Hlaupársdagur!

29. febrúar! Þetta er spes dagur. Kemur bara á fjögurra ára fresti en rýkur jafnhratt í burtu og allir hinir dagarnir. Börnin mín eiga afmæli sitthvorum megin við þennan dag og sitthvorum megin við hlaupár.......... Þá vitið þið hvenær fengitími er hjá mér......Tounge Ekki það að þið komið til með að hafa eitthvað uppúr krafsinu þó þið reiknið út hvenær ég er tilkippileg W00t

Annars var ég að lesa á blogginu hennar Ásdísar að það dugar konum eins og mér, sem panta sér léttvín hjá barþjóninum, að segja að þú eeeelskir ferðalög - þá er ég fallin Tounge Ég sem var farin að halda að ástæðan fyrir einbúsetunni lægi hjá mér. Auðvitað var það ekki svo Whistling Ég hef bara ekki hitt hann - þann sem eeeelskar ferðalög. 

Við Stúfur Stubbalings fórum út árla morguns. Gengum upp að afleggjaranum að golfvellinum í hríðarbyl og skafrenningi. Þegar ég svo snéri við þá örlaði hvergi á því að ég hefði verið þarna. Það hafði fennt í sporin mín jafnóðum. Ég brast í svolítið þunglyndi við að sjá það - mér fannst þetta allt í einu líkjast svo lífinu - að brjótast svona í gegnum kófið, vita ekkert hvað er framundan og svo sjást engin spor eftir þig......

Ég hugleiddi að stoppa við næstu stiku og snökkta svolitla stund en svo var bara of kalt til að vorkenna sér lengi og skilar í þokkabót engu! Svolítið eins og í lífinu.....

Kannski hefur Steini Steinarr verið svipað innanbrjósts þegar hann orti þetta: 

Tíminn er eins og vatnið,                             
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.

Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.

Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.

Blíðar heilsanir og farðu vel með þennan dag því hann kemur ekki aftur InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Þá vitið þið hvenær fengitími er hjá mér...... Ekki það að þið komið til með að hafa eitthvað uppúr krafsinu þó þið reiknið út hvenær ég er tilkippileg

Ha! Á fjögurra ára fresti?

Víðir Ragnarsson, 29.2.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þessi dagur er virkilega spes hjá þér það verð ég að segja. Þetta ljóð  er mitt uppáhald. Eigðu góða dag.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.2.2008 kl. 11:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var einmitt að  hugsa um það þegar ég ók með barnið á leikskólann til Suðureyrar í morgun í blindskafi svo sumstaðar sást ekki út úr augum, hve lífið væri í raun og veru viðkvæmt og hve litlu má stundum muna, jafnvel þó við vitum ekki af því.  Þess vegna eigum við að taka hverjum degi eins og þeim síðasta, því enginn veit hvenær tíminn kemur, og það hlýtur að vera betra að fara sáttur og með góðum huga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 12:19

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Fengi tími hvað......börnin mín eru bæði fædd 17.dag mánaðar síns og á sama hálftímanum.......reglulegt kynlíf eða hvað?

Ég var einmitt að blogga um mann sem átti afmæli þennan dag.

Þó fenni í förin skilja allir eftir sig spor.

Steinn Steinar hefur þó mikið til síns máls og er þetta upp á halds kvæið mitt eftir hann.

Solla Guðjóns, 29.2.2008 kl. 12:53

5 Smámynd: Brynja skordal

þetta ætlar að verða hin fínasti dagur annars bara leti hér á bæ en ætla á góða leiksýningu hér á skaganum í kvöld þannig kvöldið lofar góðu

Brynja skordal, 29.2.2008 kl. 17:03

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elskan mín, þú skilur eftir þig huglæg spor hér á blogginu.  Eigðu góða helgi og gerðu eitthvað sniðugt.  Hlakka til að hitta þig í næstu viku.  Leap Year

Ásdís Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 17:16

7 Smámynd: www.zordis.com

Yndislegur dagur (þynnka dauðans) Var grand á því í gær og fékk mér Grand!  Púff ... never again

Knús á þig og sporin hvíla í hjartanu þótt fönn og sandur hylji leiðina ....

Hallelúja .... fengitími

www.zordis.com, 29.2.2008 kl. 17:43

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það hefur bara tvisvar verið fengitími hjá mér og aldrei aftur!! en það var þó á sitthvorri árstíðinni með tveggja ára millibili

Eigðu góða helgi

Huld S. Ringsted, 29.2.2008 kl. 21:05

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á að koma alkanum í algjört þunglyndi?  Ha?  Fenna yfir sporin, sjást ekki í lífinu, Tímið og vatnið.  OMG

Knús og hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.2.2008 kl. 22:59

10 Smámynd: Ragnheiður

Það er ekki stuð fyrir norðan hjá Huld  Fengitími segirðu...hm...það er ágætt að hafa smá skipulag á þessu..ég klikkaði eitthvað, er með 2 stórafmæli í mars, 25 og 20 ára.

Svo er einn bjartur vorsnúður í maí. Svo erum við vetrarsólirnar 3, ein að vísu gengin til viðar, sólin hans Himma míns í nóvember. Lífið gengur í hringi og smærri Hilmar fékk vetrarsólina hans nafna síns í arf.

Falleg færsla hjá þér, eins og alltaf

Ragnheiður , 29.2.2008 kl. 23:00

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Falleg hugsun og góð skrif að vanda Hrönnslan.

Takk fyrir mig.

Marta B Helgadóttir, 1.3.2008 kl. 10:11

12 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

elsku Hrönn til hamingju með dótturina.... á hún ekki ammli í dag.........

Fanney Björg Karlsdóttir, 1.3.2008 kl. 10:56

13 Smámynd: Rebbý

fullt af sporunum þínum og stubbalings sitja í huga mér eftir lesturinn hér enda hef ég bara gaman af því að lesa um ævintýri ykkar  
til hamingju með börnin bæði í dag og í fyrradag

Rebbý, 1.3.2008 kl. 11:43

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir það Rebbý

Fanney! Jú það stemmir

Takk Marta

Móðir í hjáverkum! Takk sömuleiðis og vertu velkomin

Takk Ragga

Jenný mín sorrí

Takk sömuleiðis Huld

Þórdís

Ásdís! Takk sömuleiðis

Brynja og Solla - knús á ykkur

Cesil - sammála

Takk Katla mín

Hallgerður

Víðir! Reikna betur

Hrönn Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband