2.11.2008
- ____________ O I
Við Ljónshjartað fórum út að skauta í morgun! Tókum stóran hring í rigningu og hálku - lékum ýmsar listir og Lokharður fékk verðlaun fyrir.... ég fékk ánægjuna af að vera úti með honum
Muniði eftir styttunum sem voru til á öllum betri heimilum í gamla daga......? Sé ekki, heyri ekki og einhver ein enn sem ég man ekki hvernig var..... ég fór nefnilega gleraugnalaus út - sem þýðir að ég sé ekki rassgat en þegar svona viðrar sé ég hvort sem er ekki neitt........... Það kom þó ekki í veg fyrir að ég sæi fallega iðnaðarmanninn minn - ekki bara einu sinni - heldur tvisvar Fékk meira að segja bros líka, gæti þó verið að hann verið að glotta að Ljónshjartanu sem áttar sig ekki á því að þegar við erum komin inn í íbúðabyggð þá hættum við að leika listir
Heim komin tilkynnti ég Mömmusinnardúlludúski að þegar við værum orðin atvinnulaus - þá gætum við opnað sirkus! Látið hundana leika listir sínar....... eitt atriðið gæti verið að fella mann á hjóli - eða að draga björg í bú - eins og ég kýs að kalla það
Mér finnast eiginlega sorglegust í þessu kreppuhjali öllu saman - viðbrögð fólks við hækkunum á áfengi! Allur sá peningur sem skilaði sér þar í ríkiskassann, sem bæ þe vei, er ekki að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir fólkið í landinu hefði kannski verið betur kominn í að styrkja börn í Malaví.....?
Ennfremur legg ég til að seðlabankastjórn ásamt seðlabankastjórum og fjármálaeftirliti segi af sér!
Farin að prjóna....... eða even better! Baka
Einhver sem getur ráðið dulmál fyrirsagnarinnar?
Athugasemdir
See no evil. Hear no evil. Speak no evil.
Einmitt, kannast svo vel við þessar styttur. Einhvers staðar á ég hérna svona eintök... held ég, nema ég hafi hent þeim öllum í biluðu tiltektinni í sumar.
Svo panta ég miða á fremsta bekk þegar sirkusinn opnar ;)
Vilma Kristín , 2.11.2008 kl. 14:03
Speak no evil........ Einmitt!! Þú ert hérmeð bókuð á fyrsta bekk ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 14:05
Er þetta ekki prjónamynstrið?
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 14:10
Dulmál fyrirsagnarinnar;
Það var frost úti og hjartað í mér hætti að slá þegar ég sá iðnaðarmanninn.
Anna Einarsdóttir, 2.11.2008 kl. 14:42
Ég sá einu sinni ódýra eftirlíkingu af þessu "see no evil, speak no evil, hear no evil". Sú eftirlíking var: "see no evil, speak no evil, see no evil."
Ég panta miða á fremsta bekk líka. Nei, annars... circa 6 bekk. Ég veit ekki alveg hvort ég treysti þér til að láta áhorfendur í friði, t.d. með tertukasti eða rjómasprautum. Sjötti bekkur gæti verið örruggari.
Fyrirsögnin? Þetta eru bremsuför mexíkana á reiðhjóli, þegar hann snöggstoppar.... og þeytist fram yfir stýrið. Sér opið mannop á jörðinni (O) ... og það er þyrlupallur við hliðina (X) til að flytja alla þá hjólreiðamenn sem svona snöggstoppa beint á slysó!
Einar Indriðason, 2.11.2008 kl. 15:05
Hmm... hvernig fór (X) að því að breytast í (I) þegar ég les þetta yfir í 2. skiptið? Þá er þetta ekki lengur þyrlupallur.... heldur hmm.... ah... Girðing! Mexikaninn semsagt áttar sig ekki á því nægilega snemma að þetta sé girðing framundan.........
Einar Indriðason, 2.11.2008 kl. 15:06
Þetta gæti líka verið langur skröltormur að háma (O) í sig ... svona... Saltstöng!
Einar Indriðason, 2.11.2008 kl. 15:07
gæti líka verið loftpúðaskip, bundið við bryggju!
Einar Indriðason, 2.11.2008 kl. 15:07
Gæti líka verið einföld útgáfa af "myllu" eða "x" / "o", manstu, þar sem þú setur X í miðjuna, og svo áttu að ná 3 í línu. Nema þetta er einfalda útgáfan.... þarna áttu að ná einum í línu. Og línan er til staðar nú þegar........
Einar Indriðason, 2.11.2008 kl. 15:08
Hmm... eða... Kannski er þetta óútfyllt lína af yfirdráttarreikningi? Þar sem það er þegar búið að setja mínusinn fyrir framan.
(Og svo er restin 01 króna?)
Einar Indriðason, 2.11.2008 kl. 15:09
Það held ég nú.
Einar Indriðason, 2.11.2008 kl. 15:09
(Mér *skal* takast að sjá jólasvein út úr þessu!)
hmm... "O" er greinilega dúskurinn á jólasveininum. "I" er hmm... hmm... þverslaufan sem hann er með? Og... línan? Tja... það er ... hmm... tvinnaspottinn sem verðmiðinn (mínusmerkið) var fest í....
Þarna kom það!
Einar Indriðason, 2.11.2008 kl. 15:10
Einar! Þetta er alveg að koma hjá þér.......
Hrönn Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 15:26
Hahahahaha... nei ég get ekki ráðið dulmálið. Mér lýst vel á hugmyndina með sirkusinn. Þá er ekki verra að eiga Ljónshjartað. Knús á þig. Ég kem suður í næstu viku, ætla að hafa fiskinn með.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2008 kl. 16:03
Gott að fólk sem er komið viljandi í hundana gleðjizt yfir smáum áfengizhækkunum, enda er það sjálft ~yfir núlli~, er það ekki ?
Steingrímur Helgason, 2.11.2008 kl. 19:48
Einar mér finnst gæsagallinn þinn ofurflottur! Hrönn kysstu Ásthildi frá mér og þú ættir einna helst að koma þér á launaskrá hjá innanríkisLEYNI þjónustiunni ... sennilega ertu þar á skrá og er þessi ofursvala Nikita ...
www.zordis.com, 2.11.2008 kl. 19:51
Styð tillögu þína um seðlabankastjórnar-extirpatio
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.11.2008 kl. 22:45
Stutt,löng,stutt löng Fella hjólreiðarmann og draga hann í búið?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 00:18
Heima hjá mér voru bara 2 styttur....Hugsuðurinn og Sjómaðurinn...enda bara venjulegt heimili. Get ekki ráðið dulmálið
Sigrún Jónsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:29
...ein stutt, ein löng, hringur og stöng....
ástarkveðjur á Selfoss.
alva (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 01:34
Hahaha Einar góður...
skil ekkert í essu dulmáli...ó boj.
Kem með Lappa í sirkusinn, á fyrsta bekk. Hann kann að klappa !
Ragnheiður , 3.11.2008 kl. 12:51
Ég varð orðin snarrugluð í toppstykkinu eftir að hafa lesið möguleg svör Einars, að það sat ekkert eftir hjá mér.
Einnig verð ég að lýsa yfir fávísku minni hvað stytturnar varðar.
Knús á þig vinkona.
P.s er eitthvað eftir af muffins hjá þér?
Tína, 3.11.2008 kl. 13:06
Alva! Varstu í rannsóknardeildinni í Kópavogi? Þú ert með þetta
Tína! Nóg til frammi ;)
Ragga! Ég tek frá sæti.....
Zordis! Ég skal kyssa Ásthildi! Ég hef ekkert um hitt að segja
Ásthildur! Hlakka til að sjá þig OG fiskinn
Steingrímur! Það mætti halda að ég væri Vestmannaeyingur ég fagna svo oft
Hrönn Sigurðardóttir, 3.11.2008 kl. 13:17
Ó...ég hélt að þetta væri opinber talning á þeim sem verið er að henda út úr landinu núna...
Davíð.....fraktnúmer númer 01......
knús á þig...og pant líka fá sæti á fremsta bekknum í sirkus Hrannar og Mömusinnardúlludúsks...
Bergljót Hreinsdóttir, 3.11.2008 kl. 15:15
Mínus á yfirdrætti og 0 í innlánum ?
Anna Einarsdóttir, 3.11.2008 kl. 17:04
... ég snéri tölvunni við... og svarið blasti við; 10 á hvolfi...
Brattur, 3.11.2008 kl. 21:09
Þetta er IOGT afturábak.
(Það sem mér tekst að koma með langsóttar skýringar, er algerlega ofvaxið mínum skilningi .... )
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.11.2008 kl. 22:17
Draga björg í bú ... þú ert yndislegust
Rebbý, 3.11.2008 kl. 23:06
Knús inn í daginn skemmtilega kona
Brynja skordal, 4.11.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.