Tímamót...

... í mínu lífi áttu sér stað í dag þegar ungur drengur kom og tengdi afruglara við routerinn þannig að nú horfi ég á sjónvarpið í gegnum netið. Ótrúlega skýr mynd, ég var almost búin að gleyma hvernig fólk í sjónvarpi lítur út....... W00t Fyrir nú utan einhverjar sextíu stöðvar sem ég get horft á. Ætli ég verði ekki bara að hætta að vinna til að komast yfir þetta allt saman. Ótrúlega sem þessi vinna slítur í sundur fyrir manni!

Sunnudagar eru mínir dagar. Algjört letilíf - geri það sem mér sýnist, þegar mér sýnist (eins og ég geri það ekki alla hina dagana líka) Tounge Skrapp til mömmu í kaffi og vöfflur, hitti þar bróður minn og konuna hans sem og son þeirra - sem by the way er alveg að komast á það stig að vera viðræðuhæfur..... W00t Játa það hér og nú að ég hef ekkert gaman að börnum - barasta hreint ekki neitt, fyrr en þau komast á það stig að hægt er að ræða við þau og jafnvel ljúga þau full af alls kyns vitleysu. Eyfi þú bara nefnir það og ég skal passa fyrir ykkur LoL

Ég er algjörlega undirlögð af harðsperrum eftir skokkið hér um árið og er staðráðin í að gera eins og Sirrý Sæ. minn gamli leikfimikennari sagði hér um árið. Alltaf að gera strax aftur það sem olli harðsperrum til að losna við þær. Nú ef það dugar ekki þá veit ég hvar hún á heima....

Ég er að segja ykkur það, ég hugsa eins og glæpamaður. Ætti ég að hafa áhyggjur af þessu?

Sá Ólaf Ragnar Grímsson á Laugaveginum í gær og Dorrit hans ekta húsfrú. Þau voru að kaupa sér pizzu. Ég náði ekki upp í nefið á mér, ég var svo hneyksluð. Systrum mínum og móður fannst þetta hins vegar allt í lagi og renndu þar með enn einni stoðinni undir þær grunsemdir mínar að ég sé tökubarn í þessari fjölskyldu W00t

Eitt sem ég velti fyrir mér í dag, á milli þess sem ég gerði mest lítið og gerði það hægt, þegar fólk gengur út - eins og sagt er - ætli það skelli þá á eftir sér?

Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já. Það kallast að innkalla útistandandi lykla og dílíta númerum.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.4.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 23:02

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

er ekki mjög tæknilega forfrömuð sko.... 

horfa á sjónvarpið gegnum netið?

horfirðu þá samt á sjónvarpið í sjónvarpinu?

eða í tölvunni? 

Marta B Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 27.4.2008 kl. 23:22

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vill fá svar við spurningu Mörtu.  Er ein augu hérna.

Þú ert frábær.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2008 kl. 23:46

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert bara yndi.

Heiða Þórðar, 28.4.2008 kl. 00:11

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ert´að meina´ða ?  Óli og Dorrit að borða pizzu !  Skandall og túkall. 

Þú hugsar skemmtilega. 

Anna Einarsdóttir, 28.4.2008 kl. 00:11

8 Smámynd: www.zordis.com

Sunnudagar eru ljúfir, væri alveg til í tvo í röð! 

Spurning hvernig hurðin er, rennihurð (vinsælar á Spáni) eða rennilás (vinsælt í Þórsmörk) ..... meira krassandi að láta bylja í karminum, er þaggi?

www.zordis.com, 28.4.2008 kl. 06:00

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Marta! Ég horfi á sjónvarpið í gegnum sjónvarpið ;) sjálfsagt get ég líka horft á það í tölvunni - hef ekki skoðað það.......

Ég hélt að allir væru með svona. Þetta þýðir einfaldlega að þú tekur sjónvarpið inn í gegnum adsl-ið í staðinn fyrir loftnetið. Kann nú ekkert rosa vel að skýra þetta út en svona skil ég þetta. Þarf ekki loftnet, þarf bara router. Hér var rosa stuð á meðan stráksi tengdi. Straumbreytirinn sprakk. Hann var eins og mini útgáfa af írska lýðveldishernum. Talandi um eins manns her.........

Hrönn Sigurðardóttir, 28.4.2008 kl. 09:09

10 identicon

 
Sistkynabörn mín nutu góðs af mér.Ég laug þau full í allar áttir.Yndislegt var það.Eitt þeirra "ræddi"lygamálin við mig þegar hún bjó hjá mér síðastliðið sumar.Og hafði komist nokkuð óskemmd frá þessu öllu hahahahaSá alsberi (á mínu bloggi)sat við hlið klæddrar konu sinnar.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:24

11 Smámynd: Dísa Dóra

haha note to me:  EKKI fá Hrönn til að passa

Dísa Dóra, 28.4.2008 kl. 11:01

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert alveg frábær og ég hef alltaf sagt það.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.4.2008 kl. 14:40

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já, hún er "loksins" gengin út!!! BANG.   Ég mun alltaf heyra hvellinn og hvininn, þegar ég heyri þessa setningu í framtíðinni.

Sigrún Jónsdóttir, 28.4.2008 kl. 16:16

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frænka mín sem er þremur árum yngri en ég segist ekki enn bera sitt barr út af öllum lygasögunum sem ég sagði henni. Hún skrökvar því!

Helga Magnúsdóttir, 28.4.2008 kl. 20:14

15 Smámynd: Linda litla

Það hefði ekki verið slæmt að vera úti að borða á pizzastað með Óla og Dorrit.

Linda litla, 28.4.2008 kl. 20:16

16 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl bloggvina. Ætli Ólafur hafi ekki fengið sér grís. Ég verð þeirri stundu fegnastur þegar ég seigi stöð 2 upp,það er hróplegt óréttlæti hvernig þeir fara með áskrifendur halda því von að það sé að fara sína þátt en svo kemur hann 3 tímum fyrir mánaðarmót.Ég er með tengingu eins og þú varst að fá þér en um páskana fórum við í bústað og þá fékk ég leigðan lykil hjá þeim á stöð2 og á föstudaginn kom rukkun upp á 5.549 kr í gíróseðli en ég borga gjaldið með korti ég fór og spurði hverju þetta sætti jú þú ert með lykil frá okkur og líka símanum og ég var í þó nokkurn tíma að koma konunni í skilning að lykillinn þeirra hafi verið leigður í þessu tilviki og það endaði með því að yfirmaður sem er kona kom og hlustaði á það sem ég var að segja og strikaði þetta bara út,en það skeði fyrir um ári síðan þá fóru þeir inná banka reikninginn minn og tóku útaf honum greiðslu sem ég átti ekkert að borga þannig að þetta er sorafyrirtæki.

Guðjón H Finnbogason, 29.4.2008 kl. 00:31

17 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 29.4.2008 kl. 00:54

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú drepur mig og ég sem er að fara að skoða færsluna hér fyrir ofan

Solla Guðjóns, 29.4.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband