Jöfnun og valkvíði

Fór út að hlaupa í nóttinni, stubbalingur ofsakátur með í för. Hann er nú svo undarlega innréttaður að honum finnst ólíkt skemmtilegra að ég fari út að skokka en í einhver teiti úti í bæ.

Skemmtiskokkaðist út á golfvöll og til baka, tók aukahring í brekkunni - einu brekkunni á svæðinu, eins gott að nota hana almennilega........ W00t

Hitaði mér svo sítrónute á meðan ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að leggja mig aftur eða prjóna. Ætli ég grípi ekki í prjónana, bæði er það að ég er ekkert svo syfjuð og svo er Magga búin að prjóna sig langt fram úr mér. Er ekki viss um að ég höndli það að vera á eftir!! Gæti líka pússað niður sparslið í herbergi drengsins, sem ég er að myndast við að mála, nú - eða lagt mig..........

pís InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

.... még myndi leggja mig....ekki spurning.........zzzzz

Fanney Björg Karlsdóttir, 22.10.2007 kl. 09:06

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alltaf jafn dugleg stelpa

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 12:31

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Leggja þig, ekki spurnin. Vertu svo ekkert að þvælast úti í þessu vonda veðri. Við  kisa erum sko byrjaðar að kúra.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 15:30

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Lagði mig - og pússaði svo sparslið.

Flott Svandís

Það var nú ekki svona veður þegar ég fór út, afar snemma. Ég er alveg búin að sjá að það borgar sig að vera á ferli á milli sex og sjö á morgnana og vera svo bara inni eftir það!!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 15:50

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég verð að segja eins og þær fyrir ofan mig ég mundi bara að leggja mig knús

Kristín Katla Árnadóttir, 22.10.2007 kl. 17:52

6 Smámynd: Hugarfluga

Ég verð svo þreytt af að lesa um þessi hlaup um allar jarðir að ÉG ætla að leggja mig.  Lovjú.

Hugarfluga, 22.10.2007 kl. 19:34

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Meiri dugnaðurinn alltaf í þér

Marta B Helgadóttir, 22.10.2007 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband