Kraftaverk og hryðjuverk!

Picture 475Ég hrökk í kút í gærkvöldi þegar flugeldur sprakk fyrir utan gluggann hjá mér! Ég er hinsvegar ekkert að hlaupa með það í fjölmiðla........ Halo

Margir hafa komið að máli við mig og beðið um mynd af kraftaverkapeysunni. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu og birti hana hér með Tounge Ég hefði tekið mynd af flugeldinum en hafði engan kubb.........

Mér var bent á það af einum, sem ég kallaði einu sinni vin minn, að gera ekki prjónaskap að ævistarfi mínu þar sem það kæmi ekki til með að gefa mikið í aðra hönd.... verandi rúmt ár að prjóna eina peysu! Ég sagði honum að það mætti lengi teygja lopann og benti honum á, máli mínu til stuðnings ISG og ekki meir Geir...............Pinch

Ég var að horfa á Eivör í sjónvarpinu í gærkvöldi - skömmu fyrir flugeld - og ákvað í framhaldinu að kaupa one way ticket með næstu ferð Akraborgarinnar til Færeyja Wink

Ég veit þó ekki hvort ég kæmi til með að funkera vel í hringdansinum - verandi svona hægri/vinstri fötluð - þar sem allt virðist byggjast upp á því að vera meðvitaður um þær áttir í Færeyjum......... En þeir reka mig þá bara - ég er vön Cool

Sýnist ykkur ekki þessi peysa gæti verið að gera sig í Færeyjum? InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Peysan er yndisleg í þessum hlýja rauða lit.

Þú verður jólakrútt í´enni.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 16:12

2 Smámynd: Brattur

... flott peysa... minnir mig á Ólaf Liljurós...

Brattur, 16.11.2008 kl. 16:14

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þessi peysa myndi slá í gegn í Færeyjum sem og annars staðar. Mikið er ég glöð að heyra að það eru fleiri hægri/vinstri fatlaðir en ég.

Helga Magnúsdóttir, 16.11.2008 kl. 16:18

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Glæsileg peysa með hálsmáli og allt !  þú leynir á þér kona. 

Anna Einarsdóttir, 16.11.2008 kl. 16:34

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Peysan er flott og mig langar líka til Færeyja

Sigrún Jónsdóttir, 16.11.2008 kl. 16:52

6 Smámynd: M

Langaði að biðja þig að prjóna eina á mig, en nenni ekki að bíða   Peysan er rosa flott.

M, 16.11.2008 kl. 16:55

7 identicon

Peysan er æðisleg,og verður fín í Færeyjum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 17:01

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Þessi peysa er náttúrulega hrein snilld..... þú færð allveg 12 stig af 10 mögulegum....

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.11.2008 kl. 17:08

9 Smámynd: www.zordis.com

Gott ad vita af zér í peysunni í Faereyjum. Ég get zá spottad zig strax!

Eigum vid ad hittast í Faeryjum naesta sunnudag??? Dásamleg peysa og zú verdur flott í henni, spurning um ad gera eina á Ljónshjartad í stíl.

www.zordis.com, 16.11.2008 kl. 17:26

10 Smámynd: Ragnheiður

Ég kem með til Færeyja -peysulaus. En en en ég er líka svona hægri vinstri fötluð...sem kemur sér oft illa þegar fólk segir í bílnum..TIL HÆGRI HÉR  og ég beyri umsvifalaust til vinstri

Hm hm ..ég læri þá bara að vera rekin !

Flugeldaknús .....ehh já en ég var EKKI á ferð á Selfossi

Ragnheiður , 16.11.2008 kl. 18:16

11 Smámynd: Vilma Kristín

Flott peysa.

Og sko... varðandi hægri/vinstri fötlun sem ég er mjög illa haldin af þá er eitt sem virkar ágætlega og var notað á mig með góðum árangri. En það er sko þannig að maður er í einum grænum skó á hægri fæti og í rauðum skó á vinstri fæti. Svo fer maður til græns eða til rauðs í stað hægri og vinstri. Eina vandamálið er að maður þarf að horfa niður á tærnar til að villast ekki.

Vilma Kristín , 16.11.2008 kl. 20:59

12 Smámynd: Einar Indriðason

... Eða vera með mislita hanska.... kannski skrifa með tússi á þá líka?

En, sko... þú gætir náttúrlega prófað að dansa afturábak?  Og athugað hvort hægri/vinstri blindan þín... snúist við?

Eða... dansa á móti spegli?  Sjá hvort það dugi?

Einar Indriðason, 16.11.2008 kl. 21:50

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vilma! Vekur þetta ekki óþarfa athygli?

Ragga! Við gætum kannski bara sungið og spilað og sleppt dansinum...?

Zordis! ....og svo eina á mömmusinnardúlludúsk! Verðum ótrúlega flott saman úti Sunnudagur í Færeyjum hljómar vel

Fanney! Þeinkjú Viltu koma með til Færeyja á Sunnudaginn?

Birna Dís!

M!

Sigrún! Komdu þá bara - mér er sagt að þetta sé bara spurning um að pakka...

Anna! Ég er líka svona leynikona

Helga! Takk

Brattur! Villir hann... stillir hann....

Jenný! Ég er líka þessi hlýja rauða týpa

Hrönn Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 21:52

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Einar! Ég vissi að það væri hægt að stóla á gott ráð frá þér! Ætlar þú að halda á speglinum?

Hrönn Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 21:53

15 Smámynd: Einar Indriðason

Já, já, skal halda á speglinum.  En.. spurt er... Hvernig á ég að snúa speglinum?  á ég að snúa honum til hægri eða vinstri? 

Einar Indriðason, 16.11.2008 kl. 22:01

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Peysan er algjört æði, hlakka til að sjá þig í henni eftir viku. Færeyjar eru örugglega ljúft land, hlakka til þegar ég kemst loksins þangað.  Kær kveðja og eigðu ljúfa viku.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 22:03

17 Smámynd: Vilma Kristín

Óþarfa athygli? Veit ekki, er ekki öll athygli góð og skemmtileg? :) En sko ef þú prófar þetta með grænt = hægri, rautt = vinstri þá þarftu reyndar aðv era tilbúin að taka athugasemdum frá allskonar fólki og þjálfa með þér hæfileika til að hunsa hlátur annara.

En þetta er í alvörunni gott ráð! Mamma mín var með nógu gott hugmyndaflug að detta þetta í hug. En svo er líka annað. Stundum þegar ég þarf virkilega að stóla á að geta greint á milli hægri og vinstri hratt og hef ekki mislita skó við höndina þá bind ég band um vinstri úlnliðinn... virkar líka.

Vilma Kristín , 16.11.2008 kl. 22:20

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Einar! Ekki rugla mig svona í ríminu

Vilma! Ef það er eitthvað sem ég er góð í þá er það að taka athugasemdum frá fólki og hunsa það svo

Hrönn Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 22:45

19 Smámynd: Hugarfluga

Ji, þessi peysa er svo ÞÚ, Hrönn!! Æðislega falleg!!  Og varðandi Eivöru ... ég sagði við manninn minn að ég óskaði mér tónlist með henni í jólagjöf. Þvílíkur sjarmur þessi stelpa að það hálfa væri yfirdrifið!! 

Hugarfluga, 16.11.2008 kl. 23:04

20 identicon

Ég bara veit að í þessari peysu geturðu flogið hvert sem er.  Hún er svona gjörsamlega full af töfrum og æsilega sexý.  Ég hugsa að þú mundir lenda í miðjum hringnum med det samme í svona Grettir onkja gour var dansi og þyrftir aldrei að hugsa um hvorki hægri né vinstri.  Þetta er náttúrlega peysan sem ætti að fara um allt Ísland núna.  Þjóðarpeysan.  Allir í rauðu. - Kínverjar hvað?  Þeir voru í bláu.  Rautt er eitthvað svo gott fyrir sálina, svona eins og sól sem aldrei sest.  Já. Ég hugsa að þú mundir bjargar sálarheill þjóðarinnar með fjölföldun peysunnar.  Nú er bara að taka upp snælduna.

Sofðu rautt! 

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 23:13

21 Smámynd: Steingrímur Helgason

Falleg peyza, dáldið jólasveinkuleg, smá Maóizmi, en ekkert verra.

Steingrímur Helgason, 16.11.2008 kl. 23:30

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér er spurningin ekki um magn heldur gæði Hrönn mín.  Þetta er flott peysa, og raritet mikið, ef ekki er framleitt meira en ein á ári.  Þá þarf að selja dýrt, Dorrit hefur allavega pening til að kaupa nokkrar næstu árin.   Lýst vel á Færeyjar, og þeir reka örugglega engan, því þetta er svo yndælis manneskjur allt saman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2008 kl. 10:06

23 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Slík og hvílík sem þú hlýtur að vera í þessari peysu. Hef bara aldrei séð Hrannarlegri peysu. Rautt er þinn litur. Tek undir hvert orð vinkonu minnar hér að ofan (USB) !

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband