Mér finnst rigningin góð...

Svakalega hefur þessi rigning róandi áhrif á mig..... Ég væri til í að skríða undir rúm nú, þegar, strax! Eins og þýzkukennarinn minn sagði hér í denn. Hann hafi lært íslensku úr orðabókum og tók öll samheitin í einni setningu. Síðan hef ég notað þetta til að leggja áherzlu á mál mitt LoL

Ég sló helminginn af heimatúninu í dag. Áttaði mig svo á því að það var farið að rigna helst til mikið fyrir slátt með rafmagnsvél Tounge

Sundleikfimin styttist í annan endan hvað á hverju. Bara einn tími eftir og svo er brostið á sumarfrí! Þá fer ég út að hlaupa í staðinn. Eins gott að Eygló frétti það ekki. Hún bannaði mér í gærkvöldi að hlaupa, sagði að ég eyðilegði fæturnar á mér á þessari vitleysu. Eygló er alltaf svo fullviss Heart Enda hefur hún leiðinlega oft rétt fyrir sér. Ætla samt að hlaupa, það er of skemmtilegt til að hætta því, rétt eins og hitt..... þið vitið sem enginn má tala um en allir gera..... LoL Ég fæ þá bara nýja fætur. Er ekki Össur alltaf að framleiða fætur?

Dornrósinni minni líður vel úti í garði, einkum og sér í lagi í svona úðaregni. Ég sagði Mömmusinnardúlludúski að hann yrði að vera búinn að smíða píramídaskjól fyrir sautjánda júní. Daginn sem öll blóm eyðileggjast................ Hann samþykkti það og gufaði síðan upp í reyk Wink Bezt ég minni hann á það aftur í fyrramálið!! 

Ég er eitthvað svo full tilhlökkunar. Hef samt enga hugmynd um af hverju W00t Hafiði lent í þessu? Að hlakka til einhvers og hafa ekki hugmynd um eitt eða neitt? Mér finnst eins og ævintýrin bíði mín handa við hornið......

Ætlaði að baka rabbarbarapæ í dag en tíminn rann frá mér. Segi bara eins og Scarlett O´Hara mæ feivoreit person: Á morgun kemur nýr dagur........ Kissing

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Rosalega er þetta jákvæð og skemmtileg færsla. Sat hálfdomm í vinnunni og hresstist bara öll við þegar ég las hana. Haltu bara áfram að hlakka til, það er svo góð tilfinning.

Helga Magnúsdóttir, 26.5.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Dásamleg færsla sem fær mann til að gera eitthvað takk fyrir þetta Hrönn mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.5.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: www.zordis.com

Alls ekki hætta að hlaupa, það má ekki hætta öllu því góða í lífinu   Þad er yndislegt ad fá svona ævintýralega og góda tilfinningu!

Spennandi tímar framundan, ástin og sumarid .... kanski ferdu ad gera zetta sem ekki má segja en flestir gera

www.zordis.com, 26.5.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já þú segir það..... Össur framleiðir fætur.    Fáðu þér bara fullt af fótum og gefðu svo kost á þér í EM í fótbolta.  Þá færð þú að hlaupa heilmikið og ég fæ að hlakka rosalega til að sjá þig hlaupa heilmikið. 

Anna Einarsdóttir, 26.5.2008 kl. 21:46

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

úúúú EM í fótbolta!! Flottir rassar þar á ferð

Já Þórdís! Og bezt er að vita ekki af hverju........

Takk fyrir innlit stelpur mínar

Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2008 kl. 21:49

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2008 kl. 21:51

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Dagurinn minn er strax betri eftir lesturinn

Huld S. Ringsted, 26.5.2008 kl. 22:22

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta heitir lífsþorsti, dúlludúsksmóðir, og er alveg afskaplega góður hlutur. Heldur t.d. lífinu í mjög mörgum.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.5.2008 kl. 22:41

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hrönn, hlýnun jarðar, manstu??  Það verður hvorki rok né rigning á sautjándanum, en kannski.....jarðskjálfti.  Ég þekki svona tilhlökkunar tilfinningu , en það er langt síðan ég hef fundið hana.

Sigrún Jónsdóttir, 27.5.2008 kl. 01:01

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Æ ég heyrði í regndropunum þegar ég las þetta. Ég sef í risherbergi og það er oft draumur að hlusta á regnið bylja á þakinu.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.5.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.