En það bar til um þessar mundir........

......það er svo mikið að gera í félagslífinu hjá mér að ég má varla vera að því að vinna W00t Meira hvað hún getur slitið í sundur hjá manni þessi vinna! Ég hef ákveðið að sofa þegar ég verð gömul - til að spara tíma Tounge

Fór í bíltúr eða túra - hljómar svo miklu betur að túra, alveg svona hljómsveitarlegt, jafnvel eins og ég sé um það bil að meika það Tounge - með danskan vin minn sem er staddur hér um slóðir......... Já, já danskir dagar hjá fleirum en Dorrit og forsetanum Wink

Arne Ákvað að taka þessa mynd - just in case - svo ég gæti allavega sýnt hvar danskurinn sást síðast..... ef ég mundi tapa honum í vatnsfallið W00t En það slapp og allir komu heilir og með húfur til byggða......LoL

 

 

 

 

 

DSC02415 Þarna varð ég algjörlega heilluð - sagðist ætla að byggja mér hús akkúrat þarna og vera kölluð kuldalega kellingin á klöppinni Tounge Vitiði hvernig það hljómar á dönsku?

Daninn þurfti að toga mig burt með því að lofa mér sögu - sem hann sveik mig ekki um. Hún gerðist í skógi í Finnlandi og endar illa............ en er hrikalega fyndin.

Enduðum svo í bláa lóninu - hvar ég sagði honum dónalega sögu um það hvað íslendingar gera þar.......... Ætla sko ekki að segja hana hér. Hún er mjög blá - alveg í stíl við lónið........og endar líka illa Cool Jamm miklar harmasögur sem við kunnum - enda komin á þann aldur, sjáðu til!

Í kvöld ætlum við að hlaupa í Icelandairhlaupinu og hafa stífar æfingar staðið yfir - þ.e. á milli þess sem við höfum farið út að borða og drukkið vín, flissað og ég hef farið með lygimál.

Á morgun lýkur dönskum dögum og þá sný ég mér að bekkjarmótinu af fullum krafti sem ég er að skipuleggja í félagi við nokkrar bekkjarsystur mínar. Það verður hrikalega gaman að hitta krakkana aftur á laugardaginn. Það stefnir í góða þátttöku og dans á borðum.

Þetta endar með því að ég verð há og grönn er ég hrædd um - og ég sem var með unnið veðmál í höndunum í keppninni um að verða feitt gamalmenni......Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Já Hrönnslan mín.... maður verður sko að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar maður heimsækir Blá lónið...... vera með pottþéttar getnaðarvarnir ef maður ætlar sér að baða sig í lóninu...... það er sko ýmislegt sem á sér stað þarna...... say no more

En skemmtu þer rosa vel á bekkjarmótinu..... passaðu þig bara á því að svissa yfir í  íslenskuna....ekki víst að bekkjarfélagarnir skilji dönsku....

Fanney Björg Karlsdóttir, 8.5.2008 kl. 11:30

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, er að verða til samband þarna við Danmörku?  Hm... ekki leiðinlegt að fara í konvoj með þeim.

Halltu þér á mottunni þú kalla kvinna på bergsnuddan.  Tala ekki dönsku þó ég tali öðrum tungum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2008 kl. 13:00

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hrönn, það eru nú margir áratugir þangað til þú verður gamalmenni, þannig að það er nægur tími til að skreppa saman og safna spiki

Markús frá Djúpalæk, 8.5.2008 kl. 14:58

4 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Það er gaman að vita af því Hrönn mín að þú ert farin að æfa þig í dönsku. Danskan er fallegt tungumál, og "HITT" er jú líka ágætt! Bið að heilsa á bekkjarmótið og þá sérstaklega Gauja Fúsa og þeim hinum sem sungu með mér í Stúlknakórnum

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 8.5.2008 kl. 16:22

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og hvað ætlar þú svo að gera við tímann sem þú sparar þegar þú sefur þegar þú verður gömul ?

Þvílíkt dramatísk færsla;  Harmsögur, lygimál og finnskir djókar.    Hvað er hægt að biðja um meira ?

Anna Einarsdóttir, 8.5.2008 kl. 18:22

6 Smámynd: Hugarfluga

Það er ekki hægt að segja að það sé lognmolla í kringum þig, Hrönn mín.

Hugarfluga, 8.5.2008 kl. 20:16

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Geggjað!

Heiða Þórðar, 8.5.2008 kl. 20:25

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 8.5.2008 kl. 22:46

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegur pistill Hörnnsla mín, þú ert svo skemmtilega. Takk fyrir vinkið í dag, þú tókst þig vel út með hunda í garði, ég hugsa að allir hafi tekið eftir þér.  Skemmtu þér rosa vel um helgina.  Bið að heilsa upp á borð, alltof langt síðan ég dansaði á borði síðast.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 00:04

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú ert svo skipulögð að mig svimar hreinlega. Danaheimsóknir og bekkjarkvöld. Af hverju er mitt líf bara að borða, sofa og vinna? Í þessari röð. Ég bara skil þetta ekki.

Helga Magnúsdóttir, 9.5.2008 kl. 00:26

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Langt síðan ég hef dansað borðadans... aaaaaalltof langt! Bætúr því.. *tikk* v

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 00:43

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert skemmtileg.

Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 00:52

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er aldeilis kraftur í minni ! gott með danska vini.

Bless inn í daginn.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 05:59

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Hrönn mín, allof mikið sem þessi vinna skemmir fyrir öðru skemmtilegu sem maður vill gera  Ég ætla líka að geyma svefninn þangað til síðar.  Flottar myndir, ég er ekki viss um að ég myndi þora að heimsækja þig á svona klöpp  Þú yrðir allavega að hafa gott handrið fyrir gamlar konur.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 10:14

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða helgi Hrönn mín

Kristín Katla Árnadóttir, 9.5.2008 kl. 13:40

16 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 9.5.2008 kl. 14:14

17 Smámynd: Ragnheiður

Fórstu með sigti í lónið ? Það myndi ég gera til að veiða saman lífssýnin sem svamla þar...

bjakk...

Knús á þig yndislegust, á klöppinni

Ragnheiður , 9.5.2008 kl. 17:29

18 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Góða helgi "du lyvende kuldeklappekjering i Blae Lagunet med alle harflygserne svivende rundt deg i drullepollen udlendingerne traar dem kan fa reddet sin tur i". Komst bauninn annars heim heill, hálfur eða í minni einingum? Er hann kannski enn á landinu? Hummm..... 

Halldór Egill Guðnason, 10.5.2008 kl. 01:45

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef allavega lært alveg nýja setningu, sem hljóðar svo......

....du er fuld af løgn!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.