Leyndarmál.....

Ég ætla að trúa ykkur fyrir leyndarmáli.

Í fréttunum, var sagt af konu sem var niðri í fjöru með hundinn sinn þegar þau hittu sel á sundi þar úti fyrir. Samkvæmt fréttinni synti hundurinn út til selsins, þeir horfðust hugfangnir í augu í dágóða stund og léku sér síðan saman eins og geitungar í bakaríi...........

Fyrst hélt ég að einhver væri að atast í mér! Ég var nefnilega, eitt sinn, niðri í Óseyrarfjöru með hundinn minn og við rákumst á sel. Bæ þe vei, selir í návígi eru engin smásmíði, vissuð þið það? Þeir eru ekki beinlínis þessar litlu sætu verur sem dorma á heitum steinum í teiknimyndum ættuðum frá Disney. Þarna urðu heldur ekki þessir fagnaðarfundir sem listaðir voru upp að ofan, heldur gelti snáðinn minn viti sínu fjær á selinn, sem varð ekki haggað, sama hvað við reyndum að reka hann Tounge

Það endaði með því að ég hringdi á lögguna og heimtaði að þeir kæmu UMSVIFALAUST og sendu Snorra til síns heima. Það næði bara ekki nokkurri átt að hann lægi þarna..............

Það var eins og við manninn mælt. Þær mættu, þvagleggslausir að vísu og ráku selinn harðri hendi út í sjó. Selurinn veit ekki ennþá hvaðan á hann stóð vindurinn, hann hafði verið í mesta sakleysi að taka hádegislúrinn sinn í sólinni.

Já, mikill er máttur minn!!

Seinna í vikunni kom svo frétt um þetta í héraðsblöðunum og ég man að ég var frekar skömmustuleg yfir þessu í ca. þrjátíu mínútur.............

Seinna orti ég ljóð til að vinna mig út úr krísunni, það hljóðar svo:

Sá ég í fjarzka synda sel.

Synt´ann úr fjarzka fjári vel.

En er hann kom nær,

hann varð mér svo kær,

við giftumst í landi baska.

InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott vísa, en hvernig gastu sigað pólitíinu á Snorra greyið, hann hefði örugglega dáið úr hlátri ef sýsli hefði mætt í uniforminu.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 19:27

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...ég var nú mest hissa að það hefði verið "bíll inni"....

Hrönn Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 19:39

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Það er engin eins og þú........

Fanney Björg Karlsdóttir, 4.10.2007 kl. 19:46

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sem betur fer segja nú sumir.......

Hrönn Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 19:50

5 Smámynd: Hugarfluga

Hugarfluga, 4.10.2007 kl. 21:03

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert svo yndisleg Hrönn mín, þú ert mjög gáfuð og vitur. Mér þykir vænt um þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.10.2007 kl. 23:25

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 5.10.2007 kl. 07:50

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ha ha ha...frábærlega skemmtilegt allltaf að lesa bloggið þitt.

Skilaðu kveðju til geitunganna næst þegar þú ferð í bakaríið!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 08:17

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, þú gerir út um mig einhvern daginn Hrönn.  Þú ert lika zetulegur zérfræðingur í íslenskum braghætti.

Þú ert fjarzkalega mikið krútt.

Get ekki látið Þvaggleggsmennina sleppa, ertu viss um að þeir hafi ekki haft atvinnutækið meðferðis djöst in keis ef að selurinn hefði verið ósamvinnuþýður?

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 08:27

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

skemmtilegt blogg eins og alltaf, þú hefur besta húmorinn, vonandi hefur þú það best.

AlheimsLjós til þín og fallega helgi 

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 08:50

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert algjört rassgat Hrönn!

Heiða Þórðar, 5.10.2007 kl. 11:17

12 Smámynd: Unnur R. H.

HA HA HA þú ert bara frábær

Unnur R. H., 5.10.2007 kl. 18:41

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 þú ert kostuleg þaddna keddling

Jóna Á. Gísladóttir, 5.10.2007 kl. 18:58

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

frábær

Marta B Helgadóttir, 5.10.2007 kl. 21:56

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

takk stelpur mínar............

Hrönn Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband