10.1.2009
Bændur úlpast!!
Ég ákvað að vera vargur í dag og skellti mér á mótmælin í dag á Austurvelli ásamt öööörfáum öðrum!
Að Þorvaldi og Lilju ólöstuðum, fannst mér Lárus Páll bera af í ræðuhöldum en Þorvaldur sló náttúrulega í gegn með söng sínum. Ég get sagt þér það Þorvaldur að ef þú missir vinnuna sem smiður þá áttu vísan frama í söng!
Þarna voru margur og múgmenni.... Ég hitti Skessu og Katrínu Snæhólm ég hitti líka Ibbu Sig. ;) sem veit ekki einu sinni að ég þekki hana.......... hitti Söru dóttur Jennýar Önnu, þekkti hana af myndum af Jenný Unu sem að sjálfsögðu var líka mætt - enda með skoðanir á mörgu!!
Hitti líka fullt af fólki sem ég þekki úr kjötheimum - Frábær dagur og ég er ánægð með að hafa loksins drifið mig á Austurvöll.
Takk Ellen fyrir að útvega mér far.
Lifið í Lukku
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Lárus Páll er snilldarræðumaður að hafa hann aftastan. En ég var hinsvegar að sofna undir allt of langri og langdreginni ræðu hennar (ok, kannski ekki sofna í orðsins fyllstu merkingu en allavega missti ég athyglina). Og vá, Þorvaldur getur klárlega sungið og einstaklega vel til fundið lag hjá honum.
Alveg sama hvað ég mæti oft þarna og þó ég viti af fullt af fólki sem ég á að þekkja þá hitti ég aldrei neinn. Aldrei! Kannski af því ég er svo lágvaxin að ég týnist í mannhafinu, kannski af því ég treð mér alltaf fremst. Ég varð til dæmis steinhissa þegar ég sá myndir af fundinum í dag hvað voru margir bak við okkur.
Vilma Kristín , 10.1.2009 kl. 21:56
Ég var einmitt að svipast um eftir þér! Næst verð ég með spjaldið sem á stendur: Mundu mig - ég man þig! Þá þekkist ég allavega......
Hrönn Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 21:59
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2009 kl. 22:06
Mótmælafundirnir eru orðnir aðal bloggara hittingarnir. Takk fyrir að fara í dag og vonandi hitti ég þig næst
Sigrún Jónsdóttir, 10.1.2009 kl. 22:12
Ég finn að í mér blundar mótmælandi......Taktu mig með næsta laugardag......eða ég get tekið þig með.... ég kem með bílinn og þú keyrir......
Fanney Björg Karlsdóttir, 10.1.2009 kl. 22:16
Hey Fanney! Það gæti verið meira en gaman..... Góð hugmynd og ég tek þig á orðinu!
Hrönn Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 22:17
Sigrún það ætla ég líka að vona
Hrönn Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 22:18
ég var nú að mæta í fyrsta sinn (hef einhvernvegin alltaf haft nóg annað að gera um helgar) og verð að viðurkenna að söngurinn hjá Þorvaldi bar af þarna - auk þess sem mér fannst ánægjulegt að sjá hvað margir mættu. Þar sem mér var orðið kalt þá var rölt rólega af stað frá Austurvelli eftir rúmlega hálftíma stopp og því missti ég af Lárusi ... geri betur næst
Rebbý, 10.1.2009 kl. 22:34
Það hefur verið góð stemming og ánægjulegt að fólk bætist í hóp mótmælenda ... Hvað þarf til að þjóðin komi sínu til skila? Þarf að grípa til borgarastyrjaldar svo að þeir sem fastast sitja hlusti á skilaboðin, það að heyra öskrin er ekki það sama!
Svo er það C vítamín í morgunmat og kærleiksbollur!
www.zordis.com, 10.1.2009 kl. 22:46
Ég fór á mótmælandafund á Austurvelli fyrir nokkru og mér leiddist labbaði ein þangað og hafði ekki nokkurn mann til að deila mínum skoðunum með.Ég hef upplifað svona stemmingu áður er ég fór í jarðaför og kirkjan var nánast full og sat ein á bekk. Það er kannski áran mín.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 10.1.2009 kl. 23:28
Já Auður - eða bara skilti sem á stendur: hronnsig.blog.is ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 23:56
Mér leiðizt þetta Livrarsollzpúlaralag, ~Þú skokkar einn á vegg~, óendanlega, alveg sama á hvaða tungumáli það er sungið, um hvað textinn fjallar & allt annað merkíngarlegt samhengi í því ósamhengi.
Duglegri þú en ég, alltént, ég ber fyrir mig slæma færð, því að þegar farið verður fært, verður fyrzt fært að fara.
Steingrímur Helgason, 11.1.2009 kl. 00:12
hahah Steingrímur!
Já Auður - ég skal vera í múnderingunni ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 00:19
Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.1.2009 kl. 00:45
Dem... þarf ég þá að finna mér mörgæsarbúning?
Einar Indriðason, 11.1.2009 kl. 01:11
Nei Einar! Ég þekki þig án hans..... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 01:28
Af hverju sá ég þig ekki þarna í dag? Hvar varst þú þegar ég var þar?
Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 01:28
Væri ekki gott að hittast fyrir mótmælin elsku bloggarar og stappa stálin eða þannig ?
Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.1.2009 kl. 01:32
Ég var sunnanmegin við Jón Sig... nær runnunum... í vestur átt....
Viltu GPS hnit næst? :-)
Einar Indriðason, 11.1.2009 kl. 01:41
Já takk
Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.1.2009 kl. 01:45
Nú.... þú hefur þá bara verið rétt hjá mér.....
Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 06:21
Nú... hvar varst þú? Og afhverju sá ég þig ekki?
Einar Indriðason, 11.1.2009 kl. 09:40
Ég var aðeins vestar.... á sömu gangstétt!
Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 10:13
Slow Motion....
"Cathy" ...
"Heathcliff" ......
Einar Indriðason, 11.1.2009 kl. 10:28
.....hvort ætlar þú þá að vera Cathy eða Heathcliff?
Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 13:15
Frekar að spyrja... hvort ég ætli að vera Cathy og þá með djúpa bassa rödd... eða Heathcliff, rétt skriðinn úr mútum.....
Einar Indriðason, 11.1.2009 kl. 14:54
Ég var þarna líka en sá þig ekki. Horfi bara betur næst. Annars verður maður hálf hræddur þarna því allir eru svo reiðir út í allt og alla.
Marinó Már Marinósson, 11.1.2009 kl. 15:01
Já.... ég verð líklega að reyna að hafa kvekendið með næst, svo ég þekkist...... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 19:53
Elsku Hrönn. Þú ert yndisleg. Þakka þér fyrir innlitið til mín, þó ég hafi verið fjarverandi lengi.
Gott hjá þér að mæta á Austurvöll. Núna hugsa ég um ástandið á Gaza og þá einhvern veginn skreppur saman þessi skortur á efnislegum gæðum, þessi dauði fjármagnsins, þessi kreppa - við erum þó á lífi. Hér liggur ekki fólk dáið og sundurtætt fyrir fótum okkar. En kannski má maður ekki fara út í svona samanburð eða hvað? Víst hefur margt ótrúlega ljótt átt sér stað hér vegna græðgi og eiginhagsmunahyggju og margir þurfa að líða fyrir það.
Sofðu rótt og nældu þér í fallega drauma, (ég var að bjarga börnum frá einhverjum risabirni í nótt).
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 22:02
Jú Sólrún! Hér má allt.
Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.