Nú er þetta búið...

....sagði mömmusinnardúlludúskur og var þungt í honum þegar hann settist við borðið!

Nú? Sagði ég og rétti honum nýbakað muffins!

Já - sagði hann. Þeir voru að tala um það í útvarpinu að það væri þó huggun harmi gegn að fólk væri ekki farið að baka....W00t

Í dag bakaði ég muffins, að hluta til vegna þess að Fanney klárarði allt bláberjapæið mitt í gær ToungeInLove að hluta til vegna þess að ég heyrði í mömmusinnardúlludúski í hádeginu - ferskum undan fréttunum - og allt var svo ómögulegt! Hingað til hefur nefnilega fátt kætt unga drengi meira en nýbakaðar kökur..... Ég þarf að finna þessa menn sem voru í útvarpinu í dag og eiga við þá nokkur orð og að hluta til vegna þess að ég rak augun í hvað þessar muffinskökur kosta í Bónus í gær og ákvað að ég gæti keypt hráefnið í þær fyrir andvirði einnar.....

Ég eldaði líka Paellu og bakaði brauð með í kvöldmatinn! Hrikalega góður matur paella.... Að öðru leyti hef ég verið hrikalega löt í dag....

Og þá yfir í allt annað! Ég er að lesa bók sem heitir Þrettánda sagan. Þessi bók er ein af þeim sem maður getur ekki lagt frá sér.... ég er með hana á röltinu á milli herbergja, hræri m.a.s. í pottum með bókina í einari Tounge Ég get varla beðið þess að geta fleygt mér undir rúm með bókina í farteskinu á kvöldin. 

Heiðdís - makkerinn minn í sundleikfimi benti mér á þessa bók um daginn. Ég sagði henni í morgun, þegar við hittumst við sundlaugarbakkann, að hefði hún ekki látið mig vita af þessari bók hefði ég líklega þurft að sekta hana....

Það hvarflaði að mér um leið og ég lét það út úr mér að líklega byggi ég of nálægt lögreglustöðinni.

Góðar stundir Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Úpps..I´m not there yet !!

Nenni ekki að baka strax...

Ragnheiður , 9.10.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Solla Guðjóns

....mömmusinnardúlludúskur hitt vel á.

síbiljan er farin að fara í mínar fínustu og ekki kveikt á viðtækjum á þessum bæ....Gæti alveg hugsað mér að skreppa í muffins og trufla lestur annað kvöld eða eitthvað........

Solla Guðjóns, 9.10.2008 kl. 21:13

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvaða bók er þetta?  Verð að fá nánari lýsingu næst þegar þú kemur undan rúmi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2008 kl. 21:13

4 Smámynd: www.zordis.com

Muffukvöld hljómar vel!

Solla gúffaðu einni í þig fyrir mig

www.zordis.com, 9.10.2008 kl. 21:19

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Oh hvað ég öfunda þig á þessari bók.... ég las hana hér um árið.... hún er mjög góð....og kæra vinkona takk fyrir bláberjapæjið í gær... það gjörsamlega bjargaði deginum....

Fanney Björg Karlsdóttir, 9.10.2008 kl. 21:27

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Fátt er betra en að baka við ótíðindum og óáran. Nema ef vera skyldi að eta baksturinn.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.10.2008 kl. 21:30

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú bakar allavega ekki vandræði á meðan....en kannski rennur löggan á lyktina

Sigrún Jónsdóttir, 9.10.2008 kl. 21:51

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ragga! Komdu þá í mínar kökur

Solla! Til í það

Jenný! Hvað viltu vita?

Zordís!Þó þær væru tvær

Fanney!

Guðný Anna! Rétt mælir þú

Sigrún! Úbbs

Hrönn Sigurðardóttir, 9.10.2008 kl. 22:29

9 identicon

nammi...ég er aaaaalveg að sleppa að mestu með baksturinn á heimilinu :) þessi elsta er farin að barka eins og maskína og bara 8 ára. 

alva (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 22:50

10 Smámynd: Vilma Kristín

mér er eiginlega borgað fyrir að baka ekki á mínu heimili, heppin að eiga liðtæka dóttur sem er mun húslegri en móðurinn.

Varð að kíkja á þessa bók

Vilma Kristín , 9.10.2008 kl. 23:12

11 Smámynd: Tína

Shit hvað ég verð að fara að kíkja aftur í kaffi til þín. Er ekki annars eitthvað eftir af þessum múffum?

Knús á þig yndislegust og takk fyrir síðast. Úffff hvða þetta var gaman.

Tína, 10.10.2008 kl. 00:01

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

13 ándu söguna er ég búin að lesa, hún er hrikalega spennandi, ég held að ég hafi ekki hætt fyrr en ég var búin með hana. 

Þú ert frábær elsku Hrönn mín, það er ekkert eins bráðnauðsynlegt fyrir sálartetrin okkar í dag, en að lyfta sér upp með pistlunum þínum hér.  Takk fyrir að vera til

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2008 kl. 11:08

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Dugleg ertu að baka kær kveðja Hrönn mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.10.2008 kl. 18:27

14 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 18:42

15 Smámynd: SigrúnSveitó

hvað er Paella?????

Annars, bara knús, þú ert æði.

Knús..

SigrúnSveitó, 10.10.2008 kl. 21:21

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Tína! Gaman Ég hef ekki sofið since.....

Vilma og Alva! Heppnar

Arna! Kannski meira svona þreytt........ ?

Svana mín

Cesil! Þrettánda sagan er góð! Ég kláraði hana í dag..... og takk

Katla! Dugleg ertu sjálf

Birna Dís! Knús á þig

Flórens! Ég skal gefa þér uppskriftina

Hrönn Sigurðardóttir, 10.10.2008 kl. 21:33

17 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Fer ekki að koma að því að draga fram Makkintosdollurnar fínu og byrja jólabaksturinn???....ég meina...tíminn ....hann flýgur...

 

Muffins í Bónus er náttla RÁN....en SÚKKULAÐIKLEINUHRINGIR...MINI nota bene...maður getur borgað af tveimur lánum allavega ef maður sleppir að kaupa þá á SELFOSSI...ó mæ gooood!!!

 

Ég þarf að komast að því hvar þú átt heima.....það er alltaf eitthvað gott að borða heima hjá þér....heppinn hann Mömmusinnardúlludúskur þar....

 

Eftir hvern er þrettánda sagan???

Bergljót Hreinsdóttir, 10.10.2008 kl. 22:42

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þrettánda sagan er eftir Diane Setterfield og Jóhannes í Bónus er minn kaupmaður á horninu

Hrönn Sigurðardóttir, 10.10.2008 kl. 22:58

19 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...hmm að öðru leyti löt og samt búin að gera allt þetta sem myndi teljast afkastamikill dagur hjá mér

Heiðdís, hef ekki lesið hana en fer alveg örugglega á stjá á bókasafninu að leita hana uppi.

Góða helgi snúllan mín

Marta B Helgadóttir, 11.10.2008 kl. 10:59

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm Marta! Þreytt var kannski meira lýsandi.....

....en bókin heitir ekki Heiðdís! Heiðdís er kona - og bara ágætis eintak af konu

Bókin heitir Þrettánda sagan

Hrönn Sigurðardóttir, 11.10.2008 kl. 19:06

21 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

...æ...gleymdi að taka fram að kleinuhringirnir voru sko í Nóatúni á Selfossi.....ef það heitir það ennþá....

Bergljót Hreinsdóttir, 12.10.2008 kl. 00:51

22 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hann Úlli minn byrjaði að baka í kennarverkfallinu hér um árið og hefur bakað síðan. Ótrúlega myndarlegur drengurinn.

Helga Magnúsdóttir, 12.10.2008 kl. 16:22

23 Smámynd: Ólöf Anna

hefur þér dottið í hug að opna Bakarí.

Brandara bakarí, gott fyrir sálina slæmt fyrir vigtina

Ólöf Anna , 13.10.2008 kl. 02:08

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvað ertu að hrella börnin þín svona? Hættu að baka. STRAX

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2008 kl. 09:02

25 Smámynd: Steingrímur Helgason

Allar konur baka....

En vænar konur baka meira en bara vandræði & börn...

Paella, er ofelduð beita á pönnu með túmat, lauk & öðru drazli til að drepa niður 'beitubragðið' á suðausturspænzkann hátt.

Steingrímur Helgason, 13.10.2008 kl. 23:09

26 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Alltaf sama græðgin í henni Fanney      Maður á alltaf að skilja eftir eina sneið, þá fá allir.

Marinó Már Marinósson, 14.10.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.