Soldið slow.....

..... ég las fyrirsögn í blaði í morgun sem ég áttaði mig ekki á fyrr en um hádegi: Ófrískum ungum hefur fækkað.... W00t Ég spáði í hvaða ungar væru ófrískir! Hvar væru yfirleitt komnir ungar! Eru ekki flestir fuglar enn liggjandi á.....?

Annað sem ég velti fyrir mér þessa dagana er að úr því að það er búið að senda geimfar á Marz er þá ekki kominn tími á "aðra" ferð á tunglið......? Þið munið small step og allt það! 

Var kannski aldrei farið þangað? Var bara verið að plata ykkur?

Hugsanlega....... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég er nú svooo slow að ég fattaði ekki þessar undarlegu fyrirsagnir fyrr en ég las þær hérna.

Ég get ómögulega ákveðið mig með þetta tungl...fóru þeir þangað eða ekki ?

Ragnheiður , 27.5.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Þeir fóru aldrei spönn úr rassi, þessir geimfarar. Las það í öldinni okkar að þeir hefðu æft sig á mánalandslaginu í Ódáðahrauni, svo að manni dettur nú ýmislegt í hug. Tunglferðin var ekkert nema helgarferð í Ódáðarhrauni og svo út að borða á Grillinu áður en farið var heim og hananú!

PS: Ófrískir ungar??? Þetta er mengunin! Öll dýr eru að verða að hermafroditum  út af öllu draslinusem við hendum og mengum náttúruna með.

Kveðjur heim á klakann.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 27.5.2008 kl. 22:41

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kannski er ég líka slow ég var fyrst ófrísk 18 ára  og er sammála Röggu.

Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 27.5.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Og ég þverfóta ekki fyrir ungum óléttum og eldri konum!

Heiða Þórðar, 27.5.2008 kl. 23:41

5 Smámynd: Linda litla

úffff.... ég vogaði mér að skrifa smá færslu um ungar ófrískar mæður og segja frá því hvað ég var ung..... mér hefndist fyrir það. Núna vill einvher kona út í bæ taka viðtal við mig út af því..... hehe

En þetta með tunglið og Mars.... á ekkert að fara að kanna snickers ??

Linda litla, 27.5.2008 kl. 23:48

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef fulla trú á að "tunglsenan" hafi verið send beint út frá Hafnarfjarðarhrauninu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 01:00

7 Smámynd: Róbert Tómasson

Ég held nú samt að kaninn hafi farið til tunglsins og staðfest þar með það sem marga grunaði, " Tunglið er ekki úr osti ", og nú eru þeir víst með könnuð á Mars, mig grunar að Bush bíði spenntur eftir því að fá það staðfest að Mars sé súkkulaði og einnig að komast að því hvernig það er flutt til jarðarinnar.

Læt að gamni einn góðan frá Jay Leno fylgja með:  Þegar Bush frétti að Kaliforníu ríki hefði samþykkt lög sem leyfðu hommum og lesbíum að giftast var hann fljótur að lýsa yfir stuðningi við það og sagði, " Mér finnst það virkilega gott mál að hommar giftist lesbíum. " Smá misskilningur á ferðinni.

Róbert Tómasson, 28.5.2008 kl. 09:30

8 identicon

Ég les líka stundum slow

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:09

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Segðu Ragga! Þú ert eins og jójó

Já ég held það nefnilega Gunni Palli kokkur. Bráðum verða karlmenn óþarfir nema sem gæludýr........

Knús á þig Katla mín

Heiða! Passaðu þig að stíga ekki á þær

Linda! Segðu henni bara að þú sért bundin trúnaði

Jenný! Eða Ódáðahrauni - sko ef þeir hafa þorað út á land....

Róbert! Góður

Birna Dís! Eins gott að við lesum ekki saman.....

Hrönn Sigurðardóttir, 28.5.2008 kl. 10:21

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...þeir fóru aldrei til tunglsins, voru bara í þykjustuleik í stúdíói

Marta B Helgadóttir, 28.5.2008 kl. 13:04

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....einhvern tíma sá ég mynd um það Marta! Hún var ansi góð ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 28.5.2008 kl. 13:09

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Auðvitað fóru þeir ekki til tunglsins. Þetta var allt tekið í Mývatnssveit hef ég heyrt og það í stúdíói til að losna við mývarginn. En ófrísku ungarnir eru óborganlegir að mínu mati.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.5.2008 kl. 14:49

13 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mér skilst líka að tunglið sé bara geimskip....

Markús frá Djúpalæk, 28.5.2008 kl. 15:10

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Samsæriskenningarnar lengi lifi ... ég sé að það er sko heldur betur stutt í þær. Ég held að tunglferðin hafi verið raunveruleg, ekki nokkur spurning um annað.

Hrönn, ég hugsaði nákvæmlega það sama og þú, þegar ég sá þessa fyrirsögn í Mogganum. Kannski erum við skyldar, fyrir utan það að vera báðar íslenskar konur. Fletti þér upp í Íslendingabók

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.5.2008 kl. 18:01

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ófrískir ungar!

Helga Magnúsdóttir, 28.5.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.