Haustfílingur

Fór í göngu með stúf í morgun. Haustlitirnir skarta sínu fegursta. Hvert sem ég leit voru rauðir, gulir og gullnir litir og ég sem var að hafa áhyggjur af að allt laufið yrði fokið á haf út þegar þessi tími rynni upp. Haustið finnst mér indælasti tími ársins! Ljónshjarta var svo stálheppinn að við hittum tvær tíkur á leiðinni þannig að samtals vorum við orðnar þrjár.......Cool

Á meðan ég teygaði í mig litina gengum við fram hjá manni sem stóð á tröppunum sínum með sitt íþróttablys og naut haustsins allavega jafn mikið og ég, ef ekki meira - eða kannski var það blysið sem hann naut svo vel Tounge

Í dag ætla ég að baka eplapæjuna hennar Mörtu - hrikalega góð og fljótleg - bæði að búa pæið til og borða það. Allavega stoppar það aldrei lengur en daginn á borðinu hjá mér og einkasonurinn verður alltaf svo glaður þegar hann sér að ég er að baka. Ekki þarf nú mikið til að gleðja ungs manns hjarta. InLove

Er að spá í að kaupa mér garn og prjóna peysu. Bezt ég hafi hana í haustlitunum.......

Ást og biti InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hrönn mín, það var blysið! Gleðilegt haust. Haustin eru æðisleg!

Heiða Þórðar, 30.9.2007 kl. 13:12

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Segi það sama, það var örrugglega blysið!  Ég þarf að prófa þetta eplapæ, fínt fyrir mig ef hún er svona fljótleg, nenni ekki að eyða of löngum tíma í bakstur!!

Eigðu góðan sunnudag!

Huld S. Ringsted, 30.9.2007 kl. 13:20

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað er íþróttablys?

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2007 kl. 14:04

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sígaretta Jenný!

Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 14:07

5 Smámynd: Hugarfluga

Nú, er ÞAÐ blysið? Ég hélt að hann hefði verið með girt niðr'um sig. Fannst það dáldið spes.

Hugarfluga, 30.9.2007 kl. 16:51

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe ég held að ég þufi að fara að tékka á þér kona mín,  bara alltaf að baka eitthvað sérlega gott

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2007 kl. 17:54

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég var með afmæliskaffi heima hjá mér í dag, sonurinn 25 ára og skrapp í örskotsferð heim í helgarfrí.  Eplakakan sígilda var bökuð í stórri skúffu - hún hvarf eins og dögg fyrir sólu!  Það er svo gaman þegar fólk fellur svona fyrir einhverju sem maður eldar eða bakar

Marta B Helgadóttir, 30.9.2007 kl. 19:07

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fluga!!!!

Vertu ávallt velkomin Cesil......

Já Marta, hún er líka mjög góð. Til hamingju með soninn.

Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 19:50

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gott hjá þér að gleðja soninn Hrönn mín knús til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.10.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.