Snúrublogg!

Enn ein dásamleg helgin að líða! Ég er búin að afreka ýmislegt. Sló heimatúnið og drekkti ormum á Suðurtúninu - drakk bjór og dottaði yfir sjónvarpinu. 

Ég sat úti í garði áðan með prjónana mína og íhugaði hvort ég ætti að nenna að skokka einn hring þegar skyndilega dimmdi yfir! Það fyrsta sem ég hugsaði var: ENGISPRETTUFARALDUR!! Jamm alfarið það fyrsta sem mér datt í hug, sitjandi á hjara veraldar.........Tounge Vitaskuld var þetta hins vegar þrumuskúr! Svo svakalegur að mér datt ekki einu sinni í hug að reyna að bjarga þvottinum inn af snúrunum. Muniði eftir laginu "....og það kom steypiregn og vatnið óx og óx...."? Mér leið eins og aðalpersónunni þar! Eina sem ég hugsaði um að forða voru konur og börn - í þessu tilviki hundur LoL

Ég sumsé haskaði mér inn og bakaði brauð og rabbarbarapæ. Á meðan ég skar rabbarbarann íhugaði ég hvort það væri nokkuð mikið mál að útbúa rabbarbaravín........ Það getur varla verið... Rabbarbari, sykur og ger, ásamt dassi af þolinmæði. Hver veit nema ég einhendi mér í það? Hugsið ykkur allan fjölbreytileikann sem rabbarbari býður uppá...... Pæ, grautur og vín að ég tali nú ekki um að borða hann bara eins og hann kemur af kúnni. Vorkenni svolítið fólki sem heldur að það sé bara hægt að búa til sultu úr honum! Það er svona svipað og að gera það alltaf í sömu stellingunni, með ljósin slökkt...... W00t

Ég náði að síkríta þvottavélina úr garðinum! Var meira að segja svo öflug að á tíu mínútum buðust tveir til að losa mig við hana.... Verð nú að segja að ég sé svolítið eftir henni.... ég kíkti líka á hana þegar ég fór upp á hauga í gær. Við erum nú búnar að ganga í gegnum ýmislegt saman ég og Zanussi LoL

Mér dettur hins vegar ekki í hug að segja ykkur hvað ég ætla að síkríta næst! Þá væri þetta orðin tveggja handa færsla Wink Þið getið bara gizkað.........

Eitt er á hreinu! Ég skokka ekki í svona veðri - ég meina ég gæti hlaupið....Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég reyndi einu sinni að brugga rabarbaravín með skelfilegum afleiðingum. Aldrei meir, aldrei meir.

Helga Magnúsdóttir, 22.6.2008 kl. 19:29

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

talandi um allan þennan rabbarbara og afurðir hans..... í paj-uppskriftinni þinni stendur að það eigi að nota ákveðið magn af súkkulaði...allt í lagi með það... ég er sátt við það.... vandinn er bara sá....að það stendur hvergi hvenær eigi að setja súkkulaðið út í.... mér datt einna helst í hug að ég ætti að maula á súkkulaðinu á meðan ég væri að útbúa pajið..... er það rétt hjá mér ???? 

Fanney Björg Karlsdóttir, 22.6.2008 kl. 19:53

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fanney Það má! En ég læt það snúast síðustu hringina með deiginu........

Hrönn Sigurðardóttir, 22.6.2008 kl. 19:55

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Rabbaravín ja hérna ........  hvað var svona mikil  rigning hjá þér  en ekki hér Rvk  sól og blíða skemmtilega kona.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.6.2008 kl. 20:11

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

okey... þá geri ég það líka...... sko næst þegar ég bý til paj....

Fanney Björg Karlsdóttir, 22.6.2008 kl. 20:23

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Engisprettufaraldur.  Þú ert frábær.

Ég er að hugsa um að skokka aðeins í næstu rigningu, ekki veitir af.

Sigrún Jónsdóttir, 22.6.2008 kl. 21:05

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Alveg get ég séð fyrir mér að vel hafi farið á með ykkur Zanussi. Og ekki er ég hissa á að þér líki svona afspyrnu vel við rabbarbarann þinn. Ég þigg staup af svoleiðis víni, - ef þú leggur í að leggja í, - þegar ég kem með frú Fanneyju í kaffi og sager til þín.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.6.2008 kl. 21:18

8 Smámynd: Dísa Dóra

já það var virkileg útlandarigning hérna í dag.  Rabbabaravín - nammi namm það er æðislega gott - kem í heimsókn þegar það er tilbúið

Dísa Dóra, 22.6.2008 kl. 21:24

9 Smámynd: Rebbý

rabbabarapæ hefði ekki verið fjarri lagi í dag eftir þreytta helgi - verð að prufa að gera eitthvað gott næstu helgi til að eiga með kaffinu

Rebbý, 22.6.2008 kl. 21:48

10 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Uhmmm...gæti maður fengið uppskrift af þessu nammipæi????...það hljómar svo vel...súúúkkkulaði.....og svo á ég rabbarbara sem þyrfti að meðhöndla...og mig laaaangar ekki í sultutau....

Ég held...að þar sem þér tókst svona vel með Mademoselle Zanussi...sértu núna að sikrita pall með regnheldu þaki....sem má rúlla upp í sól.....og þá geturðu prjónað eða setið og sikritað endalaust...án þess að hlaupa.....

Bergljót Hreinsdóttir, 22.6.2008 kl. 22:09

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Snúra hvað?????

Þjófurinn þinn addna

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2008 kl. 22:11

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

tihí Jenný! Þvottur á snúru....

Rabbarbarapæ er alltaf gott - eftir útilegu - á undan útilegu - í útilegu

Ég hóa í ykkur Dísa og Guðný Anna!

Sigrún!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.6.2008 kl. 22:28

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knúsí krúsí, stelpu skott, þú er bara frábær elsku Hrönn mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2008 kl. 22:30

14 Smámynd: Tína

Það er naumast ofvirknin kona! I like you a LOT

Tína, 22.6.2008 kl. 22:58

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er frekar frjálslega uppalin......hef borðað rabbabaragraut og rabbabarasultu frá því ég man eftir mér....hef svo veriðð að uppgötva eitt og eitt í gegnum tíðina ....þ.á.m. pæjurnar og vínið en hef sko aldrei prófað vín en hinar ýnsu útgáfur af pæjum.....

Karlinn minn étur ekki rabbabaragraut og segir það ýmislegt um .....samkvæmt kenningu þinni

Sofðu vel duglegi prakkari.

Solla Guðjóns, 23.6.2008 kl. 01:39

16 Smámynd: Linda litla

Þú ert alltaf að tala um rabbabarann þinn Hrönn, ertu ekki komin með ógeð af honum ? Hvernig væri að setja niður kartöflur og kál líka til að fá tilbreytingu ???

Linda litla, 23.6.2008 kl. 02:03

17 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Drakkst bjór og dottaðir yfir sjónvarpinu- Ekki mikið fyrir fótbolta?

Þrumuskúr- Ekki mikið kikk í svoleiðis prumpi eftir skjálftann mikla.

Engisprettur............"no komment" (Mæli með viðtali við sérfræðing)

Rabbarbaravín- Trúðu mér....................það þarf BÁÐAR hendur í þann bransa!  Rabbarbari er flottur, hvort heldur maður/kona geri það alltaf eins, með ljósin slökkt, kveikt eða sprungin.................................Bang!   Sulta vesgú!

Já, eða "what ever"

Halldór Egill Guðnason, 23.6.2008 kl. 04:59

18 Smámynd: Einar Indriðason

Nú glotti ég upphátt!  Snúrublogg.... (rigning að berja á þvottasnúrunni)..... Rabbabari hvað.....

Já, nú glotti ég. 

Einar Indriðason, 23.6.2008 kl. 07:54

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Einar! Er það ekki hið eina sanna snúrublogg.......?

Halldór! Stundum getur maður bara ekki meir!

Linda! Fylgjast með!! Ég er löööngu búin að setja útsæðið niður og planta káli....

Solla! Ég treysti því bara að þú sjáir þá um grautinn......

Cesil, Gréta og Tína

Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2008 kl. 08:30

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Ja for helvette

Solla Guðjóns, 23.6.2008 kl. 21:29

21 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

"Enn ein dásamleg helgin að líða! Ég er búin að afreka ýmislegt. Sló heimatúnið og drekkti ormum á Suðurtúninu - drakk bjór og dottaði yfir sjónvarpinu." 

Sagði hún svo pent.

Ég gerði næstum nákvæmlega það sama í kvöld, elskan. Allt nema þar sem þú skrifar "á Suðurtúninu". Þar myndi ég hafa skrifað "baðkerinu"...

Hey, wishful thinking!   

Just joking of course!

(..-or is she? *** Framhald í næsta blaði!)  Grin

http://youtube.com/watch?v=chysEoANK7c

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.6.2008 kl. 03:29

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottar!! Bigger - better - faster - more........

Hrönn Sigurðardóttir, 24.6.2008 kl. 08:54

23 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gáta !!!!  Klapp klapp klapp ......  Gáta !!!  Klapp klapp klapp

Anna Einarsdóttir, 24.6.2008 kl. 11:38

24 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband