Kópavogur, dægurlög og fleira..........

Fór með pabba í bæinn í dag. Pabbi er í geislum og þarf að fara einu sinni á dag í mánuð og nú hef ég tækifæri til að leysa mömmu af í akstrinum. Pabba finnst ég að vísu keyra alltaf of hratt, ég hins vegar vil meina að ég sé á góðum millitíma.......... Tounge 

Svo er líka svo gaman hvað allir vilja heilsa mér mikið í Reykjavíkinni. Þegar ég dóla mér á Miklubrautinni við að ná grænu ljósi á sem flestum stöðum eru aðrir að drífa sig eitthvað annað en gefa sér samt tíma til að veifa mér og flauta LoL Ég skil ekkert í öllum þessum vinsældum en veifa alltaf og brosi mínu blíðasta á móti, djöst in keis......... Enda aldrei verið neinn sérstaklega lagin við að muna eftir andlitum!!

Við eigum góða stund saman, ég og pabbi á leið í og úr geislum. Vildi svosem alveg eiga góða stund með pabba án þess að hann væri með krabba en það er ekki í boði....... Á meðan hann fer inn á geisladeildina bíð ég úti í bíl með prjónana mína og hlusta á útvarpið alveg sallaróleg.

Í dag sagði pabbi mér sögur úr sveitinni frá því í gamla daga þegar hann var pjakkur og lék sér við hundinn í sveitinni, við rifjuðum líka upp gamla slagara, fulla af ádeilum, sem minnir mig á það. Ég þarf að hlusta þessi lög aftur sem ég sönglaði með í gamla dag án þess að hafa hugmynd um pælinguna á bakvið!! Í dag þurftum við líka að koma við í Kópavogi, þar sem sumir segja að það sé gott að búa. Pabbi vildi meina að hann vissi alveg hvert hann væri að fara, þetta væri Græn Gata!!!! Ég sagði honum að það gæti nú ekki verið mikið mál að finna eina græna götu í heilu bæjarfélagi annars tækjum við okkur bara Pólverjana til fyrirmyndar og flyttum í húsnæði fyrir ofan eitthvert iðnaðarhúsnæði ef ekki vildi betur............ Gætum allavega lært að elda eitthvað alveg nýtt! Gamla góða Pollýanna!!!!!!!

Þegar við svo fundum staðinn sagðist pabbi fara bara inn og ég skyldi bíða úti í bíl á meðan. Þegar ég hafði á orði að mér finndist hann svolítið halda kannski að hann væri Ráðherra með Einkabílstjóra og spurði hvaða ráðuneyti hann stýrði, svaraði sá gamli, fremur hortugur að mér fannst, að hann gæti alveg verið Ráðherra eins og ég Prinsessa..............

Svo nefnum við líka alltaf á bakaleiðinni þegar við erum á Heiðarbrúninni hvað Flóinn sé nú fallegur og forðumst að horfa í átt að Hveragerði.

Enda er flóinn fallegur þar sem hann breiðir úr sér svo langt sem augað eygir og glampar á sjóinn í fjarzka.

Í dag átti pabbi í smá basli með að finna bílinn aftur þegar hann kom út úr Lansanum. Það var ekki fyrr en ég kom auga á hann og gaf honum smá merki að hann áttaði sig. Þegar hann svo settist inn í bílinn og ég gerði góðlátlegt gys að honum fyrir að muna ekki hvar hann hefði skilið bílinn eftir, sagði hann að það hefði nú verið allt í lagi þó hann hefði ekki fundið bílinn, það hefði hins vegar verið verra ef hann hefði ekki fundið mig.........

Mér þykir vænt um pabba minn InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Anna

Hress kall hann pabbi þinn. Bata kveðjur til hans. Góður punktur með prinsessuna :o)

Ólöf Anna , 17.10.2007 kl. 01:12

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo dúlluleg færsla og kærleiksrík.  Pabbi þinn líður amk ekki úr skorti á húmor.

Knús inn í daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 08:16

3 Smámynd: Dísa Dóra

Gott svar hjá karli og vonandi gera geislarnir það sem þeir eiga að gera.

Já það er satt að Flóinn er fallegur - þó mér finnist nú reyndar alltaf bernskuslóðirnar enn fallegri  

Dísa Dóra, 17.10.2007 kl. 08:42

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Falleg færslan þín bata kveðjur til pabba þíns.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.10.2007 kl. 09:45

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bestu óskir til föður þíns Hrönn mín, og þetta var skemmtileg frásögn.  Full af ást.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2007 kl. 10:44

6 identicon

ó hvað ég sakna afa....

 Knúsaðu hann frá mér.

 Knús Erla.

Erla Björg (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:10

7 Smámynd: Hugarfluga

Guð, hvað þetta var falleg frásögn. Þú ert snilli, Hrönn.

Hugarfluga, 17.10.2007 kl. 22:22

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þið eruð örugglega verulega skemmtileg bæði tvö og skemmtið ykkur vel saman. Takk fyrir að deila þessu með okkur, hraðakstursprjóna-oghundakona.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.10.2007 kl. 22:43

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk, takk stelpur mínar

og Erla B. ég knúsaði hann...........

Hrönn Sigurðardóttir, 19.10.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.