Blautt og bjútífúl

Ég eldaði gúllassúpu í kvöldmatinn og bakaði brauð. Allt fyrir mömmusinnardúlludúsk! Uppáhaldsmaturinn hans, enda varð hann glaður þegar hann kom heim - það er svo einfalt að gleðja unga drengi Wink

Það rignir - ég hélt ég mundi kafna úr hita í morgungöngunni. Enda óvön því að hitamælirinn sýni +5 svona snemma dags og klæddi mig bara í fimmtán mínútur áður en ég fór út, eins ég hef gert á hverjum degi síðan í nóvember W00t Það er á svona morgnum sem mér finnst svo stutt til vors....... 

Nennti svo engan veginn að klæða mig í öll þessi föt eftir leikfimina og sagði við stelpurnar, þegar ég sippaði mér í snjóbuxurnar og stakk öllum hinum fötunum niður í tösku, að ég treysti því að þær segðu ekki nokkrum manni frá því hvernig væri til fara. Þær fullvissuðu mig um að þær væru bundnar trúnaði.........Tounge

Það er ekki laust við að að mér læðist værðin. Mér líður vel, ég er þreytt, södd og sæl. Er hægt að hafa það betra svona að kveldi dags?

InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Er komið vor hjá Selfyssingum ... æj en notalegur tími.  Þvílík leikfimisharka í þér, dáist alveg af þér !!!

 í tilefni dagsins til þín duglega kona!

www.zordis.com, 14.2.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þessu "vori" fylgja risatjarnir og stórfljót alls staðar alla vegana hérna fyrir norðan.

Heyrðu! uppskrift af Gúllassúpu, mig hefur alltaf langað til að prófa svoleiðis, hljómar  eitthvað svo hrikalega girnilegt

í tilefni dagsins.

Huld S. Ringsted, 14.2.2008 kl. 21:34

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Uppskriftin af gúllassúpunni er hérna til hliðar Huld

Ég hef nú á tilfinningunni að þetta "vor" verði eitthvað endasleppt Þórdís 

Hrönn Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 21:49

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

mömmusinnardúlludúsk

Markús frá Djúpalæk, 14.2.2008 kl. 22:04

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nú reynir á fullkomnunaráráttusinnan! Það vantar eitt orð í færsluna hjá mér!!!

Ég breyti ekki! Ég breyti ekki!!

Það eru verðlaun í boði fyrir þann sem finnur orðið  OG skilar því

Hrönn Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 22:26

6 Smámynd: Brynja skordal

Er það orðið "ég" væri til fara? Annars líst vel á Gúllasúpuna malla hana einhvern góðan dag nammi namm Gott að vera södd og sæl

Brynja skordal, 14.2.2008 kl. 22:42

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gptt að elda handa gúkkulaðistráknum. Af hverju er mér aldrei boðið í gúllassúpu.   ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.2.2008 kl. 22:57

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

..."ég treysti því að þær segðu ekki nokkrum manni frá því hvernig   ég 

væri til fara"

Fallegt og vel valið nafnið á drengnum, beygist skemmtilega líka; mömmusinnardúlludúskur, mömmusinnardúlludúsk, mömmusinnardúlludúski, mömmusinnardúlludúsks  - snilld

Marta B Helgadóttir, 15.2.2008 kl. 00:53

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér fannst nú vorið vera komið í kvöld þegar ég fór með ruslið út. Sumardagurinn fyrsti kemur örugglega fyrr hjá okkur heldur en öðrum íbúum Íslands.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 00:57

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Manni líður vel, er þreyttur, saddur og sæll. Er hægt að hafa það betra svona að kveldi dags? Held barasta ekki

Fann ogið en svo var það bara allt í einu komið inn!

Halldór Egill Guðnason, 15.2.2008 kl. 01:57

11 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

á meðan þú varst að dúlla við dúlludúskinn þá skreiddist ég yfir heiðina í þeirri svörttustu þoku sem ég hef augum litið........ var allveg búin á því þegar ég kom á Selfoss..... hefði betur komið við hjá þér og fengið einn skammt af súpu......

Fanney Björg Karlsdóttir, 15.2.2008 kl. 09:00

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fanney! Það hefðirðu átt að gera - Nóg til og afspyrnugóð súpa þó ég segi sjálf frá

Blámínblá! Það er Stúfur Stubbalings sem hvetur til gönguferða í myrkrinu á þessu  heimili - hann linnir ekki látum, frá því ég opna augun og þar til við erum komin út

Halldór! Hvaða og?

Já Ásdís - ég er ekki frá því

Rétt Marta!! Og úr því það beygist svona fallega skv. íslenskum málvenjum þá hlýtur þetta að vera í næstu útgáfu orðabók máls og menningar

Jenný! Alltaf velkomin! Þarft ekki einu sinni að hringja á undan þér - bara mæta

Rétt Brynja!

Hrönn Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 10:37

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Notaleg færsla Hrönn mín.  Ég lofa að segja engum þetta með snjóbuxurnar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2008 kl. 11:21

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 11:41

15 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 15.2.2008 kl. 17:30

16 Smámynd: Huld S. Ringsted

Takk fyrir uppskriftina, hún verður prófuð við fyrsta tækifæri

Huld S. Ringsted, 15.2.2008 kl. 21:41

17 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég vona að vinkonurnar haldi leyndóinu !

kveðja frá lejre og Bless í bili

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 23:30

18 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Súpa, brauð og sæla, hljómar ótrúlega notalega.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.2.2008 kl. 12:47

19 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hrönn, þú ert ofurkona. Ganga, gúllassúpa, geikt sprikkl, vá. Á ekki orð.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.2.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband