Myrkraröfl!

Ég vaknaði snemma! Hlustaði á myrkrið og þögnina og ákvað að drífa mig út! Snjórinn lá yfir öllu eins og hvítt teppi ofið úr stjörnum. Ég fór uppáhaldsleiðina mína - í gegnum skóginn, upp með á, út að ferju - hundarnir kunnu sér ekki læti að fá að hlaupa í skóginum, krummi krúnkaði í fjarzka og álftahjón kvökuðu á ánni. Hlín hrekkjusvín ;) gerði sitt bezta til að virka ógnandi á bakkanum en gafst upp og hélt áfram að leika snjóplóg í hálkunni. Þetta er með hamingjusamari hvolpum sem ég hef hitt..... hún elskar mig, snjó og mömmusinnardúlludúsk - ekki endilega í þessari röð. Stúfur Stubbalings er öllu ráðsettari þó hann leiki úlf á milli trjánna með henni öðru hvoru!

Það rann upp fyrir mér á meðan ég tiplaði í hálkunni og tók óvænt twistspor á milli hvað ég hafði saknað þess að ganga í myrkrinu og þögninni. Hlusta á ána og ekki neitt.

Bakaði kleinur með mömmu í gær og borðaði þær næstum allar líka. Beztu kleinur í heimi kleinurnar hennar mömmu. InLove

Skjár einn segir að það bezta í lífinu sé ókeypis - ég er ekki frá því að það sé rétt. Allavega er ég uppfull af orku - alveg upp á nýtt Heart

Nú ætla ég að hella mér uppá gott kaffi, fá mér rúnstykki og kleinur Joyful hvað annað og halda áfram.

Bígúd InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Þetta setti skemmtilegar myndir í gang hjá mér :-)

Snjóplógur?  Ertu þá með keðjur, eða bara á nöglum?  Elta hundarnir snjóbolta?  Ertu ekki fegin að hundarnir kunna ekki snjóboltakast?

Já, náttúran.  Snilldar uppfinning!  Mæli með henni.

Einar Indriðason, 23.11.2008 kl. 11:17

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheh Einar ég þarf bara að bjóða þér með einn morguninn í snjókomu! Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvernig hún hleypur með trýnið opið við jörðina til að ná sem mestum snjó

Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2008 kl. 11:20

3 Smámynd: Vilma Kristín

Hljómar eins og fyrirtaks morgun. Ég er sannfærð um að samvera með dýrum geri sálinni á manni bara gott... kannski verð ég bara að segja þetta þar sem ég er svona "safnari"... en það er eitthvað svo notalegt við ást þeirra og þau geta skemmt manni endalaust með uppákomum sínum. Þú heppin að eiga svona hamingjusama hunda :)

Vilma Kristín , 23.11.2008 kl. 12:22

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Mikið hefur verið gaman hjá ykkur.Hefði alveg verið til í að vera með og velta mér upp úr snjónum.

Solla Guðjóns, 23.11.2008 kl. 12:29

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Voru þær stökkar, altso kleinurnar?

Ég vil snjó.

Þröstur Unnar, 23.11.2008 kl. 12:34

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hamingjan felst í því að vera sáttur við það sem maður hefur.      Þú ert greinilega ein af þeim.   

Skemmtileg lýsing hjá þér.  Ég sá hundinn og álftirnar alveg fyrir mér.   Álftin með snobbað lúkkið, hugsað hundfjandanum þegjandi þörfina fyrir að rífa kjaft þarna á bakkanum;  "já komdu bara út í ef þú þorir?" 

Eigðu góðan dag.   

Marinó Már Marinósson, 23.11.2008 kl. 13:07

7 Smámynd: Dísa Dóra

haha sé þetta alveg fyrir mér.  Hefur greinilega verið mjög góður morgunn hjá ykkur þremur og gærdagurinn ekkert verri.  mmmmmmmmmm langt síðan ég hef smakkað nýbakaðar kleinur - kannski ég ætti að fara að rifja upp kunnáttu mína við að baka kleinur og fleira

Dísa Dóra, 23.11.2008 kl. 14:34

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2008 kl. 14:39

9 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Er hægt að biðja um yndislegri byrjun á góðum degi...Þú kannt tökin á tækninni Hrönnslan mín....eigðu góðan dag.... og viku... ef því er að skipta....

Fanney Björg Karlsdóttir, 23.11.2008 kl. 16:04

10 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Dosss maður. Ég hefði viljað labba þessa ferð með þér. Við strákarnir hjóluðum alltaf þessa leið uppeftir ánni og helst í ánni þar sem sandurinn er. Komum líla alltaf hundblautir heim.  Geri svo kleinur bráðum fyrir jólin mmmmmm long time....!      Svo er ég eins og þú að því leiti að það er svo gaman að vera einn í myrkrinu og hlusta á allt og ekki neitt. Eins og Gullauga í söngnum: ..að skynja hvað er bak við heimsins gluggatjöld.                                                                                        Og mundu svo það að: you are never alone in the dark.

Gunni Palli kokkur.

Gunnar Páll Gunnarsson, 23.11.2008 kl. 16:24

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 23.11.2008 kl. 17:09

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mig langar í kleinur. Hef ekki smakkað nýbakaðar kleinur síðan ég var krakki.

Helga Magnúsdóttir, 23.11.2008 kl. 19:12

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vilma! Þau eru svo skilyrðislaus

Solla! Þú ert alltaf velkomin

Þröstur! Þær eru góðar - það dugar mér! Snjórinn er hér - komdu bara, ef þú þorir

Marinó! Nákvæmlega

Dísa Dóra! Heimabakaðar kleinur eru bestar!

Jenný!

Fanney! Takk sömuleiðis

Gunni Palli kokkur! Það hefði verið gaman að hafa þig með.... á hjólinu  

Heiða!

Helga! Þær eru eitt það bezta. 

Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2008 kl. 22:15

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Heyrðu góða..... varst það ekki þú sem gerðir grín að mér fyrir þessa skjáseins-samlíkingu?

Og þessi mynd af þér er........algjört bíó :)

Heiða B. Heiðars, 23.11.2008 kl. 22:35

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú Heiða! Mér varð einmitt hugsað til þin þegar ég skrifaði þessa setningu

Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2008 kl. 22:37

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 23.11.2008 kl. 22:45

17 Smámynd: Heiða B. Heiðars

híhí... gott að vita að það er hugsað um mann sko :)

Heiða B. Heiðars, 23.11.2008 kl. 22:54

18 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nýbakaðar kleinur og kaffi og spjall við mömmu sína. Getur nokkuð verið betra?

Þú ert lukkunnar pamfíll, kona. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.11.2008 kl. 22:54

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Dásamlegt alveg.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:02

20 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Sorrý get ekki komid á hjólinu. Thad er ónýtt fyrir ca 30 árum sídan. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 07:40

21 Smámynd: Tína

Alltaf er jafn gaman að þér tjelling. En ég sé hana Hlín hrekkjusvín ljóslifandi fyrir mér hlaupandi þarna um. En hrikalega var nú gaman að fá þarna knús frá þér á fimmtudagskvöldinu en leiðinlegra að hafa ekki getað talað við þig. Annars er ég alveg staðráðin í að kíkja til þín áður en jólatraffíkin (sem verður vonandi góð) byrjar.

Kleinuknús á þig

Tína, 24.11.2008 kl. 09:15

22 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Fæ vatn í munninn við að lesa þessa færslu.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.11.2008 kl. 12:29

23 identicon

Nú-heimabakaðar kleinur og feitmjólk ummmmmmmmmmmm

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 14:31

24 Smámynd: Marta B Helgadóttir

mmmmmmmm

Marta B Helgadóttir, 24.11.2008 kl. 21:43

25 identicon

Þetta var yndisleg kvöldlesning fyrir mig.  Já. Kleinur og mæður.  Mamma gerði svona tunglkarla úr kleinudeigi í hvert sinn sem var bakað.  Það er reyndar ekki langt síðan ég bakaði kleinur sjálf.  Langaði svo óheyrilega í mömmukleinur.  En mínar verða bara ,,mínarkleinur" og þær eru ekki eins góðar.

Já. Þögn og árniður. MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMm.

Sofðu rótt og ég sendi einhverja skemmtilega drauma inn í nóttina til þín.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:55

26 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 25.11.2008 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.