20.2.2008
Góður dagur
Ég vaknaði í gærmorgun með svo herfilegar harðsperrur eftir skokkið að ég stóð á emjunni.... Ég var með harðsperrur í höndunum Veit ekki alveg hversvegna....... Hefði betur borðað banana áður en ég fór að sofa! Það er eitthvað í bönönum sem veldur því að ég fæ minni harðsperrur! Þess vegna reyni ég að borða einn á dag - hann kemur allavega skapinu í lag!
Í gær fékk ég góða heimsókn. Ég sat hér og var að vinna - datt ykkur eitthvað annað í hug? þegar það var bankað. Ég dokaði smá, því hér er ólæst á daginn og fólk veður yfirleitt bara inn eftir málamyndabank, en ekkert gerðist. Ég stóð því upp og fór til dyra. Úti stóð Linda Dröfn með fallega barnið sitt! Komnar í heimsókn, til uppáhaldsfrænku sinnar, alla leið frá Danmörku.
Ég knúsaði hana í bak og fyrir og gaf þeim svo nýbakaðar kærleiksbollur Hvað annað?
En núna sit ég og bíð eftir að klukkan verði leikfimi! Ég nennti nefnilega ekki í gærmorgun með allar þessar harðsperrur, þær þyngja mann svo niður þess vegna ætla ég að bæta mér það upp í dag.
Ég velti því fyrir mér í ca. 30 sekúndur í dag eða jafnvel ekki nema 25 að taka niður jólaljósin - en nennti því svo ekki. Það rigndi svo svakalega, ískaldri, íslenzkri rigningu eins og hún gerist bezt!
Bezt ég hendi inn einu lagi fyrir ykkur líka. Þið getið hlustað á það á meðan ég busla í leikfimi
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:20 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Buslaðu - ég hlusta
Markús frá Djúpalæk, 20.2.2008 kl. 18:25
Yndislegt að fá svona heimsókn, flottar elskur Kærleiksbollur hvað annað fyrir þær. Ég var með harðsperrur eftir dansinn á laugardagskvöldið allan sunnudaginn og hálfan mánudaginn
Ella og sommertime er æði, hún er ein af mínum uppáhalds.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2008 kl. 18:26
...en hvernig eru kærleiksbollur?
Markús frá Djúpalæk, 20.2.2008 kl. 18:35
Mikið eru þær sætar frænkur þínar gaman að fá svona heimsókn En Hrönn hvernig eru þessar kærleiksbollur ?? Takk fyrir þetta fallega lag
Kristín Katla Árnadóttir, 20.2.2008 kl. 19:11
frábært að fá heimsókn svona óvænt, ef maður er fyrir það.
Bless í bili
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 19:16
Ella er ótrúlega góð
Ég vona að þú sprikklir fyrir mig!!! Finst ég meir að segja vera grennri TAKK!
www.zordis.com, 20.2.2008 kl. 20:21
Ég er búin að leita og leita á klukkunni minni að leikfimi en finn það ekki! ert þú á öðru tímatali en ég?
Sætar frænkurnar þínar
Huld S. Ringsted, 20.2.2008 kl. 20:58
Kærleiksbollur......? Þið verðið bara að koma og smakka.....
Já, já mér finnst bara gaman að óvæntum heimsóknum! Ég er líklega svo óskipulögð - það óvænta truflar mig ekkert!
Ella er ótrúlega góð og að sjálfsögðu fór ég aukaferðirnar fyrir þig Þórdís
Ég veit! Ég á undarlega klukku. Á henni er fjölskyldutími..... hundatími..... leikfimitími.... minn tími.....
Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 21:03
Eins þykir mér alveg hrikalega gaman að segja litlum börnum lygasögur og þarna gafst mér aldeilis óvænt tækifæri, sem ég lét að sjálfsögðu ekki ónotað....
Ég sagði henni t.d. að hundurinn væri köttur og að hann segði "mjáááá" Stúlkubarnið var svolítið hissa fyrst - en flissaði svo. Lofar góðu, ekki satt?
Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 21:30
Ella er BAAARA æðisleg!
Leikfimin hefur alltaf verið á klukkunni minni þangað til í vetur...., þarf að fara að leita betur.
Marta B Helgadóttir, 20.2.2008 kl. 21:33
jamm hún er það.....
Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 21:45
Stóð á emjunni, frekar fyndið. Hvenær má ég koma í kærleiksbollur?? er að deyja úr hungri nýbyrjuð í grenningu. Alltaf gaman að fá óvænta heimsókn. Hafðu það gott Hrönnslan mín en ég verð að segja að mitt dagatal er jafn gallað og hjá Huld, enginn leikfimi tími.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 22:46
Stórkostleg tónlist. Hún var snillingur þessi kona.
Steingerður Steinarsdóttir, 21.2.2008 kl. 09:15
Endilega Dúa! Alltaf að taka alla sjénsa
Góðan daginn til þín líka Hallgerður
Hafðu það gott sömuleiðis Ásdís! Það er nú ekki langt fyrir þig að koma í kærleiks
Takk Blámínblá
Steingerður! Ella er snillingur - algjör snillingur
Hrönn Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 10:10
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.