30.10.2008
Sólkerfi minninganna
Endur fyrir löngu var ég í sveit í Vopnafirði.......
Þetta sumar var ég voða skotin í strák sem átti heima inni á "Tanga". Ég var fimmtán, hann var eitthvað eldri, enda alltaf verið veik fyrir eldri mönnum Af minni alþekktu tillitssemi ætla ég ekki að segja hvað hann heitir en nafnið var ættað utan úr geimnum
Sautjánda júní dönsuðum við saman allt kvöldið - seinna bauð hann mér í partý heim til sín. Við vorum í góðu glensi í stofunni að hlusta á tónlist þegar hurðin opnaðist og inn stormaði mamma hans - í Hagkaupsslopp með rúllur í hárinu - hún lækkaði tónlistina, án þess að segja orð og strunsaði síðan út úr stofunni aftur og lokaði hurðinni á eftir sér....... Mér fannst það vandræðalegt þá en hrikalega fyndið núna
Ég sé hana enn fyrir mér, en man engan veginn hvernig strákurinn leit út
Þetta rifjaðist upp fyrir mér rétt í þessu þegar Mömmusinnardúlludúskur spurði mig, þegar ég var á leið undir rúm, hvort ég ætlaði ekki að horfa á Prison Brake með sér!
Ég sagði honum að ef hann héldi fyrir mér vöku þá mundi ég ekki hika við að storma inn í stofu í Hagkaupsslopp með rúllur í hárinu
Hann þagði stundarkorn en benti mér síðan á að ég ætti ekki Hagkaupsslopp og þaðan af síður rúllur.......
Nú situr hann og horfir á Prison Brake - í stofunni. Ég er hins vegar undir rúmi að rifja upp gömul skot... sár
Pís & lov
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:13 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Mamma mín var í svona múnderingu flesta daga í denn minnir mig.Góð að vanda
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 23:06
He, he, trúi að þetta hafi verið vandræðalegt fyrir fimmtán ára ástsjúkan unglin
Vilma Kristín , 30.10.2008 kl. 23:09
Já Birna Dís! Var þetta ekki þjóðbúningur mammanna?
Vilma!
Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2008 kl. 23:14
Dúzkur 1 - MammaHrönnzla 0
Sem betur fer náði flokkur annara samkynhneigðari kvenna komnar undan rúmum & sápum betri úrslitaniðurstöðum í kvöld, enda eru konur betri menn, en menn, þannig séð.
'But keep up the ~friggíng~ good work, from under yer bed.."
Steingrímur Helgason, 30.10.2008 kl. 23:33
Hahahahaha þú er æði vissir þú það? Nú ef þú hefur efast um það hve frábær þú ert þá veistu það núna.
Sigurlín (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 23:51
Vertu undir rúmi þar sem þinn staður er.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.10.2008 kl. 23:57
Var þetta hann ET ?
M, 31.10.2008 kl. 00:17
Eða hét hann kannski Plúbb eða plúpp ( man kannski enginn eftir þeirri fígúru í barnabókunum í den, einhver geimkarl sem kom til Íslands í könnunarleiðangur) Ef hugsanir þínar undir rúmi snúast um einhvern honum líkum, þá skaltu koma þér undan rúminu og hætta að hugsa um þetta gamla skotsár, Plúpp var ekkert sexý..
risaknús.
alva (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 00:52
Hagkaupsslopp langar í solleiðis áttu einn og kannski nokkrar rúllur en fínt að geyma gamlar minningar undir rúmmi þó þær séu utan úr geimnum
Brynja skordal, 31.10.2008 kl. 01:45
Dæmalaust yndislegt love story. Ég get reddað markaðssloppum sem allar spænskar perulagaðar konur eiga og nota!!! Þú ert svo mikið trend essskan.
Á Vopnafirði eru margir af fallegustu karlmönnum þjóðarinnar ... er ekkert framhald á þessari sögu; hvað gerðuð þið e. að konan í sloppnum strunsaði burt????
www.zordis.com, 31.10.2008 kl. 08:24
Man maður eftir hagkaupssloppunum og þegar konur fóru út í búð með rúllurnar í hausnum
Huld S. Ringsted, 31.10.2008 kl. 09:17
hahaha nú verð ég að fara að njósna hjá karli mínum (sem á ættingja á Vopnafirði) hvaða strákar á þínum aldri heita geimnöfnum
Man nú ekki til að mamma hafi átt hagkaupsslopp þó sennilega hafi hann verið til í hennar fórum en ég man allvega að amma blessunin átti fleiri en einn slíkan. Dæs góðar minningar
Dísa Dóra, 31.10.2008 kl. 10:02
Mamma mín var í hagkaupsslopp líka og með rúllur í hausnum.
Skemmtilegar minningar með gæjanum.
Spurningakeppni á minni síðu komdu og gettu.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.10.2008 kl. 10:47
yndislegt love story
Anna Ragna Alexandersdóttir, 31.10.2008 kl. 11:25
Heitir hann Máni ! humm sæt saga.
Ljósakveðjur frá Lejre
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 11:31
Steina! Ljóngáfuð
Hrönn Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 12:56
Vá hvað ég var heppin að finna þessa færslu..bráðskemmtileg eins og ávallt í boði hússins...
ég er nebblega orðin svo leið á kreppugreiningastjórnmálaskýringaseðlabankadissbloggum að ég veit að þú trúir því ekki.
Amma átti svona Hagkaupsslopp...man ekki eftir rúllunum hjá henni enda erum við konur af Guðs náð hrokkinhærðar...Amma fór td aldrei í síðbuxur nema hún væri að fara út eitthvað - í verslun eða svoleiðis
Ragnheiður , 31.10.2008 kl. 13:43
Já,,,, sumt verður ekki unnið aftur til baka.
Marinó Már Marinósson, 31.10.2008 kl. 17:12
Eins gott að hann heitir ekki Uranus ... thi hi hi
www.zordis.com, 1.11.2008 kl. 11:39
Gömul skotsár er unnt að rífa upp með ýmsu móti, Hrönnslan mín.
Er ekki tími Hagkaupssloppa (eða Rúmfatalagerssloppa?) og hárrúlla runninn upp aftur? Það er bara spurning hvenær maður hefur tíma í svoleiðis tímaflipp? Á nóttunni?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.11.2008 kl. 11:54
Heyrðu tjelling.......................... ef maður ætlar að fá muffins hjá þér................ verður maður þá að skríða undir rúm til þín????
Knús inn í helgina
Tína, 2.11.2008 kl. 12:07
Nei Tína! Bara mæta.....;) ég get sossum alveg fleygt einni eða tveimur undir rúm - ef þú vilt frekar vera þar.....
Guðný Anna! Mér sýnist þeir vera að koma sterkir inn núna slopparnir!
Hrönn Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.