Mannaskipti og úrhelli.

Sagði opinberlega skilið við Kundera um helgina. Ég fann að hann var ekkert að gera fyrir mig, er líklega aðeins of firrtur fyrir minn smekk - bara örlítið....... Við náðum engan veginn saman og ég gat ekki hugsað mér að lesa meira af bókinni "Lífið er annars staðar" þar sem hver persónan á fætur annarri er dregin fram full vanmetakenndar og vanlíðunar. Ekki minn smekkur á bókmenntum.

Fór á bókasafnið í dag og sótti mér Þorvald "sæta" Þorsteinsson.

Ætla núna að skríða uppí með honum...... hlusta á rigninguna með öðru eyranu og kíkja á Þorvald með hinu auganu Tounge

úje svít læf off þe singúls


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott hjá þér, svoleiðis á maður náttúrulega að gera í þessum veðrabrigðum, notalega holu til að skríða í með góða bók. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2007 kl. 08:20

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hlakka til að deila Þorvaldi og Meistaranum með þér Hrönnsla mín..vonandi að sá lestur verði þér gleðilegri og meira uppörvandi en Kundera kallinn. Bráðum þarf ég líka að skríða í holur af því að veðrið er svo vont .....tra la la la!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 08:35

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og já..flottur nýji hausinn á síðunni þinni...alveg æðislega lekker !!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 08:36

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það var eins gott að ég var ekki með. Enflott síðan þín knús og klem.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.9.2007 kl. 09:53

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi já Hrönn, ég er sammála þér með Kundera, allavega nuförtiden.  Er ekkert að gera fyrir mig annað en steypa mér í þunglyndi og það líð ég ekki nokkrum manni, eða konu ef út í það er farið.

Knús á þig og Þorvald Sæta Blíðfinn.  Úje

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 10:42

6 Smámynd: Hugarfluga

Sammála ... Kundera gerði álíka fyrir mig og þverröndótti býflugnabúningurinn minn ... i.e. nada ... zip ... zero.

Vildi líka að ég kynni að búa til svona haus á bloggið mitt ... ódessleva flott!!

Hugarfluga, 18.9.2007 kl. 10:56

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Flottur nýji hausinn þinn ...og hvernig var svo að fara með Þorvaldi í rúmið...... mér finnst þessi bók soldið freistandi.........

Fanney Björg Karlsdóttir, 18.9.2007 kl. 17:29

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk stelpur mínar.......

Hlakka líka til að deila Þorvaldi með þér Katrín - púff þetta var erfitt að segja.....

Knús á þig á móti Jenný litla.

Fluva já Kundera er líklega ekki öllum gefinn

Fanney!! Vertu með.......... Þorvaldur er hrikalega góður  - Það mætti nú hæglega misskilja þetta...............

tíhí 

Hrönn Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 19:59

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég lagði ekki í Kundera en verð að fara að ná mér í Þorvald  (bókina sko  )

Huld S. Ringsted, 18.9.2007 kl. 20:06

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott nýja lúkkið. Veit ekki hvort ég verð með í Þorvaldi, er eitthvað svo illa fyrir kölluð í lestur er mest í hangsi og engu.  sé til

Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 21:30

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Flottur nýji hausinn á blogginu þínu

Marta B Helgadóttir, 18.9.2007 kl. 23:00

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Miklu flottara útlit þetta hjá þér Hrönn, sérðu hvað klukkan er? Hleypir þú mér inn? Ertu sofnuð? bank bank.....:) og knús!

Heiða Þórðar, 19.9.2007 kl. 02:59

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Skil þig fullkomlega, hvað varðar tilfinningu þína, ellegar eigum við að segja skort á tilfinningu, - fyrir Kundera. Mér finnst hann plein óld leiðinlegur. Hef aldrei lesið Þorvald, og opinbera hér með þá ótrúlegu staðreynd, og finnst hann aukinheldur ekki sætur, opinbera hér með þá örugglega enn ótrúlegu skoðun. En hann ku vera firnafínn náungi...sagði mér ólygin frænka mín.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.9.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband