18.11.2008
Hebreskir hestar!
Ég var að horfa á dr. Dramawood!
....en það er nú ekki það sem ég ætla að tala um í kvöld! Ég ætla að segja ykkur frá minningu sem poppaði upp við að horfa á dr. Drama.
Þannig var að þegar ég var krakki var mín heitasta ósk að eignast hest! Ég suðaði og suðaði og suðaði í pabba - að sjálfsögðu - ég taldi það vænlegast til árangurs að bera mig upp við hann...... að gefa mér hest í jólagjöf, afmælisgjöf, sumargjöf eða hvaða viðburður það nú var sem næst poppaði upp..........
....og ekkert gekk! Pabbi notaði endalausar röksemdarfærslur á mig án þess að nokkurn tíma segja nei! Mætti halda að hann hafi verið Skaftfellingur Það þurfti að moka undan hestum, það þurfti að gefa þeim - tvisvar á dag...... það var ekki nóg að eiga bara hest, það þurfti líka að eiga hnakk og beisli, það þurfti þetta og það þurfti hitt..............
Aldrei gafst ég samt upp og hélt áfram að suða...... Þetta endaði með þvi að ég fékk reiðnámskeið í afmælisgjöf eitt sumarið! Ég réði mér ekki fyrir fögnuði - heill mánuður á hestbaki klukkustund á dag! Mér fannst eins og ég hefði eignast himininn - sólina og tunglið með
Það er skemmst frá því að segja að ég var allan tíman - heilan mánuð - skíthrædd um að detta af baki og þegar hinir hestarnir stoppuðu til að drekka - fékk minn ekki neitt!! Glætan að ég ætlaði eitthvað að fara að gefa honum lausan tauminn.....
Mig langar enn í hest.... mamma? Spurning um að halda svona bar mitshwa eða hvað það nú heitir þegar gyðingar ganga í fullorðinna manna tölu - eins og dóttir dr. Drama gerði í kvöld og hlaut að launum eitt stykki hest.......?
Athugasemdir
Hver er Dr. Drami??? ein voða vitlaust
Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 21:37
Já ég segji nú það líka ..Dr.Drami??? En ég er samt ekkert vitlaus
Ekki spurning pabbi þinn er V-Skaftfellingur..Pottþétt
Ég trúi ekki að þig langi í hest ....það þarf að moka ..það þarf að gefa...heyja fyrir hann......jafnvel ríða honum....úpps ég er ekki Skaftfellingur...
Solla Guðjóns, 18.11.2008 kl. 21:45
Löngu búin að gefast upp á Dr. Drama....... Mamma mín sagði alltaf nei...en pabbi lét stundum undan.......þangað til hann lærði að segja; Spurðu mömmu
Sigrún Jónsdóttir, 18.11.2008 kl. 22:49
Mér líst vel á ad zú gangir í fullordinsmannatölu Frú Hrönn!
Er ekki málid ad gera zetta bara á sunnudaginn????
www.zordis.com, 18.11.2008 kl. 22:55
Lízt vel á zad Zordis ;) Kemur þú þá með hestinn?
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 22:57
Ég bað aldrei um hest. Mér var sagt það í æsku að útgerðarmenn hefðu svo gloppóttar tekjur að ef þeir gæfu barni hest í fermingargjöf væru þeir vísir til að borða hann á jólunum.
Helga Magnúsdóttir, 18.11.2008 kl. 22:57
Helga Pabbi minn hefði kannski þurft að kynnast pabba þínum?
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 22:59
Hestar! Úffff... ég skelf við tilhugsunina að príla á bak. Það er ágætt að horfa á þá útí haga.
Vilma Kristín , 18.11.2008 kl. 23:52
Hrönn mig langaði líka í hest þegar ég var yngri.... fékk ávalt svarið NEI.. þegar ég bar þessa ósk upp við forledra mína.....
En ég fullorðnaðist.... já já ég veit...hitti bóndann....og nú veit ég varla hvað ég á marga hesta.......
Fanney Björg Karlsdóttir, 18.11.2008 kl. 23:55
Hvað er það með þig og doktora?
Hoho.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2008 kl. 00:04
„Já...bara ekki í dag“...er viðkvæðið á þessum bæ...“Já,,,bara seinna“...“Já...þegar þú verður átján“..... Bara helst ekki segja NEI...nota jákvæðnina...þetta hefur pabbi þinn kunnað...flottur kall!! Miklu betra að heyra Já en NEI....ekki satt????
Bergljót Hreinsdóttir, 19.11.2008 kl. 00:22
Ég kem med hest!!!
www.zordis.com, 19.11.2008 kl. 00:44
En er ekki spurning um að nota hérna trikkið úr færslunni á undan? Kaupa sér hest af því að þú ert að verða þunglynd og athuga hvort þú færð ekki hnakk og beisli gefins??
Hugarfluga, 19.11.2008 kl. 09:50
hehe jú Fluga! Eða kannski even better... kaupa hnakk og beisli og athuga hvort ég ekki hestinn gefins.......
Hrönn Sigurðardóttir, 19.11.2008 kl. 09:52
Ég mundi gefa þér hest ef ég ætti einn, því að ég hef akkúrat engan áhuga á þeim ég hef aldrei verið eins fegin og þegar dóttir mín ákvað að fara ekki aftur á reiðnámskeið...og ég vooona að hin tvö yngri fái ekki þessa hestabakteríu....ég er samt úr sveit þar sem voru milljón hestar, bara fékk ekki þessa bakteríu.
Vona að það gangi vel við leitina samt,
luv.
alva (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 11:16
Ohh djí..ég hefði nú viljað aðeins meira hlutverk fyrir hestinn í þættinum í gærkvöldi. Hann var flottasti karakterinn. Ég reyndi líka að fá hest...gekk ekkert. Fékk ekki einu sinni hjól fyrr en seint og síðar meir..
skellum okkur í fullorðinna manna tölu Hrönn..ekki seinna vænna. Hinn heilahluthafinn á sko hest !
Ragnheiður , 19.11.2008 kl. 11:44
aaaa Ragga! Þar er skýringin komin........ ;)
takk fyrir það Alva :)
Hrönn Sigurðardóttir, 19.11.2008 kl. 11:52
Hrönn og Ragnheiður. Tilviljun eða ekki ?
Ég á ÞRJÁ hesta. (Einn fyrir hvern heiladingul)
Anna Einarsdóttir, 19.11.2008 kl. 13:10
yess..þannig að við Hrönn eigum sko í raun og veru hest hehe snilld.
Ragnheiður , 19.11.2008 kl. 13:13
Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar, við hjónin vorum í hestamennsku, dóttir okkar fékk svo hest, og fékk allsvakalega bakteríu, sem varð til þess að hún ákvað að verða dýralæknir, sérstakur hestadýralæknir, sem svo aftur varð til þess að ég tók að mér að hafa börnin hennar í nokkur ár eða svo. Svo ég hef ekki ennþá séð út úr þessari ákvörðun En mikið rosalega líður mér samt vel
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2008 kl. 14:45
ohhhhh ég var svo heppin að fá gefins hest mjög ung að árum (reyndar var hesturinn folald þá). Elskaði þennan hest minn og á unglingsárunum var hann minn besti vinur og reið ég út á hverjum degi - stundum oftar en einu sinni. Já það voru sko hlunnindi að alast upp í sveit
Dísa Dóra, 19.11.2008 kl. 16:00
ég stundaði hestamennsku sem unglingur.Er enn dauðhrædd við þá.Fínt að kela við þá ,gefa þeim epli (brauð er óholt) fá smá hestafílu á sig og fara svo heim
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:47
Yndisleg frásögn
Knús...
SigrúnSveitó, 20.11.2008 kl. 07:31
Ekki langar mér í hest...............................er skíthrædd við þá
Huld S. Ringsted, 20.11.2008 kl. 09:12
Já, það er ótrúlegt hvað foreldrar geta stundum vikið sér lipurlega undan óskum barnanna sinna. Mig langaði í hund og var búin að fá ansi margar og góðar hugmyndir um hvar hann skyldi geymdur þar sem mamma taldi hann ekki komast fyrir í fjögurra herbergja íbúð í blokk þar sem sjö manna fjölskylda var fyrir. Hún sá alltaf einhverja meinbugi á hugmyndum mínum. Furðulegt.
Steingerður Steinarsdóttir, 20.11.2008 kl. 09:29
Æ hvað ég sé hann afa fyrir mér.
Hefur ekki hjarta í sér til að segja nei. En hefði heldur aldrei þorað að segja já af ótta við ömmu
Erla Björg (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 13:47
SORRY
Solla Guðjóns, 20.11.2008 kl. 21:25
Hverslags andsk#$}ü○◙♂♀♫◄☼oºªÑø£ bloggleti er´ðetta?
Áfram Eistland.
Þröstur Unnar, 20.11.2008 kl. 22:11
Anna! Hvað heitir minn? En Röggu?
Solla! Þér er fyrirgefið - láttu þetta bara ekki koma fyrir aftur
Þröstur! Vertu úti með þennan munnsöfnuð....... þú ert nú alveg tveggja handa sko....
Erla Björg! Nákvæmlega
Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 22:14
Hestamennska með hníf og gaffli er sport að mínu mati.
Helst eftir viðkomu í salttunnu.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 22:31
Hmm... ég á hjólhest. Telst það með?
Einar Indriðason, 20.11.2008 kl. 22:37
Gunni Palli kokkur! Þú hefur þá líklega bara kynnst hrossum úr Landssveitinni Gaman að sjá þig aftur dúlla
Einar! Já já já það telst allt með.....
Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 22:56
Elsku Hrönn. Hvað það er yndislegt að hafa ´hitt þig og vita hver er á bak við þessi skemmtilegu skrif. Þúsund hlýjar þakkir fyrir að koma. Ég mæli með að hjólhesturinn verði samþykktur. Ég á einn slíkan og þar með komin í fullorðinna manna tölu. Sofðu rótt og dreymi þig skemmtilegan útreiðatúr og fallega áningastaði.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 23:03
Takk sömuleiðis!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 23:10
Hrönn.
Þinn heitir Koníak,
Röggu heitir Birta,
Og minn heitir Ívar.
Anna Einarsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:11
Jey!! Ég get drukkið minn líka! Ég ER svo hrifin af öllu sem er margnota..... ég er líka rosahrifin af Koníaki
Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 23:23
Vó og minn virkar sem náttborðsljós, þegar ég hendist í að fjárfesta í bók sem mig langar í !!
Kúl helstar
Ragnheiður , 20.11.2008 kl. 23:48
haha ekkert smá frábær hross!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 23:50
...og Anna getur leitað á sínum í var - þegar illa árar..........
Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 23:51
úhú - eeeeelska að einoka mitt eigið blogg ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 23:51
Hehehe já enda hver annar ætti að einoka þitt eigið blogg ?
Þetta eru snilldarhestar og snilldar Anna- heilahluthafi. Nei heyrðu , það er ekki lengur inn að vera hluthafi. Hvað eigum við að kalla það ? Samyrkjubú eins og kommúnistar ?
H E L P !
Farin að kveikja á Birtu á náttborðinu-ætla með bókatíðindin með mér. Búin að henda þeim í áttina að Lappa í dag, best að lesa þau núna
Ragnheiður , 20.11.2008 kl. 23:57
....eða samhafar?
Hrönn Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 00:00
samhafar, hm já það er ágætt hehe
Ragnheiður , 21.11.2008 kl. 00:07
Erum við ekki dálítið heilög þrenning ?
Eða þríhöfði ? Sem er auðvitað tvíhöfði í verðbólgu.
Díííí hvað ég er glöð að það eru tvær jafn ruglaðar kjellur og ég, þarna úti.
Anna Einarsdóttir, 21.11.2008 kl. 13:33
Já það gerir heilmikið fyrir mann!
Hrönn Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 13:58
Já algerlega ómetanlegt ástand, ég hef samt grun um að okkur skilji enginn nema bara við þrjár hver aðra.
Voilla, upp í rúm með Birtu. Brjálað að gera helgina, Hilmar smástrákur heldur upp á afmælið og svo er skírnarmessa og veisla á sunnudaginn.
Ragnheiður , 21.11.2008 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.