Björn Bjarnason

Ég hef áttað mig á því í hvaða leik ríkisstjórnin er! Muniði eftir leiknum þar sem einn hvíslar einhverju orði að næsta manni og sá lætur síðan orðið ganga í eyrað á næsta manni og síðan koll af kolli þar til síðasta manneskjan í hringnum segir orðið upphátt og það er afskaplega sjaldan sama orðið og lagt var upp með......

Þau eru í þeim leik. Þau átta sig bara ekki á því að það vill enginn leika við þau lengur. Ég, fyrir mína parta, ætla sko ekki að leika við þau fyrr en árið 3050 og meira að segja ætla ég að hugsa mig vel um þá..........

Svo er ég ferlega þreytt á fólki sem þarf alltaf að skipa mótmælendum í flokka, svona pólistískt séð. Ef ég mótmæli þá er ég vinstri græn. Það getur alls ekki verið að ég sé bara orðin langþreytt á ástandi sem hefur varað óbreytt frá því í byrjun október og engin breyting í sjónmáli - nema mótmælendur komi þeim breytingum í gegn. Ekki áttar þessi ríkisstjórn sig á því sjálf að enginn vill vera með þeim lengur. Getur hugsast að mótmælendur séu í öllum flokkum? Að þeir komi úr öllum röðum þjóðfélagsins? Að þeir séu orðnir þreyttir á að enginn axli ábyrgð? Að ekki megi persónugera vandann? Að þeir vilji skipta ríkisstjórninni út, ásamt pabbadrengjum í fme að maður tali nú ekki um sorann í seðlabankanum?

Það er engin tilviljun að ég skrifa þessar stofnanir með litlum stöfum - mér líður betur með því að skrifa litlar stofnanir með litlum köllum með litlum stöfum. Alveg eins og ég skrifa bretland með litlum staf þá skrifa ég davíð með litlum staf. Það er mín aðferð við að móðga þetta lið - þennan skríl!

Ég er nefnilega handhafi rauða pennans og á afskaplega erfitt með að þola stafsetningarvillur og einna verst á ég með að þola þær hjá sjálfri mér. Ég á það til að hætta að lesa bók ef ég rekst á magnaðar stafsetningarvillur. Bara svo þið vitið hvað þetta hefur mikla þýðningu fyrir mig!! 

Þá að öðru..... ef hundar leggja aðra hunda í einelti - heitir það þá að hundelta?

Lifið ekki í krukku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

HRÖNN SIGURÐARDÓTTIR.    Eigum við ekki bara að senda

davíð oddsson og geir harde og kannski fleira lítið fólk til bretlands ?  

 

Anna Einarsdóttir, 13.1.2009 kl. 19:30

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góð hugmynd ANNA

Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 19:32

3 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... Senda Terrorristana til Terroristan?

Góð hugmynd!

(samt bara aðra leiðina, takk, þeir mega sjálfir borga undir sig, með Titanic, til baka.)

Einar Indriðason, 13.1.2009 kl. 20:29

4 Smámynd: www.zordis.com

Æ LÖVJÚ ... sem segir nokkuð orðheppna og yndislega mær!

I LÖVJÚ tú píses .....

www.zordis.com, 13.1.2009 kl. 21:05

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kapíss og er ánægð meettta.

Prófarkalestu þetta krúttið mitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 21:11

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Einar! Væri ekki upplagt að senda þau í eurovision? Rússland one way.....?

Zordis! Lövjútú.....

Jenný! Þú skilur mig eftir í hrolli ;) einkum og sérílagi þar sem ég fann stafsetningarvillu í sjálfs míns texta Þetta þýðir eitt og aðeins eitt! Ég verð að hætta að lesa sjálfa mig

Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 21:44

7 Smámynd: Gulli litli

hundurinn eltist vid hænuna og geltist.....

Gulli litli, 13.1.2009 kl. 22:06

8 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... senda í júróvisjón?  Hmm... En, sko.. hvað ef þau vinna?  Þá þurfum við að:

1)  Hlusta á þau aftur og aftur og aftur og aftur.....

2) Við að halda keppnina

3) Þau koma til baka, og það viljum við ekki.

Hvað með að senda þau sem keppendur í kamel-hlaupi í Saudi-Arabíu?  

(Sem kamel dýr, sko)

Einar Indriðason, 13.1.2009 kl. 22:30

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Dæmigerður kommúniztaáróður & ~ztazzettníngarforræðizhyggja~ ...

Steingrímur Helgason, 13.1.2009 kl. 22:38

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hey Einar! Ég frétti af hlaupi í eyðimerkum Afríku! Leiðbeiningar bara fyrir greinda, smuga að þaðan villist þau.........

Steingrímur! Ég er samt að vinna í því. Geri t.d aldrei athugasemdir við aðrar villur en mínar. Enda "skal ég ekki aðrar villur hafa......" ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 22:55

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Er Steingrímur ennþá í grýluleik.....og jólin búin og allt

Þú Hrönn ert bara skemmtilegust, líka þegar þú ert reið og pirruð

Sigrún Jónsdóttir, 14.1.2009 kl. 01:11

12 Smámynd: Einar Indriðason

"Þú þarna, VG skríll og afturhaldskommatittapakks....pakk....."

En, sko.  Það að hafa smugu, sem *gæti* hjálpað þeim til baka.... er of stór smuga, þó lítil væri.

Ehum.  Hvernig skal orða þetta?  Ég ætla að prófa aftur.  ÉG VILL EKKI HAFA ÞESSI STJÓRNVÖLD!!!

Einar Indriðason, 14.1.2009 kl. 08:38

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég kalla þennan leik Zik Zak leikinn

Þetta lið á ekkert annað skilið en að vera skrifað með litlum

Huld S. Ringsted, 14.1.2009 kl. 09:23

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 14.1.2009 kl. 14:10

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta stafar af því að íslendingar, þ.e. meirihlutinn horfir alltaf á smáatriðin en gleymir heildarmyndinni.  Þess vegna erum við svona sveitarleg, sorrý ekki illa meint fyrir sveitir landsins, heldur bara orðatiltækið.  Ef við gætum nú aðeins lyft hugsuninni upp á hærra plan eins og skáldið lagði til og skoðað heilt yfir á hvaða vegi við erum stödd.  Ekki einblína á næstu þúfu, heldur ganga upp á hólinn og skyggnast yfir, þá sjáum við betur hvert vegurinn liggur ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.