21.2.2008
Ronja ræningjadóttir
Ég var komin út.... frekar snemma í morgun! Ætla ekkert að upplýsa ykkur um hvursu mikið snemma Ég var að leita að tunglinu! Úti var staflogn og smá snjór sáldraðist úr loftinu eins og flórsykur í gegnum sigti....... Ljónshjartað þurfti mikið að hnusa, greinilega margar lyktir úti! Margar lyktir? Segir maður svona.....? Hér er lykt um lykt frá lykt til lyktar. Héru eru lyktir um lyktir frá lyktum til lykta. Málalyktir? Hvernig lykt ætli það sé? Ég fann ekki tunglið - ekki einu sinni smá bút af því. Líklega of skýjað........
Fór svo í leikfimi fyrir vinnu. Var með mínum hóp í þetta sinn! Allt annað líf Ég var að reyna peppa kjéddlinguna sem var með mér í liði í gær. Sagði henni að í mínum hóp væri bannað að koma síðastur í mark! Hún horfði á mig smástund og sagði svo "að einhver yrði nú að vera síðastur" Sem er rétt! Bara ekki minn hópur!!
Ég er á því að vorið sé komið og af því tilefni legg ég fyrir ykkur vorgátu Mér finnst það svo gaman!
Í blæja-logni baðar sól á báðum vöngum,
þá litlu morin sitja og syngja
svo það gleður Íslendinga.
Hver samdi? og hvað er mor?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Úff tvær gátur í sömu færslu, um hvenær þú fórst út í morgun(nótt) hehe og svo vísnagáta, veit hvoruga. En er lykt ekki bara svona hvað heitir það samheita orð eins og buxur til dæmis, bara til í einni tölu, eða tveimur, maður segir margar buxur og einar buxur, ein lykt, meiri lykt ? nú er ég alveg bit, þessu þarf að fá svar við.
En er það í nótt sem tunglmyrkvinn er eða var það nú í nótt, þá er nú varla von að þú hafir séð tunglið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 11:35
Tuglmyrkvinn var í liðinni nóttu svo tunglið hefur falið sig vandlega ....
Lykt er eins í báðum tölum hvort sem um ræðir smellur eða hnappa!
Morin hljóta að vera börn eða eitthvað voðalega sætt .... sem gleður íslendinga. Nema morin séu blessaðir sólargeislarnir, því Sólin gleður jafnan íslendinga.
www.zordis.com, 21.2.2008 kl. 11:49
Eggert Ólafsson orti - og er mor ekki ungviði? Segir maður ekki Mörg lykt?
Markús frá Djúpalæk, 21.2.2008 kl. 12:16
Náttúran er nokkursverð og næmið þeirra,
að þær skepnur skuli þó bera
skyn, sem þykja minnstar vera.
Markús frá Djúpalæk, 21.2.2008 kl. 12:17
Góður
Hrönn Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 12:23
Skemmtilegt. Snjórinn hljómar mun betur sem flórsykur
Fiðrildi, 21.2.2008 kl. 12:24
Seisei
Markús frá Djúpalæk, 21.2.2008 kl. 12:34
Hva, fannstu ekki tunglið. Ekki er ég svo vitur að ég geti ráðið gátuna, en með þetta lyktardót, bara hafa það og beyja eins og maður vill
Unnur R. H., 21.2.2008 kl. 14:18
Þú spyrð alltaf svo erfiðra spurninga ég hélt að lykt væri beygð svona: lykt um ilm frá daun til stybbu...................... en hvað veit ég. Það þýðir sko ekkert að spyrja mig um vísur eða eitthvað gamaldags orð! Ég er bara snyrtifræðingur
P.S. Ég dáist af þér fyrir þennan leikfimi dugnað, vildi að ég færi að aulast í eitthvað svona.
Huld S. Ringsted, 21.2.2008 kl. 19:29
Hahahaha Huld!
Snjórinn ER mun betri sem flórsykur ;)
Hallgerður! Þú færð áritaða eintakið ;)
Þórdís það er líklega rétt.... ;)
Cesil! Tunglmyrkvinn var í nótt sem leið ;)
Það er rétt Unnur! Bara eins og mann lystir ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 19:45
Humm
Solla Guðjóns, 21.2.2008 kl. 22:18
Bless í nóttina
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 22:48
Nú ætla að ég fara að líkjast þér með gönguna og hafa Bjart með en gátan það er svo annað mál
Kristín Katla Árnadóttir, 22.2.2008 kl. 10:40
Til hamingju með Bjart Katla mín Gátan kemur eftir nokkra göngutúra
Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 10:43
....veit ekki svarið
Eigðu góðan dag Hrönnslan
Marta B Helgadóttir, 22.2.2008 kl. 10:54
Þessi vísa er eftir Eggert Ólafsson og mor þýðir mikið í vissu samhengi en svo held ég að það þýði líka lítil vera samanber komdu hérna krílið mitt, komdu litla morið.
Steingerður Steinarsdóttir, 22.2.2008 kl. 11:02
Þetta er Eggert Ólafsson, morin eru það fuglar.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 14:52
Markús frá Djúpalæk, 22.2.2008 kl. 15:01
aaaa - takk! Æ vill turn ju on ;)
Rétt Ásdís!
Rétt líka Steingerður! Svakalega eruð þið meðvitaðar ;)
Eigðu góðan dag sömuleiðis Mörturúslan mín
Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 15:13
innlitskvittun
Ólafur fannberg, 22.2.2008 kl. 15:31
törn hú onn?
Markús frá Djúpalæk, 22.2.2008 kl. 15:53
jú - Markús Ekki vera svona sljór!
Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 16:11
I am the slowest tool in the shed
Markús frá Djúpalæk, 22.2.2008 kl. 16:13
ég ætla ekki að segja það sem ég hugsaði núna!
Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 16:17
Fæst orð .. og allt það
Markús frá Djúpalæk, 22.2.2008 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.