Götóttir lopasokkar

Veðrið hér var svo leiðinlegt í morgun að meira að segja hundarnir nenntu ekki út! Þau stóðu í hurðinni og horfðu á mig um leið og þau spurðu mig hvort ég hefði aldrei heyrt um veður sem væri ekki hundum út sigandi í? Meira að segja Hlín - hrekkjusvín - vildi ekki fara út, þó er það skemmtilegasta sem hún gerir þessa dagana að éta snjó. Hún er meira að segja farin að taka upp á því að segja mér að hún vilji fara út að míga og er svo bara að plata mig og borðar snjó í massavís. Ég þarf að segja henni söguna um drenginn sem kallaði alltaf "úlfur úlfur"Sideways

Ég heyrði aðeins í vinkonu minni í Bretlandi í morgun.

Hún sagði mér að þar í landi væri fólk að vakna upp við að þetta þarna.... þið vitið..... sem má ekki tala um á Íslandi...... væri að skella á af fullum þunga..... ég spurði hana hvort stjórnvöld þar í landi hvettu fólk til að verða góð við börn og gamalmenni - eins og þau gera hér af gæzku sinni W00t

Hún sagði mér að börn og unglingar í Bretlandi væru löt, leiðinleg og hyskin sér, þannig að við komumst að þeirri niðurstöðu að það skipti engu máli þótt það væri kreppa í Englandi Tounge

Úpps þar sagði ég það..... Sideways

Þakka þeim sem hlýddu Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

 ...... Hlín, litla hrekkjusvín  hún hefur viljað gera engil fyrir mig þessi elska.

Sko, það er notttl. bara þjóðráð að vera heima og baka fyrir gesti og gangandi!

Hér eru götur gráar og himinn gulur ....

www.zordis.com, 23.10.2008 kl. 14:10

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góð hugmynd Zordis Bezt ég hræri í eina tertu fyrir kvöldið. Get þá setið og spist kage i lange baner med flödeskum mens jeg kigger på Klovn og Nynne

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 14:17

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég er að spá í hvenær ég eigi að hætta að vera reiður úr í breta.  Ég er alla veganna ákveðinn í að skrifa bretland og bretar og breti með litlum staf, hvort sem það er nú rétt eða rangt og var nú stafsetningin ekki of góð fyrir hjá mér en ætti kannski að lagast við þetta.   Alltaf gott ef maður hefur afsökun ef upp kemur prentvilla.  Ég prófaði að skrifa breti vitlaust og meira segja Púkinn var mér sammála.  

Marinó Már Marinósson, 23.10.2008 kl. 14:50

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheh Marinó! Þetta er alveg kjöraðferð. Ég ætla að herma.......

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 14:52

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svo skulum við ekki fara til bretlands í verzlunarferðir, skemmtiferðir eða viðskiptaferðir.

Kakan sem ég ætla að baka fyrir kvöldið heitir héðan í frá gordon brown

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 14:53

6 Smámynd: Dísa Dóra

jahérna það liggur nú við að ég óhlýðnist ljósunni um að vera stillt og prúð heima hjá mér og skelli mér í köku hjá þér í kaffi - svona svo ég geti etið gordon brown

Dísa Dóra, 23.10.2008 kl. 15:12

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ævinlega velkomin Dísa Dóra!

En það er bezt að ég lulli mér einn hring núna, til að eiga inni fyrir kökuáti í kvöld

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 15:28

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

þetta er flott ...gera bara eins og börnin í ævintýrinu um Hans og Grétu... skella bara norninni.... í þessu tilefelli gordon brown.... í ofnin og loka.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 23.10.2008 kl. 15:47

9 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

láta svo taka mynd af sér með bros á vör með skylti sem á stendur...." I´m not a terrotist mr brown...."

Fanney Björg Karlsdóttir, 23.10.2008 kl. 15:48

10 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Gordon Hans óætur andskoti  

Marinó Már Marinósson, 23.10.2008 kl. 15:57

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvað þýðir annars Gordon Brown ?  Gardínubrúnn ? 

Anna Einarsdóttir, 23.10.2008 kl. 17:15

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Fanney! Góð hugmynd...

Marinó! Eða Hans Brown - ferlegar góð

Anna! Það er ekki ólíklegt....

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 18:41

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þegar hundur er í mér veðurfarzlega frekar en kjötfarzlega, þá nefni ég upphátt að ekki sé konudýri út sigandi & gref mér væna gröf í fönn hjónalífzins.

Steingrímur Helgason, 23.10.2008 kl. 19:26

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Yndisleg sem fyrr

Heiða Þórðar, 23.10.2008 kl. 20:08

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm, ég verð að segja það, ég get ekki verið reið út í breta, ef undan er skilinn Brúni karlinn, þessi goggi boggi brúni.  En hann er eitthvað skrýtin eins og okkar lamasesskarlar.

En hve ég skil hundana vel að nenna ekki út í þetta veður.  Knús á þig Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2008 kl. 20:53

16 Smámynd: Brattur

... ég var á Sigló í morgun, þar var svo mikill vetur að manni varð hlýtt...en ekki sá eitt einasta hundspott á röltinu

Brattur, 23.10.2008 kl. 22:31

17 Smámynd: Gulli litli

Thú ert skemmtilegur kvennpeningur.....

Gulli litli, 24.10.2008 kl. 00:00

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er svo sem ekkert hizza á þvi að Godron og geltirnir hérna heima misskilji hvorn annan þverann.....ekki mikill gæðamunur á þessum körlum og eiga bara vel heima í sama kökuboxinu að mínu mati. Ég vil fá nýtt deig til að hnoða úr..og það fyrr en seinna!!!

Gleðileg jól....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.10.2008 kl. 08:51

19 identicon

Er Gordon Brown, ekki bara brún gintegund

Góða helgi!!

alva (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 10:48

20 Smámynd: Solla Guðjóns

 Þú ert nottla snillingur en ég æti ekki köku sem héti þetta.Og þó ef hún rinni fljótt í gegn þá sæi ég ekki eftir henni.........eeeeenn ég vildi ekki hafa hana utan á mér Nei djók stenst ekki brown.

Solla Guðjóns, 24.10.2008 kl. 14:04

21 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ekki fer ég til þú veist til að versla.Bronw er klikk.

Kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 24.10.2008 kl. 16:13

22 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Bretar eru fínir - finnst mér - og það ku víða vera fallegt í Bretlandi. 

Brown og Darling eru hins vegar bjáni og deli, gott ef ekki bæði, hvor um sig. 

Ég mæli svo með að við hættum öll að drekka Gordon´s Gin. 

Eigi mun ég Gordon´s cake snæða, hvað þá Darling muffins. 

Elsku finndu annað nafn á gómsætuna þína.

Góða nótt, Hrönn - og þið allir krakkar. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.10.2008 kl. 00:07

23 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 00:35

24 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 25.10.2008 kl. 10:16

25 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ég ætla alveg að vera í fýlu útí breta....mjöööög lengi.....svona innan í mér...en halda bara áfram að vera glöð með mitt...

Þessir apahalar...Brown og Darling....eru bara búnir að kúka upp á bak og ég held að meira að segja bretarnir sjálfir séu búnir að sjá það....algjörir kúkalabbar...sko Brown og Darling....

Þetta "bíbb" hérna á klakanum hefur kennt mér svooo mikið...og ég held barasta að þetta sé kannski ekkert endilega það versta sem gat komið fyrir okkur sko....ái...ekki berja mig þó þú vitir hvar ég á heima!!!!

...en ég væri til í svona köku.....

Bergljót Hreinsdóttir, 25.10.2008 kl. 15:01

26 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ertu búin að stoppa í götóttu kreppu sokkana?  "Niðursveiflan" fer alveg að verða búin...við náum botni einhvertíma

Sigrún Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 10:29

27 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hugsa heim til ykkar ! jólaveður ummmmm

Kærleikur inn í fallegan sunnudag

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband