1.5.2008
Jolly cola!
Er búin að vera hrikalega löt í dag. Eins gott að það er frídagur og ég þarf ekki að berjast fyrir bættum kjörum Hitti fyrrum vinnufélaga á förnum vegi og við urðum ásátt um að hann mundi berjast fyrir - jæja, ég ætla ekki að ljóstra því upp....
Fór út að hlaupa, eða skokka, í morgun. Tók tímann og er alls ekki að hlaupa, eða skokka, fyrir gulli á palli Stórbætti samt tímann frá því í síðustu viku........ Ljónshjartað blés ekki úr nös þar sem hann lullaði við hlið mér á milli þess sem hann fann hjá sér þörf fyrir að reka gæsir úr túni bóndans
Er að velta fyrir mér hvenær Mexicanar urðu að Mexicoum og af hverju? Er ekki svolítið hjákátlegt að breyta nafni heillar þjóðar án þess að ræða það við mig? Þarf þá að syngja núna: Lítill mexicói með som sombrero......?
Einhver sem veit það? Og ekki reyna að segja mér að það sé vegna þess að landið heiti Mexico!
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:17 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Var þessu breytt, án þess að tala við þig ?
LÚÐAR !!!
Anna Einarsdóttir, 1.5.2008 kl. 19:19
Anna! Segðu!!
Helga! Égskilþaðekki
Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 20:27
Þeir gleymdu að segja mér þetta líka svo ég held bara áfram að kalla þá Mehíkana
Huld S. Ringsted, 1.5.2008 kl. 20:34
Jahá, sko. Þetta er óskiljanleg ósvífni. Mexíkanar
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.5.2008 kl. 20:51
úfff þarna bara fór draugurinn af stað hehe.. en skítt með það, þetta er jafn asnalegt og að kalla Eistlending Eista
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.5.2008 kl. 20:53
Þú ert nú meiri pælarinn Hrönnsa mín. En veist þú afhverju Pólverjar eru ekki Póllendingar sbr. Íslendingar, Grænlendingar, Englendingar?
Afhverju erum við ekki Ísverjar? Væri það ekki flottara heldur en Íslendingar?
Sennilega er þetta spurning um hefðir en ekki reglur og við skulum bara halda áfram að kalla Mexicoa, Mexicana.
Stóra systir (Amma í sveitinni) (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 20:58
Og Íslendinga Ísfólkið
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.5.2008 kl. 21:03
Íslendingar á Spáni eru kallaðir "spánlendingar" .... Ég syng áfram lagið eins og katla maría gerði um árið og kalla coana fyrir cana ... kanski við ættum að kalla kanana fyir kóa.
Knús á þig gormur! Gullhjarta er nú betra en pallagull ...
www.zordis.com, 1.5.2008 kl. 21:08
Elli prestsins alltaf hot.Dónaskapur er þetta að hafa ekki samráð við þig.Annars er samráð ólöglegt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 21:31
Ég á afspyrnu erfitt að segja mexíkói. Þessu var breytt að mér forspurðri þegar ég bjó í útlöndum.
Einu sinni fannst mér Jolly Cola toppurinn á heitu sumri í Danmörku.
Það voru Danóar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2008 kl. 21:39
Stóra mín systir alltaf gaman að sjá að þú kíkir inn. Ég er sammála ykkur Huld um að halda bara áfram að kalla þá mehíkana - eins og hreinlega ekkert hafi í skorist.....
Helga Guðrún! Ég hendi í þig grýlukerti.......
Þórdís! Satt og rétt hjarta úr gulli er betra er pallur úr bulli Úff ég er talandi skál - kem til með að gefa út bók fyrir jólin!
Birna Dís! Mér fannst þú afspyrnudónalega að gefa í skyn að presturinn í minni sveit væri gamall - alveg þar til ég áttaði mig......
Jenný! Einu sinni fannst mér ekkert annað toppa danskt. Ég hef áttað mig..... enda eldri núna
Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 21:59
Kristín Katla Árnadóttir, 1.5.2008 kl. 22:01
Það veit guð fyrir ofan mig að ég veit ekki þetta um Mehikanana og hef reyndar aldrei velt því fyrir mér, þó ég sé meiri pælari en an... og vitrari en dj.....
Ég tek undir með öðrum hér að ofan, að ósvífni er að ræða ekki svona stórbreytingarvið þig. Það myndi ég sko gera. Góðar kveðjur til þin!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.5.2008 kl. 22:26
Skandall! Menn hefðu betur haft samráð við Hrönnsluna
...ps átti leið hjá húsinu þínu í dag, (held ég)
bölv hraðferð á mér ..fer hægar næst og banka
Marta B Helgadóttir, 2.5.2008 kl. 01:00
Þetta er einhverskonar anti-ameríku stefna Æðstu menn Ameríku hafa skandalast svo mikið út um allan heim með misheppnaðri heimsvaldastefnu sinni, að enginn vill lengur láta bendla sig við þá fyrrum stórþjóð.
Mexi-cane = Mexí-kani. Mexí-kó = Mexí-kói. -kani er ábyggilega úr amerí-kani en veit enhver hvaðan Mexí- kemur?
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 2.5.2008 kl. 08:12
Ég skal spyrjast fyrir næst þegar ég fer til Mexícó. Þau hljóta að vita þetta
Ef til vill til að ruglast ekki á hvorki könum, né kanadamönnum, sem eiga þarna orðið annað hvert hús á baðströndum Mexícó.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2008 kl. 13:05
Ég veit sko allt um þetta Mexíþarna...
Jollý cola drakk ég í Færeyjum þegar ég var 13.ára í minni fyrstu utanlandsferðen hitt ekki Björn Bjarnason.
Solla Guðjóns, 2.5.2008 kl. 22:37
Marta! Næst stopparu!! Það er ekkert að halda um það annaðhvort áttirðu leið hjá ellegar þú varst villt
Solla
Gunni Palli kokkur! Enginn virðist vita hvaðan mexí er upprunnið.........
Takk Cesil - endilega spurðu
Guðný Anna! Mér finnst það - helber ósvífni... Góðar kveðjur til þín einnig
Katla!
Hrönn Sigurðardóttir, 2.5.2008 kl. 22:50
on ðe rönn ....
www.zordis.com, 2.5.2008 kl. 22:53
Vill Solla þá ekki uppljóstra um málið?? það er svo asnalegt þegar þeir (fréttamenn) taka upp á því að breyta hinum og þessum nöfnum. Hafðu það gott þarna austurfrá, hér er kona enn í náttkjól.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 18:11
Ég er lost varðandi Mexíkanana.
Muniði eftir Spur, Sinalco, Polo, Miranda, Cherry Cola, Grape..... ?
Jóna Á. Gísladóttir, 3.5.2008 kl. 19:41
Ó já sko, Jóna, hérna úti fæst að vísu Cherry Cola og Grape, en hinar tegundirnar hef ég ekki rekist á. -Var annars ekki Póló íslenskur drykkur..?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.5.2008 kl. 21:32
Polo? Eruði ekki að búa eitthvað til núna stelpur mína?
Hrönn Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 23:10
Þeir gerðu þetta líka við Japani! Japanir eru orðnir Japanar
Sigrún Jónsdóttir, 3.5.2008 kl. 23:47
Póló var framleitt af ... var það ekki Sanitas? Ekki beinlínis góður drykkur.
Markús frá Djúpalæk, 4.5.2008 kl. 01:59
hjartaknúskveðjur.......
Fanney Björg Karlsdóttir, 5.5.2008 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.