrum. Mér finnst það lágmark ef þetta er platleikfimi
Lifðu í lukku
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Hvernig væri að plata jafnvel vin þinn í sund .... gæti verið gaman að bussla með honum og þjáningasystrum þínum.
Ég ráðlegg þér að fara í Húsasmiðjuna og fá þér sperrur ....
www.zordis.com, 14.1.2009 kl. 11:49
Sko ef platleikfimin skilar alvöru árangri er hægt að lifa við alvöru harðsperrur, er það ekki?
Vilma Kristín , 14.1.2009 kl. 12:07
Hvaða vin er Zordís að tala um? Er ég að missa af einhverju?
Á ekki að frumsýna water ballet í sundlauginni um páskana?
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.1.2009 kl. 13:09
Bananar og harðsperrur .....ómææ Hrönnsla
Solla Guðjóns, 14.1.2009 kl. 14:12
Jenny... misstirðu af þessu? Hrönn ætlar að gifta sig: 09.09.09.
(Leitin að fórnalamb... AFSAKAÐU... brúðgumanum .... stendur yfir... Hann veit það ekki ennþá.....)
En, sko... Hrönn. Geturðu ekki fengið svona... "staðgengil" fyrir þig í leikfimina? Svo situr þú bara á bakkanum, og hrópar góðar ráðleggingar til þeirra sem eru í lauginn.....
Einar Indriðason, 14.1.2009 kl. 14:55
hahah Einar! Jú þetta er ágætis hugmynd og það sem meira er ég er svo góð í akkúrat þessu......
Jenný! Fylgjast með - "Jafnvel þótt einn, sem ég kalla vin minn, segi að þetta sé platleikfimi"
Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 15:14
ertu með símnúmerabirti ???... ég var í æfinga-akstri í dag og skellti mér á Selfoss....ætlaði að fá mér kaffi á heimili þínu í boði........ en viti menn....
Fanney Björg Karlsdóttir, 14.1.2009 kl. 15:21
Nei......!! Ég skaust út að erindast. Bömmer! Ég á svona límmiða og allt fyrir þig.... stendur á honum ÆFINGAAKSTUR
Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 15:43
Dúó sem klikkar aldrei Solla ;)
Vilma! Jú það er rétt - þegar þú segir það þannig....... :)
Zordis! Ég held það sé ekki hægt að draga hann í sund! Þess vegna veit hann náttúrulega ekkert um hvað hann er að tala :)
Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 15:45
Hreifa sig hægt og virðulega, það geri ég.
Gulli litli, 14.1.2009 kl. 16:25
En svo las ég þetta aftur. Og, ég sé að þú átt banananana sem vin! Og það er banananananinn sem kallar þetta platleikfimi.
Einar Indriðason, 14.1.2009 kl. 17:31
Verð að muna þegar ég byrja í ræktinni aftur að tékka á banönum og sjá hvort þeir reddi mér líka
Rebbý, 14.1.2009 kl. 22:47
Ó Hrönn. Maður sofnar með bros á vör eftir þennan lestur og hvað er mikilvægara þessa daga?
Ég sakna bloggsins, en hef svo takmarkaðan tíma þessa daga sem myrkrið heggur í. En það breytist bráðum.
Knús á þig og eins gott að þeir verði duglegir að senda bananananana frá Hveragerði til Selfoss.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 22:57
Ég get alveg staðfest að Hrönn hreyfir sig mjög virðulega svo fallega að fólk snýr sér við á götu. Eg mun ekki verða í ró minni fyrr en ég fer í sundbussl með þessari frábæru konu.
www.zordis.com, 14.1.2009 kl. 23:52
Ef þú færð einhverjar upplýsingar um gerfiharðsperrur Hrönn mín, þá endilega láttu mig vita, ég fæ nefnilega oft harðsperrur í magann við að kíkja á þig Hvað sagði apinn þegar hann sá bananana? Hér koma bananarnir Bananar eru örugglega alveg einstakir, hér hefur fólk meira að segja kennt lýðræðisríkið Ísland við þá ávaxtategund og teiknað hana inn á fánann svo eitthvað sé nefnt og nú er ljóst að þeir eru harðsperrumeðal líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2009 kl. 14:26
Borða mikið af banönum og fæ aldrei harðsperrur - enda hreyfi ég mig ekki rassgat.
Helga Magnúsdóttir, 15.1.2009 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.