19.10.2008
Fjölnota..........
Það er svolítið skondið að velta fólki fyrir sér! "Hunda"fólk heilsast alltaf, skokkarar heilsast, göngufólk heilsast og ég reikna með því að hestamenn heilsist.... Í morgun klæddi ég mig þannig að mér var heilsað af öllum þessum hópum. Ég var í hlaupaskónum og hlaupajakkanum, í hestabuxum með hund............ Enda hafði ég ekki undan að heilsa fólki og spjalla.
Við Ljónshjartað fórum tókum stóran hring í morgun. Við stóðumst öll tímaplön varðandi hringinn - það veitti mér ákveðna fullnægju Ég er nefnilega fædd í merki tvíburans og það að láta ekki bíða eftir mér og standast tímaplön krefst mikillar skipulagninar af minni hálfu. Svo mikillar að það væri efni í aðra bloggsíðu..... Dagurinn í dag er þaulskipulagður og til að komast yfir allt það sem ég ætla mér að gera í dag þarf ég að vera hrikalega skipulögð. Só far hafa öll plön verið í lagi enda er ég algjörlega í fjöldafullnægingu eða eins og við segjum á frummálinu - multiple orgasma....
Fór í bæinn í gær með Möggu og mömmu - mætti ekki niður á Austurvöll - ég var of önnum kafin að bjarga hagvextinum! Mér fannst ég algjörlega leggja mitt af mörkum til þess. Við röltum Laugaveginn og ég keypti mér húfu og handaskjól úr íslenzkri þæfðri ull, unninni og smíðaðri á Íslandi! Keypti að vísu líka smá útlenzkt en það var aaaaalveg í minnihluta Enda er agalega ljótt að gera upp á milli. Þá garga allir: einelti - einelti eða: meðvirkni - meðvirkni! Man ekki alveg hvort.........
Við fórum og fengum okkur að borða á næstu grösum. Maturinn þar klikkar aldrei! Hann er alltaf jafngóður!! Undarlegt að karlmenn eru algjörlega í minnihluta þeirra sem þarna borða - eða kannski er það bara lýsandi fyrir ástandið í heild! Konur vita hvar er bezt að borða! Máltíðin þarna endist fram á næsta dag - maður verður svo saddur! Og brauðið - maður lifandi - það er svo gott!!
Ég er búin að senda þeim póst og dásama brauðið hjá þeim og biðja um uppskriftina! Ég sagði þeim vitaskuld ekki að við Magga ætlum að opna svona stað þegar við verðum stórar - Magga ætlar að elda og ég sé um bókhaldið Kannski fæ ég að hjálpa henni í eldhúsinu ef ársreikningurinn kemur vel út! Magga stakk nú upp á því að okkar staður yrði takeaway..... soyaborgari í speltbrauði
Konur eru ráðnar sem bankastjórar núna í hverjum bankanum á fætur öðrum! Ég hef heyrt því fleygt að það sé vegna þess að bankastjórastörf séu að verða láglaunastörf
Í bænum úði og grúði af fólki! Ég hitti Hugarflugu, ólétta og yndislega sællega - eða kannski væri réttara að segja að hún hitti mig...... Ég hitti líka eitt stykki Schiöth-ara. Ferlega langt síðan ég hef hitt einn slíkan. Það var virkilega gaman. Annars var svo mikið af útlendingum á Laugaveginum að mér leið eins og ég væri í erlendri stórborg - enda Icelandic Airwaves í fullum sving! Við kíktum inn í nokkrar Icelandic design búðir og þar var verðið á vörunum svo himinhátt að það læddist að mér grunur um að nú ætti aldeilis að græða á útlendingunum sem komu vegna þess að þeim var sagt að nú væri íslenzka krónan svo hagstæð......
"We are having a crime week" - sagði afgreiðslukonan í Eymundson og Bretarnir flissuðu og báru af sér allar sakir! Gott að þeir hafa ekki alveg misst allan húmor.....
Æm off tú beik a skeikenkorners
Athugasemdir
þú nærð nú alltaf að fá mann til að flissa eins og fáráð hérna við tölvuna haha.
Hefði viljað hitta fluvuna með þér.
Knús til þín mín kæra
Dísa Dóra, 19.10.2008 kl. 14:52
Skeikenkorners. Jahá.
Þú ert meðvirk, einelt og fullkomlega græjuð fyrir veturinn. Hvers getur kona óskað sér frekar?
Love you túttan þín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 15:21
Fyndna kona! Það gat bara verið þú flögrandi um í rauðu þarna á Laugaveginum. Takk fyrir að slá mig ekki með töskunni þinni þegar ég hallaði mér að þér til að hvísla í eyrað á þér. *smjúts*
Hugarfluga, 19.10.2008 kl. 15:29
Hef á tilfinningunni að það sé aldrei dauð stund hjá þér
Talandi um hundafólk, fór með vinkonu sem á tvo æðislega visky hunda. Athyglin sem við fengum útá kvikindin. Meira að segja tekin mynd af okkur niður í Nauthólsvík. Hef aldrei fengið svona viðbrögð með mín tvö börn í barnavagni og eru þau þó afburðar falleg.
M, 19.10.2008 kl. 16:42
hmmm....hvað er steikenkorners?
Heiða Þórðar, 19.10.2008 kl. 21:01
Heiða! Skeikenkorners.... = skinkuhorn
M! Ég hef lent í þessu líka og eru börnin mín þó afspyrnufögur - en það er hundurinn minn svossum líka.....
Fluva! Ég hefði nú ekki átt annað eftir að berja ólétta konu með svartholinu....
Jenný! Lovjú2
Dísa Dóra! Knús á móti
Hrönn Sigurðardóttir, 19.10.2008 kl. 21:11
Gott að einhver tekur að sér að bjarga hagvextinum. Ég reyni að leggja mig fram líka :)
Vilma Kristín , 19.10.2008 kl. 21:38
Þú ert bara æði Hrönnslukrútt....og ég skal líka rembast við þennan hagvöxt... .
Gott að vita að ef ég rölti um suðurlandsundirlendið meðTönju ljónynju verði mér heilsað...það er notaleg tilhugsun í kreppunni....
Bergljót Hreinsdóttir, 19.10.2008 kl. 23:42
Ætli bankastjórarnir verði doldið áberandi í næstu 1. maí "skrúðgöngu"?
Sigrún Jónsdóttir, 20.10.2008 kl. 00:20
Talandi um Austurvöll..................... ég sá ekkert um þetta í fréttunum. Held ég annars að þið stelpurnar hafi verið gorgíús þrammandi niður Laugaveginn bætandi hagvöxtinn hægri vinstri. Tala nú ekki um ef þú hefur verið með svartholið með þér.
Knús á þig dúllurassinn minn.
Hvernig væri svo að fara að kíkja í kaffi????? hmmmmm
Tína, 20.10.2008 kl. 07:27
VERÐUR maður að kaupa íslenskt til að bjarga hagvextinum..... má maður ekki líka kaupa danskt..... ég nebbla datt inn í tískuvöruverslunina Lindin á Selfossi hér um daginn og það réðist á mig dönsk úlpa sem ég bara gjörsamlega varð að kaupa... helduru ekki að þetta reddist samt..... ég fór svo í Skrínuna og keypti fullt af íslenskri ull til að prjóna úr.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 20.10.2008 kl. 10:31
Fanney! Nei nei það verður ekkert - það dugir að kaupa bara og kaupa...
Tína!
Sigrún! Ég hugsa það nefnilega....
Bergljót! Pottþétt yrðirðu knúsuð eitthvað einhversstaðar
Vilma! Ef við leggjumst öll á eitt......
Hrönn Sigurðardóttir, 20.10.2008 kl. 11:27
Þegar ég hef verið út í Austurríki, og er bara að labba ein með sjálfri mér, þá líta austurríkismenn ekki við mér, eiginlega gera í því að horfa ekki á mig, í Vín allavega, þetta er öðruvísi í sveitinni. En þegar ég var að labba með Trölla vin minn, þá heilsuðu mér allir, flestir voru líka með hunda. Ég veit ekki alveg af hverju þetta er, en hundaeign er mikil í Austrríki, og maður getur farið með þá hvert sem er, meira að segja inn á gömul rótgróin kaffihús.
Takk fyrir skemmtilega færslu mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 11:48
Ætli ég verði ekki að fá mér hund..........
Solla Guðjóns, 20.10.2008 kl. 13:46
Dásamleg ertu.Ég þekki þetta með heilsið,ég hef átt og viðrað hunda.Svona var þetta með reykingafólkið á strætóstoppistöðinni,Áttu eld ?og það braut ísinn og allir urðu vinir.Og svo var smókað í strætó.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 17:53
ég er alveg komin með á hreint matseðil þann sem verður í eldhúsinu hjá þér þegar við Fanney komum, bara að þú vitir það
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.10.2008 kl. 21:37
Blessuð vertu. Ég er alveg klár á því að hlaupaskórnir hefðu einir og sér aflað þér alveg jafn margra "heilsa". Kannski spurning með hundaeigendurna, en allir hinir hefðu örugglega heilsað með virktum. Verð að prófa þennan stað á næstu grösum. Það styttist í að hálf þjóðin hafi ekki efni á að éta nema annan hvorn dag og þá eru svona staðir "nátrúlega" það sem blífar. Djöfull er þetta annars svakalegt að koma heim í svona ástand.
Halldór Egill Guðnason, 21.10.2008 kl. 01:49
Þetta er mjög fyndið með heilsanirnar. Eins með mótorhjólapíurnar og -töffarana. Þeir heilsast með lítilli handahreyfingu þegar þeir mætast.
Gott að þú ert fullnægð elskan mín
Jóna Á. Gísladóttir, 21.10.2008 kl. 11:27
Gulli litli, 21.10.2008 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.