28.10.2008
Viltu koma með...
mér í flensusprautu? Spurði mamma - og tókst ótrúlega vel að láta það hljóma freistandi... en þar sem ég er nú frekar mikið fyrir að láta ganga á eftir mér.... sagði ég henni að mér þætti nú alltaf svolítið skemmtilegt að vera veik Hún tilkynnti mér þá að sér þætti ekkert gaman þegar ég fæ lungnabólgu - en þá á ég - eins og ég sagði henni, oft mín beztu móment! Undir þeim kringumstæðum hef ég samið sögur og þýtt þær yfir í ensku og dönsku. Þetta er ég ekki fær um að gera þegar heilsan er í lagi
Ég hef barist í dag við að koma almennilegum hita á ofnana heima hjá mér. Uppgötvaði allt í einu að húsið var orðið gegnkalt og þá tekur svo langan tíma að ná upp dampi! Ég er með kol í kjallaranum sem ég moka í eldinn.... eins og í lestunum í gamla daga! Muniði eftir þeim? Þegar maður þurfti að moka kolum frá Kolviðarhól að Draugabrekku?
Ég er með hugmynd að flutningi á vatni fyrir Jón Ólafs vatnagúru frá vatnsverksmiðju að höfninni í Þorlákshöfn. Ég ætla að gera honum tilboð í lestarteina í nokkuð beinni línu niður að sjó! Brill? Ég veit.... og það verður sko engin kolalest spúandi reyk út í umhverfið - nei nei þetta verður vetnislest - kemur til með að ganga fyrir vatni.... Vitiði númerið hjá Jóni? Þetta er eiginlega hugmynd sem hann getur ekki misst af!!
Ég heyrði í útvarpinu í gær að eftirspurn eftir lífvörðum og öryggisgæslu hefur aldrei verið meiri! Allt frá því að fólk fær sér öryggiskerfi með neyðarhnappi og upp í að vera með lífvörð allan sólarhringinn!
Ég sá Geir H og Davíð alveg fyrir mér með lífverði 24/7 og fór að velta því fyrir mér hvar þeir létu þá sofa Sem varð til þess að ég fékk aðra hrikalega góða hugmynd! Ég ætla sko að fá mér svona lífvörð! Þeir eru líka alltaf í svo góðu formi.....
Fór í vatnsfimi í morgun og er alveg hrikalega þreytt í fótunum eftir tímann - sem þýðir bara eitt! Beta er frábær kennari ;) Ég veit hinsvegar að Heiðdís er þreytt í höndunum en það er bara vegna þess að hún var með bláa núðlu og þær eru, samkvæmt því sem hún segir, miklu þyngri en hinar núðlurnar.....
Eftir tímann fengum við slökun - en þá látum við okkur fljóta um laugina við undirleik róandi tónlistar og látum hugann reika - eða ekki....... Ég er alltaf komin eitthvað allt annað enda alltaf verið á undan.....
Athugasemdir
Er pláss fyrir lífvörð undir rúminu þínu?
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 21:55
Já.... undir rúmi mínu er nóg pláss fyrir lífverði! Ég mældi það.... Svo kemur það sér líka ágætlega að þeir eru ekkert að burðast með vitið með sér Án þess að ég hafi nokkra fordóma gagnvart lífvörðum - sumir af mínum beztu lífvörðum eru vinir
Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 22:03
Kjáni, en skemmtilegur kjáni.
Me kann sko alveg lífvörzlu.
Þrjár stuttar og ein löng.
Þröstur Unnar, 28.10.2008 kl. 22:10
..............hjá Jóni.
Þröstur Unnar, 28.10.2008 kl. 22:10
....er það ekki: Ein stutt - ein löng - hringur á stöng.....?
Hjá Jóni.... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 22:15
Oh, það er svo gott að hlægja á þessum síðustu og verstu Takk fyrir mig
Sigrún Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 22:18
Kví grunar mig að lífverju þinni yrði koppkippt undan rúmi & látið rúmlega með hann ?
Steingrímur Helgason, 28.10.2008 kl. 22:20
Skil það ekki Steingrímur! Ég dvel langtímum saman undir rúmi....
Verði þér að góðu Sigrún
Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 22:22
Gat mamma þín látið flensusprautu hljóma freistandi ?
Segðu mömmu þinni að fara að blogga. Mig langar að kynnast konunni.
Anna Einarsdóttir, 28.10.2008 kl. 22:22
Já Anna! Og það sem meira er.... ég er skíthrædd við sprautur
Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 22:26
Þú ert nú alveg makalausí orðsins fyllstu...
alva (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:35
Þegar ég starfaði fyrir Hollustuvernd ríkisins, var okkur aumum 'starfsmönnum þar, (jafnt inn sem útsorcuðum), skylt að láta 'sprauta' í sig fyrirbyggjandi flenzuveirunni árlega. Aldrei orðið jafn veikur & til frekari sönnunnar er stofnunin ekki til lengur. (En hjúkkan var zæd).
Jenz=Hrönnzla, "mar á ekki alltaf að gera einz & mamma sín segir!"
Steingrímur Helgason, 28.10.2008 kl. 23:36
Hvað er núðla?blá núðla er það sundhjálpartæki?Eru til fleiri litir?Ég er hrifin af sundhjálpartækjum
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:49
Búin í minni flensusprautu, alltaf jafn gaman :)
Annars vil ég líka fá mér lífvörð, ég hef fullt fyrir hann að gera. Og svo yrði ég bara svo ótrúlega kúl í Bónus með einn svona hávaxinn, herðabreiðann með sólgleraugu á eftir mér....
Vilma Kristín , 29.10.2008 kl. 00:26
Eftir þessa færslu er ég viss um að þú lesir nógu hratt til að heilanum í þér leiðist ekki.
Líst vel á vetnishugmyndina og mest um vert þykir mér lífvarða hugmyndin þín geggjuð. Hvar á þinn að sofa????'
Spurning að fá annars kona hjálpartæki í sundi eða mæta með lífvörðinn
www.zordis.com, 29.10.2008 kl. 01:02
Ekki vildi ég vera lífvörður hjá þessum kónum. En vitið þið hvar maður getur fengið veiðileyfi á þá. Vil gjarnan útvega mér eitt slíkt.
Helga Magnúsdóttir, 29.10.2008 kl. 19:54
Ég fór einu sinni í flensusprautu...það var árið sem ég FÉKK flensuna...og hef sjaldan verið eins veik á ævinni...svínvirkaði...öfugt...
Það er örugglega gaman að vera með svona lifvörð undir rúmi....hljómar verulega freistandi....en ég get ekki ímyndað mér að margir slíkir nenni að hanga með Dabba druslu og co...það er líka örugglega ekki hægt...þeir vita aldrei hvort þeir eru að koma eða fara...þessir Hardarar...
Næst þegar þú færð lungnabólgu....nenniru þá að blogga sögurnar þínar????
Neeeei annars...ekkert vera að fá lungnabólgu....bloggaðu bara...þú ert bara svooo skemmtileg eins og þú ert...
Bergljót Hreinsdóttir, 30.10.2008 kl. 01:02
Ég segi sama og Bergljót ég hef sjaldan verið eins veik þegar ég fékk flensusprautu, ég var veikari en þegar ég fékk flensuna og hana nú.
Kristín Katla Árnadóttir, 30.10.2008 kl. 14:46
æ hvað það er alltaf hressandi að kíkja við hjá þér og þínum sund eða lífvörðum.læt fylgja með hóp af frekar svífandi gæjum. Veit þú gerir ekki kröfur um vit. Svo halla þeir svo fallega að þeir fara mjög vel í rúmi sem sundi. Good night baby!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.10.2008 kl. 14:56
Brilljant með lífvörð ....090909...
Hef heyrt að Jón vatn sé einmit að fara að leggja járnbraut.........
knúss
Solla Guðjóns, 30.10.2008 kl. 19:19
lífvörð heim ... spurning sko ... gæti nýst til ýmissa verka, s.s. elda, þrífa, mála allavega er engin hætta sem hann þyrfti að forða mér frá
Rebbý, 30.10.2008 kl. 20:49
Já Birna Dís! Núðla er hjálpartæki sundleikfimiprinsessanna ;) Þær koma í mörgum litum - bæði núðlurnar og prinsessurnar
Solla! 090909! Flækir það ekki málið meira að gera kröfur um að hann sé í vinnu?
Katrín! Vitið þvælist oft bara fyrir........
Katla! Gaman að sjá þig á ferli
Svandís
Bergljót! Bloggið tefur bara fyrir mér þegar er með lungnabólgu
Zordis! Góð hugmynd
Helga! Ætli það sé ekki bara á náttúrugripasafninu.........?
Vilma! Segðu
Rebbý! Já þeir koma inn handí á mörgum sviðum
Steingrímur! Of seint - ég er búin að fara í fargins sprautuna og er að drepast í hendinni.........
Alva!
Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.