Afhjúpun!!

Heimskt fólk fer í taugarnar á mér!! Ég hef enga þolinmæði með því!

Fólk sem notar löng erfið orð vitlaust! Fólk sem maður getur ekki beitt sér gegn því það hefur ekkert í mann, og ef maður gerir það hleypur það klagandi með tárin í augunum í næsta yfirmann sem það sér.

Fólk sem gerir sér enga grein fyrir því hvað það er heimskt og sér ekkert athugavert við það hvernig það hagar sér.

Mér finnst hinsvegar fyndið þegar fólk missir stjórn á sér, verður skrækt af æsingi og leitar í örvæntingu að orðum til að tjá sig en finnur ekki.

Þá flissa ég og skemmti mér djöfullega. Glotti jafnvel.

Ég veit! Ég er ljót - en bara inní mér Whistling

Púff hvað það var gott að losna við þetta.

PS. flokka þetta undir glæpamál. Því það er náttúrulega glæpsamlegt að haga sér svona.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi elsku Hrönn mín  nú ertu reið það er gott að losa sig við reiðina. Eigðu rólegt kvöld. knús ljúfust.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.9.2007 kl. 20:42

2 Smámynd: Rebbý

mér finnst þú bara frábær, allir daðrarar er að mínu skapi svo ég styð þig í þessari útrás þinni 

Rebbý, 19.9.2007 kl. 20:58

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

thíhíhí... þú ert sko allveg ferleg..... en guð hvað ég er sammála þér dúllan....  Það þarf svo sterk bein til að vera við.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 19.9.2007 kl. 21:50

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nefnilega Fanney!! Ég er ekki viss um að fólk átti sig á því hvað það krefst sterkra beina......

Takk Rebbý, ég mun reyna af fremsta megni að bregðast ekki í félagi daðurs og Katla

Hrönn Sigurðardóttir, 19.9.2007 kl. 21:52

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ef þú vissir hvað mér þykir væntum þig þú ert yndisleg manneskja.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.9.2007 kl. 22:13

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Elsku Hrönn ! eins og Buddha sagði

Að hata er eins og að taka upp heit kol í þeim tilgangi að henda þeim í annan. Þú ert sá eini sem brennist.

passa sig !!

AlheimsLjós til þín

Steina 


Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 07:10

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Hrönnsla þetta er ekkert, þú ættir að heyra um innræti mitt, þú yrðir aldrei söm.  Hehe, ég kannast svo vel við þessi pirringseliment.

Góðan daginn, ljósið mitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2007 kl. 08:45

8 Smámynd: Hugarfluga

Doiiiing!!! Hittir naglann á höfuðið, tack så mycket og ha'det bra! Ég er í nákvæmlega þessum pælingum.

Hugarfluga, 20.9.2007 kl. 09:42

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Falleg að innan og utan.

Hrönnsla var ég annars búin að segja þér hvað ég er ánægð með nýja útlitið?

Miklu fallegra og það sem mestu skiptir....læsilegra og stærra letur!

Ræni 1. stk. rós hér til hliðar.....fyrirgefið? Vinkonur? Kem í kvöld...;)og tek stelpuna mína með mér :)

Heiða Þórðar, 20.9.2007 kl. 11:25

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ma ma ma mamaður verður nú bara orðlaus  HÆttu þessum útúrskúringum og að gera gys að fína og gáfaða fólkinu sko !!! Það koma bubblur í minn bát, þegar ég heyri svona. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2007 kl. 20:03

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, það er svo gott að fá útrás, láttu bara vaða.  Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 20:19

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk stelpur mínar

Hrönn Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 20:36

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

OHHHH hvað ég er sammála þér !  Skal samt viðurkenna að eg hef bara hugsað þetta .... en ekki tjáð

Marta B Helgadóttir, 20.9.2007 kl. 21:01

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Marta við stofnum bara klúbb!!

Heiða! Mínar rósir eru þínar rósir. Hlakka til að sjá stelpuskottið

Hrönn Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 21:39

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"H&M´s Secret Swearing and Anti-Long-Word-Club" ?

Halldór Egill Guðnason, 21.9.2007 kl. 09:19

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 21.9.2007 kl. 21:15

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Ég hafði nú meira í huga svona "I don´t like silly people....." en hitt nafnið hljómar ekki illa.

Hrönn Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 21:24

18 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ha, heimskt fólk?? Hvar er það? Hvernig lítur það út?  En svona án grænna kalla; það er alltaf dáldið gott að hleypa púkanum í sér svolítið á brokk, - eða var það tölt?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.9.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.