Nú eru allir dagar sunnudagar - framhald..

Í gær rann upp merkilegur dagur í lífi mínu. Eftir hádegi, að staðartíma, var ég stödd inni á skrifstofu yfirmanns míns, þegar hann bað mig að staldra við og loka hurðinni.......... sem ég og gerði. Hann tilkynnti mér þá að í boði væru tveir kostir fyrir mig. Annað hvort segði ég upp frá og með næstu mánaðarmótum, eða hann segði mér upp!!

Þegar ég innti hann eftir ástæðum voru þær fjölmargar og mismunandi, m.a. sú að ég væri stirð í samskiptum, sinnti ekki starfi mínu, væri útbrunnin í starfi, hefði sterkar skoðanir á málum og bloggið mitt!!

Ég sagði honum sem var, að ég væri afar ósátt við þetta og reyndi að útskýra mína hlið á málinu. Fann þó fljótlega að það skipti engu máli hvað ég segði, þetta var eitthvað sem var búið að ákveða og spurning líka hvort maður grenjar í yfirmanni til að FÁ að vinna fyrir hann? Veit ekki - ekki minn stíll allavega. Ég meina ef fólk er ekki metið að verðleikum eftir hverju er það þá metið?

Ákvað hinsvegar fyrir mörgum mánuðum, þegar ég fann í hvað stefndi, að ég mundi sinna minni vinnu af kostgæfni, hvað sem í skærist og ef það dygði ekki til þá yrði ég bara rekin. Nú er sumsé sá dagur runninn upp!! Ég tilkynnti honum að ég mundi tala við mitt stéttarfélag og leita réttar míns og þá sagði hann mér að hann væri tilbúinn að gefa mér meðmæli ef ég afhenti uppsagnarbréfið!

Ég flissaði eiginlega alla leið heim að kjánaganginum! Þar sannaðist það sem sagt var við mig fyrir mörgum árum að ekki eru allir góðir menn yfirmenn og yfirmenn eru ekki allir góðir menn.....Veit að í framtíðinni mun hann, og fleiri, beita því fyrir sig að ég hafi ekki valdið mínu starfi. Það mun hinsvegar hitta hann sjálfan, og fleiri, fyrir því ég VEIT að ég get borið höfuðið hátt og þarf ekki að skammast mín eitt augnablik fyrir mín störf í gegnum tíðina.

Ég er stolt af sjálfri mér!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Haltu áfram að vera stolt af þér Hrönnslan mín......ég veit að ég er það.....sko stolt af þér...

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.9.2007 kl. 11:01

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úff leiðinlegt að heyra en flest er nú farið að nota sem tylliástæðu fyrir uppsögn en þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri blogg nefnt í því skini  En segi það sama og Fanney, haltu áfram að vera stolt af sjálfri þér, persónulega myndi ég ekki hafa áhuga að vinna fyrir svona yfirmann.

Eigðu góðan dag

Huld S. Ringsted, 29.9.2007 kl. 11:34

3 Smámynd: Ólöf Anna

Yfirmenn eru sér þjóðflokkur. Eða eins og Dolly Parton orðaði það á svo fallegri íslensku er maður bara þrep í stiga yfirmannsins. (í laginu nine to five hlusta alltaf á það þegar ég þoli ekki vinnuna mína sem er c.a. frá 8-18 á hverjum virkum degi)

En hvernig kemur bloggið við sögu. Þú hefur ekkert minnst á vinnuna hér.

Knús á þig þú ert æði

Ólöf Anna , 29.9.2007 kl. 11:36

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Púff! Kannast oggulítið við það sem þú ert að segja. Æi, Hrönnslan mín...maður fær nú samt þessa ömurlegu tilfinningu sem "höfnun" er ...þrátt fyrir að umræddur yfirmaður sé fífl. Og þrátt fyrir að maður hafi staðið sig vel í starfi. Hugsa hlýlega til þín...sem betur fer eru til góðir yfirmenn líka.

Heiða Þórðar, 29.9.2007 kl. 12:55

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott hjá þér að blogga um þetta.  Það er nottla alvarlegt þegar konur eru með skoðanir í vinnunni og BLOGGA þar að auki í frímtímanum.  Frábær færsla en afhverju ertu ekki búin að svara meilinu mínu frá því í gærkvöldi (seint í gærkvöldi)?

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2007 kl. 15:11

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég er hlessa!  Og ég spyr eins og aðrir; hvað kemur bloggið vinnunni við???!!!  Ætti maður að hætta að blogga?!!

Knús á þig, mín kæra.  Líttu á þetta sem tækifæri frá ÆM, það kemur eitthvað betra!! 

SigrúnSveitó, 29.9.2007 kl. 18:15

7 Smámynd: Hugarfluga

Ja hérna hér. Veit auðvitað ekkert um það sem á undan er gengið, en eitthvað hlýtur að hafa gengið á! Næ samt engan veginn hvernig bloggið þitt kemur málinu við. Ekki hefurðu verið að blogga neikvætt um vinnuveitendur eða kúnna, er það? Ég er alveg bit. Elskan mín, berðu höfuðið hátt eins og þú hefur svo sannarlega efni á. Hugsa til þín.

Hugarfluga, 29.9.2007 kl. 21:57

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með þetta, endir er alltaf nýtt upphaf ..

þú ert öruggleg alveg frábær og hefur möguleika að betri firmanni en þessum. að setja bloggið sem ástæðu með fallegum dægursögum af þér og ljónshjartanu segir mér allt.

sendi þér baráttukveðu héðan ur húsinu mínu.

vil svona benda þér á elsku Hrönn að við og aðrir sem ég þekki höfum lent í svona dæmum og alltaf hefur það verið vendipunktur til þess góða.

Fallegan sunnudag til þin

AlheimsLjós til þín lík

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 05:39

9 Smámynd: Rebbý

æj Hrönn, leitt að heyra þetta.   ég hef staðið í sömu sporum þar sem reyndar sparnaði í fyrirtækinu var kennt um uppsögnina en áður en minn tími kláraðist þá var búið að innrétta skrifstofuna upp á nýtt og kaupa nýjar tölvur og setja inn nýtt símkerfi (samt alveg ákveðin í að það var sparnaðurinn sem var ástæða uppsagnarinnar) en síðustu árin hef ég ekki getað þakkað yfirmannsfíflinu nægilega vel fyrir gerðan greiða.  lífið er miklu betra án þessa fyrirtækis og ég hef blómstrað á öðrum vinnustöðum síðan
njóttu þess bara að finna meira spennandi starf með betri yfirmanni/-mönnum

Rebbý, 30.9.2007 kl. 09:40

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk dúllurnar mínar. Manni vöknar bara um hjartaræturnar, eins og Bibba á Brávallagötunni og Fluva mundu orða það........

Kýs að líta svo á að endir á einu sé upphaf að öðru.

Knús á ykkur dúllurasskötin mín

Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 12:33

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hrönn, þú ert þá bara betur sett að vinna ekki lengur hjá karlskriflinu. Það er hans missir en ekki þinn.

Eflaust bíður þín betri vinnustaður þar sem þú færð að njóta sannmælis Upp með hökuna stelpa mín og lífið brosir við þér

Það er því miður alltof mikið til af virkilega heimskum vinnuveitendum Nú veit ég ekkert hvar þú hefur verið að starfa en "good riddance" er sagt á góðu tungumáli. 

Marta B Helgadóttir, 30.9.2007 kl. 13:42

12 identicon

Það eru fáir sem þekkja þig jafnvel og ég enda hef ég þekkt þig í 45 ár, 3 mánuði og 18 daga og svo mikið veit ég að það eru ekki margir sem eru jafn samviskusamir, ábyrgir og tryggir og þú Hrönnsa mín.

Ég held þú megir vera heppin að vera laus úr þessu umhverfi þar sem þú hefur ekki notið sannmælis, þvert á móti og klárlega er þetta upphafsspor að einhverju nýju og spennandi í þínu lífi.

Til hamingju!

stóra systir (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 15:38

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm sammála stórusystur, betur komin án svona yfirmanns.   En talandi um málfrelsi, þá varðar það stjórnarskrána skal ég segja þér, svo það stenst ekki skoðun.  En til hamingju og gangi þér allt í haginn.  Þú verður sko ekki í nokkrum vandræðum með að finna þér starfsvettvang sem hæfir þér betur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2007 kl. 17:59

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stóra systir! Hef ég sagt þér nýlega að ég elska þig?

Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband