14.2.2008
Blautt og bjútífúl
Ég eldaði gúllassúpu í kvöldmatinn og bakaði brauð. Allt fyrir mömmusinnardúlludúsk! Uppáhaldsmaturinn hans, enda varð hann glaður þegar hann kom heim - það er svo einfalt að gleðja unga drengi
Það rignir - ég hélt ég mundi kafna úr hita í morgungöngunni. Enda óvön því að hitamælirinn sýni +5 svona snemma dags og klæddi mig bara í fimmtán mínútur áður en ég fór út, eins ég hef gert á hverjum degi síðan í nóvember Það er á svona morgnum sem mér finnst svo stutt til vors.......
Nennti svo engan veginn að klæða mig í öll þessi föt eftir leikfimina og sagði við stelpurnar, þegar ég sippaði mér í snjóbuxurnar og stakk öllum hinum fötunum niður í tösku, að ég treysti því að þær segðu ekki nokkrum manni frá því hvernig væri til fara. Þær fullvissuðu mig um að þær væru bundnar trúnaði.........
Það er ekki laust við að að mér læðist værðin. Mér líður vel, ég er þreytt, södd og sæl. Er hægt að hafa það betra svona að kveldi dags?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Er komið vor hjá Selfyssingum ... æj en notalegur tími. Þvílík leikfimisharka í þér, dáist alveg af þér !!!
í tilefni dagsins til þín duglega kona!
www.zordis.com, 14.2.2008 kl. 21:12
Þessu "vori" fylgja risatjarnir og stórfljót alls staðar alla vegana hérna fyrir norðan.
Heyrðu! uppskrift af Gúllassúpu, mig hefur alltaf langað til að prófa svoleiðis, hljómar eitthvað svo hrikalega girnilegt
í tilefni dagsins.
Huld S. Ringsted, 14.2.2008 kl. 21:34
Uppskriftin af gúllassúpunni er hérna til hliðar Huld
Ég hef nú á tilfinningunni að þetta "vor" verði eitthvað endasleppt Þórdís
Hrönn Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 21:49
mömmusinnardúlludúsk
Markús frá Djúpalæk, 14.2.2008 kl. 22:04
Nú reynir á fullkomnunaráráttusinnan! Það vantar eitt orð í færsluna hjá mér!!!
Ég breyti ekki! Ég breyti ekki!!
Það eru verðlaun í boði fyrir þann sem finnur orðið OG skilar því
Hrönn Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 22:26
Er það orðið "ég" væri til fara? Annars líst vel á Gúllasúpuna malla hana einhvern góðan dag nammi namm Gott að vera södd og sæl
Brynja skordal, 14.2.2008 kl. 22:42
Gptt að elda handa gúkkulaðistráknum. Af hverju er mér aldrei boðið í gúllassúpu. ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.2.2008 kl. 22:57
..."ég treysti því að þær segðu ekki nokkrum manni frá því hvernig ég
væri til fara"
Fallegt og vel valið nafnið á drengnum, beygist skemmtilega líka; mömmusinnardúlludúskur, mömmusinnardúlludúsk, mömmusinnardúlludúski, mömmusinnardúlludúsks - snilld
Marta B Helgadóttir, 15.2.2008 kl. 00:53
Mér fannst nú vorið vera komið í kvöld þegar ég fór með ruslið út. Sumardagurinn fyrsti kemur örugglega fyrr hjá okkur heldur en öðrum íbúum Íslands.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 00:57
Manni líður vel, er þreyttur, saddur og sæll. Er hægt að hafa það betra svona að kveldi dags? Held barasta ekki
Fann ogið en svo var það bara allt í einu komið inn!
Halldór Egill Guðnason, 15.2.2008 kl. 01:57
á meðan þú varst að dúlla við dúlludúskinn þá skreiddist ég yfir heiðina í þeirri svörttustu þoku sem ég hef augum litið........ var allveg búin á því þegar ég kom á Selfoss..... hefði betur komið við hjá þér og fengið einn skammt af súpu......
Fanney Björg Karlsdóttir, 15.2.2008 kl. 09:00
Fanney! Það hefðirðu átt að gera - Nóg til og afspyrnugóð súpa þó ég segi sjálf frá
Blámínblá! Það er Stúfur Stubbalings sem hvetur til gönguferða í myrkrinu á þessu heimili - hann linnir ekki látum, frá því ég opna augun og þar til við erum komin út
Halldór! Hvaða og?
Já Ásdís - ég er ekki frá því
Rétt Marta!! Og úr því það beygist svona fallega skv. íslenskum málvenjum þá hlýtur þetta að vera í næstu útgáfu orðabók máls og menningar
Jenný! Alltaf velkomin! Þarft ekki einu sinni að hringja á undan þér - bara mæta
Rétt Brynja!
Hrönn Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 10:37
Notaleg færsla Hrönn mín. Ég lofa að segja engum þetta með snjóbuxurnar
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2008 kl. 11:21
Hrönn Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 11:41
Ólafur fannberg, 15.2.2008 kl. 17:30
Takk fyrir uppskriftina, hún verður prófuð við fyrsta tækifæri
Huld S. Ringsted, 15.2.2008 kl. 21:41
ég vona að vinkonurnar haldi leyndóinu !
kveðja frá lejre og Bless í bili
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 23:30
Súpa, brauð og sæla, hljómar ótrúlega notalega.
Steingerður Steinarsdóttir, 16.2.2008 kl. 12:47
Hrönn, þú ert ofurkona. Ganga, gúllassúpa, geikt sprikkl, vá. Á ekki orð.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.2.2008 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.