Sunnudagur!

Svakalega er ég búin að vera löt í dag! Svaf fram eftir - enda fór ég allt of seint að sofa ;) Af hverju sefur maður fram eftir? Héðan í frá ætla ég að sofa út eftir Tounge

Þrátt fyrir leti, eða kannski vegna hennar, arkaði ég út með Ljónshjartað og Hrekkjusvínið. Við hittum gamlan mann með hundinn sinn og þau sameinuðust í því að hrekkja hundinn hans, litlu dúllurnar á meðan ég hrekkti gamla manninn...... Halo 

Ég er enn að vinna úr mótmælaferðinni - svakalega gott að sjá og finna allan þennan samhug í fólki. Finna að maður er ekki einn í þessum sporum. Þetta jafnaðist í raun á við áfallahjálp - man að vísu ekki eftir að hafa fengið neina áfallahjálp..... jú, jú - ég lýg því, ég fór eftir jarðskjálftann í vor og talaði við RKÍ konuna, sem sagði mér að það væri allt í lagi að flissa sig út úr vanda - það endaði að vísu með því að ég gaf henni númerið mitt, ef ske kynni að jarðskjálfti riði yfir Reykjavík og hún þyrfti á aðstoð að halda! Kona með reynslu, sjáðu til. Ég finn að vísu til afskaplegrar lítillar samkenndar með fólki þegar það vill vera að væla eitthvað upp í andlitið á mér. Ég held það vanti í mig einhverja úð...... þó ekki úlfúð Tounge Þeir yrðu líklega fljótir að reka mig hjá RKÍ.

Þá kemur sér vel að vera með reynslu í rekstri Sideways

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vantar í þig...   Munúð ?  Trúð ?  Snúð ?  Andúð ?  Alúð ?  Búð ?

Kona spyr sig ! 

Anna Einarsdóttir, 11.1.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kannski allt þetta?

Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 22:27

3 Smámynd: www.zordis.com

Brúð - ur! 090909 .......

Annars vona ég að það sé ekki þessi helsti "við" rekstur .... æj krútt ég er að fá mér coke án koffíns svo ég er bara skrítin! Ætti kanski að fá mér bara eitthvað annað en ætla að fara snemma í ból og æfa hjartans gól.

Mæli með flissi!

www.zordis.com, 11.1.2009 kl. 22:54

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

veistu.. ég var líka svona löt í dag... ætli það sé lægð yfir landinu........

En ég er næstum hundrað á því að þeir myndu ekki reka þig hjá RKÍ... þeim vantar svona húmorista í vinnu.... ég get svarið það...

Fanney Björg Karlsdóttir, 11.1.2009 kl. 23:12

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er rosa löt í dag en ég er alltaf löt.

Ég mun hins vegar blogga um það langan pistil ef ég gerist allt í einu ólöt.

Þú ert kvikindi bæði að innan og utan og átt ekki að koma nálægt fólki á bömmer.  Múhahahahaha

Elskið mitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.1.2009 kl. 23:35

6 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Mér finnst konur...sem eru latar á Sunnudögum...hrekkja gamla ókunnuga menn...mótmæla á Austurvelli og eru með fyrstu heiðursgráðu í áfallaflissi....bara MEGA MIKIL KRÚTT sko....

Og ég myndi ALDREI grenja upp í andlitið á þér...nema þá kannski bara úr hlátri...því þú ert svo ógó skemmtó!!!!

Takk fyrir það!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 12.1.2009 kl. 00:15

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir allt sem Bergljót skrifar Geri það reyndar með allt sem hún skrifar

Sigrún Jónsdóttir, 12.1.2009 kl. 01:08

8 identicon

ahhh gott að sofa út, ég fékk að sofa lengi í gær líka :)

alva (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 08:17

9 Smámynd: www.zordis.com

Með stút á vör sendi ég þér fingurkoss með eldrauðu glossi ... hehehhe koss og gloss!

www.zordis.com, 12.1.2009 kl. 09:00

10 Smámynd: Rebbý

sunnudagar eru til þess gerðir að konur séu latar .. já og menn líka, jafnvel hundar .... allavega var fiskurinn minn megalatur eins og aðra daga.

Rebbý, 12.1.2009 kl. 09:32

11 Smámynd: Einar Indriðason

Rebby... var fiskurinn þinn nokkuð það latur, að hann bara flaut uppi?

Hmm....

Einar Indriðason, 12.1.2009 kl. 09:53

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Einar

Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2009 kl. 10:06

13 Smámynd: Gulli litli

Þú ert gersemi.

Gulli litli, 12.1.2009 kl. 15:45

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Getur einhver kennt mér að vera löt??? held ég kunni það ekki

Huld S. Ringsted, 12.1.2009 kl. 19:35

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þarna er Gulli litli búinn að segja það sem ég hugsaði

Marta B Helgadóttir, 13.1.2009 kl. 00:20

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Löt löt hehehe  jamm það er heila málið köllum þetta bara leti.  En ég er sammála þér með það að fara á mótmælafund er á við ferð til sála, jafnvel ennþá árangursríkari.  Manni líður svo vel á eftir einmitt að finna að maður er ekki einn, fullt af fólki sem er á sama bátnum.  

En þú ert nú meira hrekkjusvínið Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2009 kl. 09:49

17 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Afi og Tryggur sitja heima á Selfossi og eru að bíða eftir áfallahjálp frá RKÍ. Tryggur horfir bara á beinið sitt og afi getur ekki tekið í nefið. Lentu í einni með tvo hunda í gær.... 

Halldór Egill Guðnason, 13.1.2009 kl. 16:03

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já það má vel vera að þeim líði illa en ég get ekki tekið neina ábyrgð á því! Ekki frekar en ég get tekið ábyrgð á því að þeim líði stundum vel.........

Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband