9.12.2008
Bókarabrauð!
Það hefur varla farið fram hjá neinum að í þeim *efnahagsþrengingum* sem nú eiga sér stað eru allir á útopnu að fatta uppá einhverjum nýjungum sem gæti komið til með að bjarga efnahag viðkomandi heimilis.....
Eftirfarandi fjölmiðlaviðtal kemur til með að eiga sér stað við afkomanda minn - afspyrnufagra stúlku - hvað annað...... í fjölskyldufyrirtæki mínu í fjarlægri framtíð eftir cirka 150 ár.
Já - hún langalangamma byrjaði nú að baka þessi Bókararbrauð í kreppunni miklu sem reið yfir árið 2008 - eða *efnahagsþrengingunum* eins og hún kaus að kalla ástandið. Ég man að amma talaði alltaf um hæðnisglampann í augunum á langalangömmu þegar hún sagði það orð. Það var nefnilega þannig að henni var sagt upp öðru starfinu sem hún hafði þá dagana og uppúr því ákvað hún að byrja að baka brauð, muffins og snúða og selja sem nestiseiningu á 200 krónur pokann. Langafi, sem einhverra hluta vegna var alltaf kallaður mömmusinnardúlludúskur, hjólaði svo á vinnustaði og seldi brauðið. Hann var alltaf svo mikið fyrir útivist og hreyfingu (hljómar betur en að hann hafi misst prófið - innskot höfundar) hann Langafi. Ég man hann gekk alltaf í og úr vinnu á meðan hann hafði hana.
Á endanum var hún svo komin með nokkra Pólverja í vinnu líka sem gengu á milli þeirra vinnustaða sem voru þó starfandi og seldu fyrir hana "Nestispokann" Þeir grínuðust víst með það sín á milli að í Póllandi hefðu þeir verið hluti af pólsku mafíunni - sem á máli innfæddra kallast labbemann - en nú löbbuðu þeir um og seldu nesti í kulda og kreppu!
Verðið á "Nestispokanum" grundvallaðist á þeirri hugmynd að ekki væru notuð vélknúin ökutæki til að sendast á milli staða því á þeim tíma var benzínverð víst fremur hátt og langalangamma var með þrjózkari konum sem uppi voru á þeim tíma og harðneitaði að eiga sjálfrennireið. Hún sagði alltaf, og hnussaði í barminn, að þeir hefðu ekkert betra við tímann að gera langafi og Pólverjarnir sem fest höfðu rætur í landi ljóss og skugga (eða gátu ekki farið til Póllands vegna þess að þar voru þeir eftirlýstir. Allt fyrir lúkkið muniði - innsk. höfundar) en ganga á milli fyrirtækja og svo hefðu þeir gott af hreyfingunni............ Að launum fengu þeir svo að kvöldmat hjá Langalangömmu!
Í dag bökum við Bókarabrauðið og sendum um allan heim. Frystum það nýbakað - það tók víst við af brauðinu þarna....... hvað hét það aftur......? Hatting??
Í næsta viðtali segi ég ykkur kannski hvers vegna langalangamma gerðist trúuð. Þar koma við sögu Kærleiksbollur og skortur á osti
Athugasemdir
Nú er konan farin að feraðst fram og aftur í tímanum ... (var að horfa á myndina back to the future). Góð! Hlakka til að lesa meira um sögur langalangömmu.
Knús á þig og endilega koma með kærleiksbollu færslu.
(( Hrönn og pólska mafían))
www.zordis.com, 9.12.2008 kl. 20:49
ARG!
þú drepur mig kona!!
þú verður að baka aukaskammt af brauði, ég læt senda þér útfararreikninginn...á ekki fyrir honum hehe
Ragnheiður , 9.12.2008 kl. 20:49
Ekki efast ég um að þetta sé hið mætasta brauð og væri alveg til í að eyða bensíni í að koma og kaupa það.
Helga Magnúsdóttir, 9.12.2008 kl. 20:58
Mmmm, nú langar mig í nestispoka... hlakka til að geta fengið þá út í næstu búð eftir nokkur ár ;)
Vilma Kristín , 9.12.2008 kl. 21:18
Húbbahúlle það þíðir ekki sitja og bíða þess að "efnahgsþrengingarnar" gleypi mann og annan.Skemmtileg framtíðarsýn.
ÚBBs ég get hreint ekki vrið alvarleg yfir lestri frá þér
Solla Guðjóns, 9.12.2008 kl. 21:27
Ég í kasti, eina ferðina enn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2008 kl. 21:35
Frábær
Sigrún Jónsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:18
Það er nú bara kreppumeðal að koma hér við hahahah
M, 9.12.2008 kl. 22:31
Hér með legg ég inn pöntun fyrir einum svona nestispakka..... en þar sem ég er svona næstum því öryrki þessa dagan..... í það minsta einyrki.... þá fer ég fram á afslátt.... og heimsendingu í sólskynshreppinn....
Þú ert bara frábær.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 9.12.2008 kl. 23:27
yndislegust
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:42
Vá hvað ég væri til í sendingu af bókarabrauði á hverjum degi til DK. Í morgun smurði ég fimm stykki madpakke og elsku börnin fá alltaf það sama: Rúgbrauð með kæfu, gulrót, rúsínur og gulrótarboller ef þau eru heppin. Allir komnir með madpakke-ógeð á þessu heimili !!
Erla Björg (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 08:18
He he það sem ég segi.
Marinó Már Marinósson, 10.12.2008 kl. 09:09
Hahaha yndisleg, ég hlakka til að heyra framhaldið, um hana langalangalangömmu, og Hattingbrauðið Þetta er annars rosalega góð viðskiptahugmynd.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2008 kl. 09:33
Hvaðan skildi langalangamman í frásögninni hafa þrjóskuna, skildi þá ekki vera gamla GÓÐA Austurvegsþrjóskan.
Knús til þín
Stína
Stína frænka (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 13:36
heheehhe hugsanlega erfist hún bara hérna niður eftir götunni....... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 13:44
Ert´ekk´að grínast kona!!!!
Ég er að fá astma af hlátri hérna hinu megin heiðar...þú ert náttla bara yndislegust!!!
Einhvern daginn kaupi ég mér Nestispokann...uhmmmm!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 10.12.2008 kl. 17:23
Þú ert náttúrulega bara fyndnust tjelling. Verst hvað færslan er samt sorgleg þegar vel er gáð, já eða lesið. Mér þykir þetta verulega leiðinlegt að þú skulir missa hitt fyrirtækið líka. Og svo sannarlega bið ég fyrir að úr rætist.
En í Guðana bænum............ láttu mig vita ef ég hef lesið vitlaust. Því ef svo er þá ætla ég að breyta bænunum í að ég fái svona brauð sent heim í morgunmat!!
Knús á þig elskulegust.
Tína, 10.12.2008 kl. 23:42
Þú ert rosaleg
Heiða Þórðar, 10.12.2008 kl. 23:47
Hrönnslan mín.... betra seint en aldri.....var að finna bókina góðu.....Ég held ... svei mér þá... að húsálfarnir hafi fengið hana að láni og skilað henni í morgun... því hún lá á mjöööög áberandi stað.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 11.12.2008 kl. 11:07
Góður pistill og næst kærleiksbollur og skortur á osti.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.12.2008 kl. 13:47
Glæsilegt Fanney!
Hvernig komum við henni á milli staða? Þú fótlaus og ég bíllaus.....
Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 15:14
það verða einhver ráð með það.... kanski ég eigi leið á Selfoss á morgun.... smygla henni þá inn til þín...
Fanney Björg Karlsdóttir, 11.12.2008 kl. 19:38
Hey! Ég á bæði snúða og muffins í verðlaun ef þú kemst upp....
Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 20:30
jibbý...ég ætla að byrja að æfa mig....
Fanney Björg Karlsdóttir, 11.12.2008 kl. 21:05
Þetta getur verið þín sjúkraþjálfun
Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.