Krummi svaf í klettagjá

Ég gaf Krumma brauð í morgun! Bananabrauð sem ég bakaði um daginn og engum fannst gott........Pinch Mér finnst nefnilega bananar hrikalega vondir sem bragðefni í kökum og greinilega brauði líka...... Mömmusinnardúlludúskur, sem annars borðar allt - nema plokkfisk og bjúgu - deilir þessu greinilega með mér - því hann sagði ósköp pent "það er eitthvað bragð að brauðinu sem passar ekki......." Allavega þá fór ég út með brauðið í morgun og gaf Krumma. Ég sleit það niður í stóra búta og fleygði því í skaflinn sem búið er að moka upp við girðinguna hjá mér. Krummi var hvergi sjáanlegur á meðan að á þessu stóð en Lokharði Ljónshjarta þótti óþarfi að vera að gefa svona eitthvað frá okkur og vildi ólmur sækja brauðið aftur.........Tounge Enda nískur með eindæmum.

Ég fór svo inn aftur eftir gjafaferðina og var varla sest niður þegar ég sá að Krummi spígsporaði um skaflinn, lagði heimspekilega undir flatt og tíndi bitana, sem ég hafði hent í snjóinn, vísindalega upp á þak á Bónus. Svo sat hann þar og krunkaði smástund á milli þess sem hann kroppaði í brauðið. Kannski var hann að segja mér að það væri eitthvað bragð að brauðinu sem passaði ekki..........! Joyful

Í kvöld er síðasti þátturinn af Forbrydelsen - nú verður loksins ljóstrað upp hver framdi morðið! Ég hef nú mínar grunsemdir um það hver morðinginn er og ég get sagt ykkur það að ég hef enga trú á því að það sé Vagn. Hann er gerður alltof grunsamlegur til þess....... og þó veit maður aldrei. Danir eru snillingar og þá er ég ekki bara að tala um sjónvarpsþáttagerð. Ég er á því að Íslendingar hefðu aldrei átt að brjótast undan stjórn dana. Hvað með það þó þeir hafi gefið okkur maðkað mjöl? Það hefur ábyggilega bara verið okkur sjálfum að kenna. Við höfum ekki tímt að kaupa mjölið nógu hratt......

Hvað ég svo geri næstu sunnudaga veit ég hinsvegar ekki. Sarah Lund er orðin eins og góð frænka sem kemur í heimsókn einu sinni í viku svo augnhrein og hjartahlý og ég hlakka alltaf jafn mikið til......... Tounge

Blíðar heilsanir InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Endilega taktu nú mynd af tignarlegum Svartfjaðra!  Elska þennan fugl !!!

Bananabrauð hlítur að vera gott, með kaldir mjólk en svona talandi um bakstur þá væri ég til í kryddbrauð og jökulkalda íslenska mjólk ( og mig sem langar aldrei í neitt íslenskt .... )

Feitur fingurkoss til ykkar!

www.zordis.com, 2.3.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Af því ég er lasinn má ég nöldra  svona eins og gamall kall í flókainniskóm. Tuðandi í gegnum skeggið... Finnur maður ekki bragð AF en ekki AÐ... mín kæra Hrönn? Mér finnst bananabrauð líka vont, skil ekki þessa áráttu að nota banana í alla skapaða hluti. Og hvað glæpinn snertir kvíði ég svolítið lokum þessarrar þáttaraðar, ég er skíthræddur um að verða skilinn eftir með miklu fleiri spurningar en svör

Markús frá Djúpalæk, 2.3.2008 kl. 18:46

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

bananar eru góðir ofaná brauð en alls ekki í brauðið.... mér fannst ég verða koma þessari skoðun minni á framfæri.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 2.3.2008 kl. 18:50

4 Smámynd: Ragnheiður

Jæja ,ég er fáfróð kona og hef ekki séð nema brot af einum eða tveimur þáttum af forbrydelsen. Danskir þættir eru afar góðir, ég er samt ekki búin að fyrirgefa dönum þetta mjölmál...bíði þeir bara

Njóttu þáttarins í kvöld

Ragnheiður , 2.3.2008 kl. 18:51

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég hef ekki séð þessa þætti og mér þykir það miður.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.3.2008 kl. 18:54

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég skal reyna að taka mynd af þeim svarta næst Þórdís

Gvöð hvað þú ert úti Hallgerður

Tuða þú bara Markús. En bragð er að þá barnið finnur.........

Fanney! Ég skal aldrei gera þetta aftur

Ragga! Segi við þig eins og Hallgerði! Gvöð hvað þú ert úti..... og takk

Hrönn Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 18:57

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Katla! Ég verð þá víst að segja það einu sinni enn....... Gvöð.....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 18:59

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er gott bragð af þessari færslu, allavega betra heldur en af bananabrauð, deili ykkar skoðun á þessu máli.  Ég elska Krumma.  Sjáumst.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 19:51

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Krakkar mínir!! Það er lykt af og bragð að og hana nú!!

Hrönn Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 19:57

10 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þannig fór það þá....

Markús frá Djúpalæk, 2.3.2008 kl. 21:23

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég held ennþá að það sé Rie.....

....ég meina hversu handí komu inn þessi veikindi hennar?

Eða mamma Nönnu og Vagn og pabbinn tóku þetta á sig...... 

Hrönn Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 21:49

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Uff þetta var svo spennandi, ma ma maður er bara þreyttur eftir átökin he he

En þeir sem tóku þátt í könnuninni voru sannspáir.

Marta B Helgadóttir, 2.3.2008 kl. 22:43

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....mér fannst Vagn ekki sannfærandi morðingi......

Ég held enn að það sé Rie - nema að það hafi verið mamman...... 

Hrönn Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 22:47

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Guð hvað ég er sammála þér í sambandi við banana og bakstur, veit ekkert ógeðslegra  

Þessi danski þáttur er eitthvað sem ég hef ekki horft á, mér finnst Danskan svo snilldarlega leiðinlegt tungumál að ég bara get ekki leitt það hjá mér og reynt að horfa á sjónvarpsefni frá þeim, ég gæti kannski prófað að vera með Ipod í eyrunum og hlustað á skemmtilega tónlist á meðan..................prófa það ef að kemur aftur einhver góður þáttur frá Dönum   (og ég sem er með danskt blóð í æðunum!!)

Huld S. Ringsted, 2.3.2008 kl. 23:20

15 Smámynd: Brynja skordal

Ekki séð þessa þætti! En namm banabrauð er gott og allt sem bananar eru í og bara bananar eru góðir

Brynja skordal, 3.3.2008 kl. 01:10

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hurrðu mig addna.... erum við ekki bloggvinkonur??? Hvernig í fjáranum stendur á því?? Er þér eitthvað illa við mig addna? Viss um að þú hefur orðið fúl út í mig af því að ég var svo sæt með varalitinn þinn!!

En svona án gríns... viltu vera mem?

Heiða B. Heiðars, 3.3.2008 kl. 01:44

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Heiða það vil ég

Hrönn Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 06:18

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

löööööngu vöknuð

Hrönn Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 09:49

19 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Munur að vera vakandi

Markús frá Djúpalæk, 3.3.2008 kl. 11:40

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Markús! Sérstaklega svona vinnulega séð.....

Hrönn Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 11:48

21 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Markús frá Djúpalæk, 3.3.2008 kl. 11:54

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sem er svo sleip í bananabrauðinu en samt skemmist það.  Why I ask?  Why?

Krummi næsta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2008 kl. 11:57

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Krummin á skjánum kallar hann inn gef mér bita af borði þínu bóndi minn.

Bóndi svarar býsna reiður, burtu farðu krummi leiður, lýst mér af þér lítill heiður, ljótur ertu á tánum,  Krumminn á skjánum.

Greinilegt að þú er gjafmildari en bóndaskömminn hehehe... En krummi hefur orðið glaður við, þessi frábæri fugl.

Missti alveg af þessum spennuþáttum.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 12:02

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahah Dúa! Aldrei að láta góðan mann fram hjá sér fara. Hann á örugglega belti heima......

Hrönn Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 21:48

25 Smámynd: Solla Guðjóns

Bragð er AF þá barnið finnur.........þið eruð á fulla að leysa glæp sem ég veit ekkert um EN bananabrauð er æði.

Sjáumst í dag

Solla Guðjóns, 4.3.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.