Var Nói klassískur?

Vaknaði fersk og falleg, af seinni blundinum, klukkan tíu.

Fór að velta ýmsu fyrir mér, m.a. hvort Nói hefði kannski bara verið einn af þessum sígildu eymingjum!! Hvað rigndi lengi hjá Nóa? Fjörtíu daga og fjörtíu nætur? Og kallinn rokinn í að smíða örk!! Það er ábyggilega búið að rigna mikið lengur hjá mér.... skal að vísu ekki neita því að ég er ööörlítið farin að líta í kringum mig eftir sprekum í bát - en það er bara vegna þess að ég hef svo gaman af að róa, eða eins og unglingarnir sögðu hér forðum daga á Þingvallavatni: "Hvar eru róuarnar? Ég pant ára" W00t

Velti líka fyrir mér orðinu sporgöngumaður. Er það maður sem gengur í spor annarra eða maður sem býr til spor? Enívonn??

Skaust með pabba í bæinn í hádeginu. Skítaveður í skítafærð! Pabbi var að fá niðurstöður úr myndatöku síðan í gær. Lungun orðin hrein!! Jibbýý!! Síðasti geislinn að baki. Duglegur kall pabbi minn - stendur þetta af sér eins og klettur.

Spóluðum síðan heim aftur í verra veðri ef eitthvað var.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gott að heyra þetta með pabba þinn Hrönn mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.10.2007 kl. 17:07

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gott að þið komust heim heil á húfi.  Innilega til hamingju með pabban, skelfing er gleðilegt að heyra þetta

Sá sem sífellt traðkar í annarra manna sporum heitir sporgöngufrekja.  Þannig er nú það

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.10.2007 kl. 17:19

3 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með þann gamla...

Ég á hænsnakofa í garðinum, ef við skellum honum á hvolf þá er komin smáörk ?

Ragnheiður , 30.10.2007 kl. 17:20

4 Smámynd: Dísa Dóra

Til lukku með pabba þinn

Dísa Dóra, 30.10.2007 kl. 19:45

5 Smámynd: Rebbý

til lukku með góðu fréttirnar hjá pabba þínum.
til að sjá ljósu punktana þá má ekki gleyma því hvað það er gott að koma heim eftir svona leiðindarfærðarbíltúrskrepp

Rebbý, 30.10.2007 kl. 21:25

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hraust á heiðinni....mín....málar, mokar og malar (kaffi) þó jörð skjálfi og regn bylji. Svona víkingar eru sem betur fer til ennþá. Ef ég gæti, mynd´eg yrkj´um þig ljóð. En það kann ég því miður eigi.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.10.2007 kl. 23:37

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Æðislegt að heyra með pabba þinn!

Mér þykir undurvænt um þig Hrönnslan mín. Góða nótt

Heiða Þórðar, 31.10.2007 kl. 00:12

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Frábærar fréttir af karli föður þínum..... en hvað segiru með blakið...

Fanney Björg Karlsdóttir, 31.10.2007 kl. 16:26

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk - takk  Hvenær æfið þið blak í Laugalandi Fanney? Hrikalega langt að fara......

Hrönn Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 16:45

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frumkvöðull er sá sem gengur fremst, sporgöngumaður er sá sem fylgir eftir.  Báðir nauðsynlegir. 

hvað varðar Nóa, þá er ég viss um að hann panikeraði bara karlinn.  Og dreymdi svo restina  Það er allavega mjög draumkennt ævintýri þetta með tvennt af hverri tegund og svo framvegis, og auðvitað var hann líka rasisti, því hann gerði mannskepnunni hærra undir höfði en öðrum dýrum, því hann tók allt sitt fólk með.  Ekki bara tvo af hvoru, enda hefði hann þá þurft að senda einhvern yngri en sig og konuna, því ekki hefði hann getað fjölgað mannkyninu aftur eins og Adam og Eva eller hur

En til hamingju með pápa gott að hann er laus.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2007 kl. 18:05

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einn af hvoru

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2007 kl. 18:06

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Cesil. Málið var bara að ég missti af restinni af upplýsingaflæðinu. Datt út þegar maðurinn sagði þetta. Hugsaði með sjálfri mér: "Sporgöngumaður? Það er ekki sá sem gengur fyrstur! Eða hvað? Er það sem býr til sporin? Neeeeeeeeiiii það getur ekki verið.... Þessu þarf ég að fletta upp við tækifæri" og Bingó hann var búinn að klára það sem hann þurfti að segja. Ekki það að ég hafi svo sem missst af miklu........

Hrönn Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 20:18

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

skemmtilegar pælingar hjá ykkur hrönn og cesil !

til hamingju með hann pabba þinn !!!

hafðu fallegan dag í dag.

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 08:50

14 Smámynd: Ólöf Anna

Ólöf Anna , 1.11.2007 kl. 16:30

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við kölluðum þá undanfara sem fóru fyrstir niður skíðabrautina, þegar ég var að keppa hér í den.  Örkin var náttl. bara ævintýri og ekkert annað.  Sporgöngumaður eru jú sá sem eltir, en segið mér er ekki til eitthvað nafn yfir karlmenn sem eru margir með sömu konunni annað en kviðmágar?? bara svona datt það í hug í þessu samhengi. 

Innilega til hamingju með elskuna hann pabba þinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.