7.10.2008
Hingað og ekki lengra!
Ég er seinþreytt til vandræða - enda dagfarsprúð með eindæmum - en nú er komið nóg!
Endalaust hjal um samdrátt og efnahagslegar lægðir, "Ísland er að sökkva!!" eru feitletraðar fyrirsagnir í stríðsfréttastíl! Hvert sem ég lít er dökkklætt fólk og andlit með jarðarfararsvip að tilkynna mér að hinar og þessar hörmungar séu yfirvofandi!
Hafiði spáð í hvað þetta gerir fólki? Ha? Hafiði horft á börnin ykkar nýlega? Framtíð þessa lands lítur út eins og hún beri allan heimsins vanda á herðum sér. Lotin og þungstíg! Ísland er að sökkva!! Fuss og svei!! Hvað þýðir svona fyrirsögn í heimi barna? Þau búa jú á eyju!! Hafiði hugsað út í það?
Nú er mál að linni. Hættum þessum helvítis barlómi! Hverju breytir það hvort öll fargins þjóðin þjáist af þunglyndi? Hverju breytir það hvort ég veit að staðan er svona eða hinssegin? Ég hef ekki bolmagn til að breyta neinu! Ekki lækka ég vextina....... Áttiði ykkur á því? Ég hinsvegar borga þessu liði þarna í höfuðstöðvunum laun, og hef ekkert verið neitt sérlega mikið að skera þau við nögl! Í staðinn ætlast ég, fjandakornið, til þess að þau skili mér einhverju vitrænu og það fyrr en síðar! Annars rek ég þau! Ég kann það - eða.... ég veit allavega hvernig á EKKI að reka fólk.....
Mér er skapi næst að senda Geir og vini hans inn í herbergi og banna þeim að koma fram fyrr en þeir eru orðnir almennilegir! - les. þegar GHH hefur eitthvað annað að segja en "Kæru landsmenn.... ég þarf að loka hurðinni....."
Það má svo hnakkaskjóta sökudólgana síðar!
Athugasemdir
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.10.2008 kl. 10:11
Hnakkaskjóta? Sounds like a plan!
Annars er ég kúl, lús, og leim. Hef bara gaman aessu.
Og hættu þessu tuði.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2008 kl. 10:24
Nákvæmlega! Allt þetta svartsýnistal gerir mann bara þunglyndann og fúlan. Þegar heilu vinnustaðirnir sitja og mæna á gengisskráninguna heilu og hálfu dagana er nóg komið. Hvernig væri að prófa að vera aðeins jákvæðari. Ekki mála allt á svartasta veg fyrirfram? Bara sjá hvað gerist? Brosa?
Ég fyrir mitt leiti, ræði ekki fjármálaástandið og kreppuna fyrir framan prinsinn minn. Hann þarf ekkert á því að halda að hlusta á áhyggjur og svartsýni. Og ég reyni líka að vera ekkert að gera þetta of svart fyrir unginginn heldur.
Vilma Kristín , 7.10.2008 kl. 10:29
Já, akkúrat og sammála. Það er óþarfi að sigla með svarta strauminum. Um að gera að snúa sér að öðrum málum eins og hægt er.
T.d. ... Vantar alveg fréttir um að kettlingum hafi verið bjargað ofan úr tré, eða að "mókolla ærin hún Golla átti fjögur lömb núna um daginn....."
Einar Indriðason, 7.10.2008 kl. 11:02
Já ég er bún að átta mig á því að ég er bara smá doppa í þjóðfélaginu enda snýst þetta um stærri klessur en mig..
Mér brá þó þegar gerpið mitt kom á fleygiferð útúr herberginu sínu í gær og fullyrti að Danir væru búnir að kaupa Ísland og hún bara vildi það ekki neitt......
það eru alskyns óþarfa fleygyrði í gangi.
Það mætti alveg huga að því að róa fleiri en sparifjáreigendur
Settu stól undir húninn
Solla Guðjóns, 7.10.2008 kl. 12:39
´Grátlegt ástand!
Þessar fréttir vega þyngst og spurning hvort fólk eigi fyrir prósak á næstu mánuðum ....
Hasta pronto beibý!
www.zordis.com, 7.10.2008 kl. 12:45
Já aurvita er þetta slæmt og hræðilegt. en það þýðir ekki annað en að reyna að vera bjartsýn.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.10.2008 kl. 14:11
Æ hef nú í huga að það er alveg óþarfi að hafa áhyggjur. Það að hafa áhyggjur hefur aldrei lagað ástandið - frekar á hinn veginn. Til hvers þá að hafa áhyggjur??!!
Vissulega alvarlegt ástand en við erum einu sinni víkingar sem höfum áður komist í hann krappan og náð að sigra með stæl - hví ættum við ekki að ná því núna
Dísa Dóra, 7.10.2008 kl. 14:22
Heyr heyr
Gulli litli, 7.10.2008 kl. 17:05
Já Hrönn!!! Þetta er akkúrat málið!!...Væl og vol aþþí nú eru ekki til meiri peningur til að leika með..gambla og rugla....kaupa...kaupa...kaupa...
Hvers eiga börnin okkar að gjalda að þurfa að sjá allar þessar fyrirsagnir...upplifa alla þessa neikvlæðni og vita ekkert hvað snýr upp og hvað niður?
Klakinn er ekkert að sökkva...það eru ennþá rpllur hérna...nýuppteknar kartöflur...mjólkandi kusur...og rennandi vatn...hvaðer málið????
Við björgum engu með áhyggjufullum andvörpum...við verðum bara aða spýta í lófana og vera dugleg...láta þetta ekkert bíta á okkur frekar en eldgos og jarðskjálfta...snjóflóð og brælu...bara standa saman og horfa fram á við!!!
Áfram Ísland!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 7.10.2008 kl. 17:31
Allveg eins og talað úr mínu hjarta...... segi ég og skrifa.... ég sem lá á húninum hjá þér annan daginn í röð...... ég held að það þurfi að fara að tala við annað fólk en GHH.. hvað á það td að þýða að vera ekki heima þegar MÉR dettur í hug að kíkja í bolla..........
Love jú....
Fanney Björg Karlsdóttir, 7.10.2008 kl. 17:35
Iss, peningar skipta engu máli og hafa aldrei gert. Mikið asskoti fer það þér vel að vera pirruð
Sigrún Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 17:45
Jæks! frænka... Hnakkaskjóta?
Kosturinn við það að eiga ekkert á þessum tímum er að þá hefur maður engu að tapa Þannig er það hjá mér.
Annars er "Pollyanna" flutt inn hjá mér og okkur kemur bara svona ljómandi vel saman. Og á mínum vinnustað eru auðvitað allir að tala um það sama, sem ég vil ekki heyra, svo ég hlusta bara ekki þegar þau byrja og reyni bara að troða einhverju öðru umræðuefni að Svo sleppi ég því að horfa á fréttirnar og les auðvitað ekki blöðin og þá næ ég alveg að láta eins og það sé allt í himnalagi
En það er líka gott að eiga stóran Guð sem gefur gleði og frið í þessum látum
Bryndís Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 18:35
Jamm Bryndís - það hefur marga kosti......
Sigrún! Takk En þetta er nefnilega heila málið. Þetta eru bara peningar og þeir skipta, þegar upp er staðið, engu máli!
Fanney! Ekki gefast upp - halda áfram.... kannski hætti ég að "loka hurðinni...." Ég skal segja þér hvar ég var ef þú heldur áfram að reyna - lovjútú
Bergljót! Rétt!! Ráðamenn þurfa að hætta að láta eins og kjéddlingar....
Gulli!
Dísa Dóra! Það er sossum alveg rétt - en það er kannski erfitt að hafa ekki áhyggjur þegar börn eiga í hlut sem skilja ekki lengur hvað snýr upp og hvað snýr niður! Fólk þarf að passa hvað það segir og hvar það segir það! Fjölmiðlar líka!!
Katla mín
Auður! Takk fyrir innlit - það er kannski enginn að tala um að brosa út að eyrum allan sólarhringinn! Bara finna einhvern svona temmilegan milliveg....
Zordis!
Solla! Nefnilega!!
Einar! Eins og talað út úr mínu efasemdarhjarta! Það VÆRU þó aldeilis fréttir líka ef "mókolla ærin hún Golla hefði átt fjögur lömb núna um daginn....." Þá værum við líklega bara að tala um lömb beint í frystinn - milliliðalaust
Vilma! Nákvæmlega!
Jenný!
Steina!
Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2008 kl. 21:20
Ég er góð.Tek einn dag í einu og hef daginn góðann
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:24
...Ég kem aftur.....Ég kem alltaf......
Fanney Björg Karlsdóttir, 7.10.2008 kl. 22:27
Ég er ánægð með þig, Hrönn!
Knúúús....
SigrúnSveitó, 7.10.2008 kl. 23:10
Í ráðherrastólinn með þig Hrönn !
Bullukolla, 7.10.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.